fbpx

SATURDAY

AÞENA RÖFNOUTFITPERSÓNULEGT

Sumarið er loksins mætt til Malmö og við fjölskyldan nutum veðurblíðunnar í dag. Við röltum niður í bæ – eða ég rölti með vagninn og Arnór leigði sér rafmagnshlaupahjól. Þessi hjól eru úti um alla borg, maður leigir þau með appi og skilur svo eftir hvar sem manni sýnist, fyrir utan heima hjá sér þess vegna. Algjör snilld, sérstaklega fyrir fótboltamann sem er að spila leik á morgun :-) Seinni partinn fór ég svo á æfingu með nokkrum kærustum og eiginkonum úr liðinu. Við æfum saman utandyra tvisvar í viku með styrktarþjálfara frá Malmö. Ég er að fara mjög rólega af stað en það gerir ekkert smá mikið fyrir mig að vera byrjuð að sprikla smá á ný.

Outfit dagsins:

Kápa: HOPE Stockholm
Kjóll: Ganni
Skór: Louis Vuitton
Sólgleraugu: Han Kjobenhavn Aþena Röfnin mín. Tjúllast yfir þessu dressi frá Petit.is <3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

WISHLIST

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1