OUTFIT

GRIKKLAND

Við Arnór kíktum í miðbæ Aþenu um daginn. Við búum sirka 20 mínútum frá, við ströndina í bæ sem heitir Voula. Ég ætti kannski að skella í Grikklands færslu sem allra fyrst og veita ykkur smá innsýn í lífið í nýja landinu – endilega setjið like eða hjarta hérna fyrir neðan ef þið hefðuð gaman af slíku bloggi.

OUTFIT

Kjóll: GANNI
Skór: Louis Vuitton
Sólgleraugu: Dior

xx

Andrea Röfn

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat: @andrearofn

OUTFIT

OUTFIT

Við mamma og Aron áttum virkilega notalegan sunnudag í miðjum prófalestri hjá mér, en við skelltum okkur í brunch á Vox og svo í Marshall húsið sem opnaði nýlega. Þetta hús er eitt stórt listaverk og ég heillaðist svakalega af því. Nýlistasafnið, Kling og Bang og Ólafur Elíasson eru með sýningaraðstöðu í húsinu en þar að auki er veitingastaður á neðstu hæðinni sem ég er mjög spennt að prófa.


 Ólafur Elíasson 

Buxur: DKNY
Skyrta: Libertine-Libertine @ Húrra Reykjavík
Jakki: Pele Che Coco
Skór & taska: Louis Vuitton

Kletturinn minn <3

xx

Andrea Röfn

OUTFIT

OUTFIT

Ég var á svo miklu stússi alla helgina að ég settist varla niður heima hjá mér. Það gafst því lítill tími til fataskipta sem skipti þó engu máli þar sem ég var í þægilegu Andreu-outfitti – svona líður mér vel:

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset 

Buxur: Zara
Leðurjakki: Urban Renewal úr Urban Outfitters
Skyrta: Monki
Skór: Adidas Tubular Runner
Taska: Louis Vuitton
Sólgleraugu: Ray Ban

Buxurnar sem ég er í eru mínar allra uppáhalds buxur. Ég klæddist þeim upphaflega í myndatöku fyrir 5 árum og stuttu eftir það fann ég þær loksins í Zöru. Ég er alltaf að leita mér að öðrum uppáhalds buxum í svipuðum stíl en hef ekki ennþá fundið jafn þægilegar og flottar buxur. Leitin heldur áfram.

Skóna hef ég ofnotað síðan ég keypti mér þá í Köben í lok síðasta árs. Strákarnir í Húrra Reykjavík voru að fá skóna í karlastærðum í mjög takmörkuðu upplagi þannig að ef einhver töffari er að lesa þessa færslu þá mæli ég 100% með þessum skóm!
Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég fór svo í Húrra Reykjavík að skoða guðdómlegu sólgleraugun frá HAN KJØBENHAVN – ég sýni ykkur fleiri týpur í sér færslu.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Fallegasta kona í heimi. Á Kaffihúsi Vesturbæjar – okkar hverfiskaffihúsi.

xx

Andrea Röfn

 

@HOME: FATASLÁR

FötHeimiliHönnunHreyfingPersónulegtVerona

unnamed-38

unnamed-40

 

Þið munið kannski eftir færslunni um fataslárnar sem ég setti inn í haust, sjá HÉR  ? Dagurinn í dag fór í allsherjar þrif og fyrst ég var búin að taka öll fötin af slánum mátti ég til með að smella einni mynd af þeim í leiðinni. Slárnar lét ég smíða sérstaklega fyrir mig hér í Verona, herðatrén keypti ég í Zara Home, snagana fékk ég í H. Skjalm P. í Köben og er útkoman þessi. Ég vildi hafa þetta í smá svona “industrial” fíling og eru báðar slárnar 165 cm að lengd. Fatasláin á efri myndunum er í svefnherberginu okkar og þessi neðri er frammi í forstofu, eins og kannski sést. Ég er afskaplega ánægð með þetta nýja fyrirkomulag og hefur skipulagið í fataskápunum batnað til muna. Að auki er talsvert skemmtilegra að velja sér föt á morgnanna því fötin njóta sín betur og úrvalið virðist meira :-)

 

unnamed-37

unnamed-39

 

Að lokum fær nýja fína hjólið að fylgja með. Emil átti að fá þetta hjól í afmælisgjöf ( sjá hér ) en stundum gerast hlutirnir alltof hægt hérna á Ítalíu, já eða bara gerast hreinlega ekki, og því varð þessi afmælisgjöf að jólagjöf. En fínt er hjólið og eiginlega svo flott að ég vil helst hafa það bara í stofunni – þar sem það stendur ákkúrat núna :-)

TREND: EINN EYRNALOKKUR

FASHIONTREND

Eitt af stærri trendum þessa tímabils eru stórir og áberandi eyrnalokka. Trendið kom af pöllum Parísar fyrir haustlínur hátískunnar þar sem Louis Vuitton og Céline létu áberandi eyrnalokka í eitt eyra á fyrirsætur sínar. Það bjó til heildarlúkkið fyrir hönnuðina á sínum tíma og náði strax athygli fjöldans. Síðan þá hafa lokkarnir verið áberandi í helstu tískuþáttum og á mörgum forsíðum stærstu blaðanna.

Louis-Vuitton-Essential-V-Earring

Louis Vuitton AW14

Celine-Mono-Earring

Céline AW14

 Eyrnalokkar sem ná niður á axlir og eru notaðir einungis í eitt eyra. Trend sem mér finnst tilvalið að tileinka sér í desembermánuði – jólaglamúr.

CRFashionBook2fd6354ed9f994603d5b54a49c293d172e8336fd52ae9a53e30f3a6953ca08da  Celine-AW14-Trend-single-earring-L  single-earring   edad1d2ee4a8f33d35652283326b410b Alessandra Ambrosio_HarpersBazaar3c084687084359bd01bd2a4b000d76c1 312e7ae24aab524d0c53e04a895412c4 547319fdfaf6f09bfec474dcd19189f9 20caf54f0e69581d8e5e4d7de6f7cb00 a7f0c6d0aaa22d9d2ccccaadb166d440 _53607_91726.png  CelineVuittoncd0df668460053b204af969ebabe8e05  9a0b9255aaa3f13a80a9d52fa0cbbace 8c3e6bd12bb9456941fd10246b0e3266 a39f7e0b3dd4f9d97c4f41e8560536cc POP F.W 2014 6cd135b1702db8682c95589a0358ce62 df3d3216f7d4698781c815b3b307a73d accessories-jewellery-trends-fall-2014-single-earring-celine-louis-vuittonSasha Pivovarova_ID vogue, netherlands  LOUIS VUITTON Statement Earring |
Ofan á flottheitin og allt það, þá felst líka sparnaður í því að þurfa bara einn í eyra. Vinkonur, deilið kaupunum.

Statement.

xx,-EG-.

Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Louis Vuitton: Spirit of Travel

EDITORIALFASHION

 

 

 1836938_10153840810200125_958219961_o

Nýjasta herferð Louis Vuitton, Spirit of Travevl, vakti athygli mína sem er ástæða þess að ég deili henni með ykkur.
Ljósmyndarinn Peter Lindbergh tók myndirnar í Suður Afríku nýlega. Súpermódelin Edie Vampbell og Karen Elson sitja fyrir merkið ásamt dásamlegum aukaleikurum.
Í fyrstu tók ég ekki eftir töskunum sem eiga að vera aðal númerið í  herferðinni en það er ekki að undra innan um þessi krúttlegu dýr – gullfallegar fyrirsætur.

1780099_10153840809660125_1995683600_o 1891481_10153840809245125_272285256_o 1912449_10153840809860125_2032395779_o 1979927_10153840809105125_1238008830_oLouis_Vuitton_Spirit_of_Travel-800x466

Fyrrverandi ritstýra Vogue, Carine Roitfeld, sá um stíliseringuna sem er auðvitað til fyrirmyndar.

SS14.

I love.

xx,-EG-.

SNYRTITASKAN MÍN

MakeupPersónulegt

IMG_7044

IMG_7142

IMG_7045

IMG_7084IMG_7074

IMG_7080

IMG_7119

IMG_7177

IMG_7137

Finnst ekki öllum stelpum gaman að sjá hvað leynist í snyrtitöskunni ? Svona lítur mín út þessa dagana:

1.Terra Ora frá Guerlain Contrast highlighter sem gefur fallegan ljóma á húðina 2.Estée Lauder DayWear Plus, litað dagkrem sem hentar vel dags daglega 3.VERSAGE CRYSTAL NOIR ilmvatn – dásamleg lykt. 4.Ella Night – strákarnir elska víst þessa! 5.MAC Face & Body farði fyrir fínni tilefni 6.OPI naglalakk í litnum At First Sight 7.NARS Laguna Bronzing Powder 8.NARS gloss í litnum ORGASM 9.NARS kinnalitur í litnum SIN 10.MAC 11.Creme Cup varalitur 12. Maskari frá Lavera

VOILÁ!

COS

FötMyndirNýttPersónulegtVerona

IMG_5989

IMG_5993

IMG_6005

IMG_6035

IMG_6036

IMG_6113

IMG_6106

Eins og ég hef áður talað um að þá var COS að opna hér í miðborg Verona mér til mikillar ánægju. Ég hafði aldrei áður farið inn í þá búð en hafði einungis heyrt um hana t.d hér á Trendnet og var því mjög spennt fyrir þessari nýju opnun. Heimasíðan þeirra er ekkert rosalega flott að mínu mati og því miklu skemmtilegra að sjá fötin “live”. Ég mæli auk þess með því að þið mátið fötin áður en þið kaupið þau því stærðirnar eru mjög stórar. Ég tók t.d 34 í þessum kápum en ég tek venjulega 36.

Það kom mér á óvart hvað flíkurnar eru í góðum gæðum og á mjög fínu verði miðað við hversu góð fötin eru. Ég átti einmitt samtal við glæsilega konu um daginn sem á og rekur fataverksmiðju hérna í Verona og hún vildi meina að COS væri með lang bestu gæðin af þeim mainstreem búðum sem eru í gangi og er ég hjartanlega sammála henni.

Báðar kápurnar hér að ofan kosta u.þ.b 200 evrur og eru algjörlega hverrar krónu virði. Efnið í þeim er svo flott og þær munu vafalaust koma að góðum notum á köldum ítölskum vetrardögum en veturnir hér í Verona eru frekar kaldir, ólíkt því sem margir halda :-)

Föstudagsblómin eru svo á sínum stað en þessi sem er búinn að vera sárlasinn alla vikuna fékk að setja þau í vasann í þetta skiptið ( og sulla með vatnið í blómavasanum í leiðinni ).

Góða helgi !