fbpx

PERNILLE TEISBÆK GEFUR GÓÐ TÍSKURÁÐ – MYNDBAND

FASHIONISTAFÓLK

Ég elska svona og geri fastlega ráð fyrir að mörg ykkar geri það líka…

Hér heimsækir Vogue hina smukke og smekklegu Pernille Teisbæk. Ef ég á að vera hreinskilin þá fylgist ég ekki vel með mörgum áhrifavöldum, heldur vel ég vel hverja ég tengi við og fylgi nokkrum fáum en góðum í Skandinavíu. Ég hef fylgst með dönsku Pernille í fjölmörg ár og hefur hún heillað mig og veitt innblástur. Hún er mamma, hamingjusamlega gift kona, býr á fallegu heimili á Fredriksberg og hefur stigið áhugaverð skref í sínum viðskiptum. Hún er mikil athafnakona og stendur á bakvið Social Zoo sem er umboðskrifstofa fyrir marga stærstu áhrifavalda Danmerkur ásamt því að standa fyrir viðburðum, veita ráðgjöf og aðstoð í markaðsmálum.

Það sem ég elska er að hún virðist finna góðan balance á milli vinnu og fjölskyldu – og það veitir mér innblástur.
Til að bæta enn við tengingu mína við Pernille þá er hún jafn gömul mér, eða réttara sagt deginum eldri …  aldeilis ;)
Bottom line – hún veitir mér innblástur.

Í myndbandinu fáum við að fylgjast með þegar hún býr sig fyrir Ganni sýninguna á CPHFW – við fáum að gægjast inná guðdómlegt heimili hennar og hún gefur í leiðinni mjög góð tískuráð –

PRESSIÐ Á PLAY

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram
Pernille á Instagram

BÚNINGADAGAR

Skrifa Innlegg