fbpx

ÚTSKRIFTIN MÍN

ANDREA RÖFNPERSÓNULEGT

Síðasta laugardag útskrifaðist ég sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Loksins fékk ég skírteinið í hendurnar! Síðustu þrjú og hálft ár hafa verið afar viðburðarík, krefjandi en fyrst og fremst skemmtileg. Það er svo gaman að setja sér markmið, vinna að þeim og vita að ef maður vandar sig og gefur sér tíma mun maður uppskera á endanum.

Á tímanum mínum í HR fór ég í skiptinám til Rotterdam og tók svo þátt í mótun og opnun Húrra Reykjavík women, ásamt því að vera þar í fullri vinnu. Á því tímabili hefur aldrei verið jafn mikið að gera hjá mér en á sama tíma gekk mér áberandi best í skólanum. Svo kynntist ég Arnóri og var mikið erlendis með tilheyrandi fjarveru frá skólanum, hópverkefnum og einstaka prófum sem ég þurfti hreinlega að sleppa. Mér gekk ótrúlega vel í fögunum sem mér þótti skemmtileg og ekki jafn vel í þeim sem mér fannst ekki nógu skemmtileg. Heilt yfir er ég óendanlega ánægð og þakklát fyrir námið sem er á enda og reynsluna og vitneskjuna sem ég öðlaðist á þessum tíma. Ég lærði svo mikið á sjálfa mig og ögraði mér eins og ég gat. Ánægðust er ég með vinkonurnar og vinina sem ég eignaðist, sem eru svo sannarlega komin til að vera í mínu lífi.

Ég hélt veislu eftir athöfnina og skipti henni í tvennt. Fyrst komu fjölskyldumeðlimir og -vinir og síðar um kvöldið komu vinirnir. Á boðstólnum var ýmislegt matarkyns og nóg af fljótandi veigum frá Ölgerðinni. Mér finnst mikilvægt að allir geti fengið eitthvað sem þeim líkar við þegar ég held party eða veislu og passaði því upp á, í samvinnu við Ölgerðina, að úrvalið væri gott. Egils Gull, Egils Lite og Tuborg Classic voru á boðstólnum fyrir bjórþyrsta, Piccini Prosecco freyðivínið sló í gegn og Barone Montalto Pinot Grigio hvítvínið einnig. Fyrir þá rólegri var svo ískaldur Egils Kristall sem klikkar aldrei!

Það gerði daginn minn að hafa fjölskylduna og Arnór mér við hlið. Hann átti akkurat fríhelgi og gat skotist heim og fagnað með mér. Svo er ég ótrúlega hamingjusöm að hafa fengið allt fólkið mitt í veislu, geta skálað við þau og fagnað áfanganum með þeim. Svo kom Jónas Óli bróðir minn mér á óvart um kvöldið þegar Jón Jónsson mætti á svæðið með gítarinn. Hann reif stemninguna upp á næsta level og skildi okkur svo eftir í algjörum partygír! Vá hvað það er gaman að útskrifast! 

Myndir frá kvöldinu eru af skornum skammti, það voru allir uppteknir af því að skemmta sér :-)

Dragtin mín er frá Tiger of Sweden. Ég mátaði hana svona 6 sinnum til að vera alveg viss um að hún væri rétt fyrir tilefnið. Skórnir eru Louis Vuitton og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það var þægilegt að útskrifast í sneakers og vera svo í þeim restina af deginum og kvöldinu!

Andrea Röfn              

WHEN IN STOCKHOLM

Skrifa Innlegg