66°N – JÖKLA PARKA

ANDREA RÖFNNEW INUMFJÖLLUN


English Below

Ég hef lengi verið mikill aðdáandi 66° Norður. Það eru fyrst og fremst vörur merkisins sem ég er hrifin af, en einnig ímynd fyrirtækisins, auglýsingarnar og starfsfólkið. Jökla Parka hefur haldið á mér hita síðustu mánuði. Ég er ástfangin upp fyrir haus! Þetta er að mínu mati fallegasta parka sem 66° Norður hefur nokkurn tíma hannað. Hún kemur í dökkbláu, svörtu og earth grey og í tveimur sniðum; karla og kvenna. Ég fékk mér karlasniðið í dökkbláu.

Við Snorri Björns hittumst fyrir stuttu og tókum myndir af úlpunni. Hann er einn hæfileikaríkasti ljósmyndari sem ég þekki. Mæli með því að fylgjast með honum á instagram og snapchat: snorribjorns.

DSC04871

DSC04770

DSC04845 DSC04854

I’ve been a fan of 66° North for a long time. It’s first and foremost the clothing I love, but also the company’s image, the campaigns and the employees. Jökla Parka has been keeping me warm for the past few months. I’m head over heels about it! In my opinion it’s the most beautiful parka 66° North has ever made. It is available in navy, black and earth grey and in two fits; men’s and women’s. I took the men’s fit in navy. 

Photos: Snorri Björns. One of the most talented photographers I know. I recommend following him on instagram & snapchat: snorribjorns

xx

Andrea Röfn

Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við 66° Norður

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn & snapchat: andrearofn

Follow me on instagram: @andrearofn & snapchat: @andrearofn

NEW IN

NEW INSNEAKERSUMFJÖLLUN

Mörg ykkar vita eflaust af FENTY – nýlegu samstarfi Rihönnu og PUMA. Ég fékk sendingu í morgun, þegar pabbi og bræður mínir lentu frá Bandaríkjunum. Aron litli bróðir minn er mikill sneaker maður og keypti handa mér Fenty – The Trainer sem fóru í sölu síðasta sunnudag.

IMG_4456

IMG_4457

IMG_4455

Ég var smá skeptísk á tunguna fyrst þegar ég sá mynd af skónum og hélt hún næði hálfa leið upp að hnjám. En skórnir eru mjög flottir á fæti og tungan alls ekki æpandi löng. IMG_4451

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_4452

Skórnir kosta 180 dollara eða um 24.000 krónur. Þar sem ég er ekkert mikill aðdáandi af því að skoða heimabankann minn þá millifærði ég strax á Aron í gegnum AUR appið. Kortaupplýsingar eru tengdar við símanúmer og ef báðir aðilar eru með appið er þetta fljótlegasta leið ever til að millifæra. Við stelpurnar notum þetta óspart þegar við förum út að borða, þetta auðveldar uppgjörið alveg margfalt!! Í staðinn fyrir að borga með mörgum kortum og vesenast með að skipta rétt á milli þá getur ein borgað og hinar lagt inn á viðkomandi á staðnum.

Ég hef einnig notað appið þegar ég kaupi eða sel föt á Facebook/bland.is. Skápahreinsun er akkúrat á nánustu dagskrá (ef ég kem mér einhvern tímann að verki) og þá mun ég pottþétt selja einhver föt á Facebook. Þá mun AUR koma sér mjög vel – þ.e.a.s. ef einhver vill kaupa fötin mín ;-)

Annars er ég mega ánægð með nýjustu sneakers og hlakka til að rokka þá á næstunni.

xx

Andrea Röfn

þessi færsla er kostuð

Y.A.S APPAREL

HEILSURÆKTUMFJÖLLUN

Í Vero Moda er fáanlegt merkið Y.A.S – en það er eitt af systurmerkjum Vero Moda.

Frá Y.A.S koma bæði venjuleg föt og ræktarföt. Ég fór og skoðaði ræktarfötin og valdi mér nokkrar uppáhalds flíkur.

10928152_10205211416479273_1674040506_n

10967854_10205211361797906_1472947748_n 10961761_10205211416559275_771669335_n 10961777_10205211362077913_1049896509_n

10962117_10205211416519274_1784983511_n2

10962237_10205211404358970_859168517_n

 

10965553_10205211404518974_947939609_n

10965440_10205211404318969_1535461542_n

1 3 5 22 4

Þetta eru mínar uppáhalds flíkur. Ég er búin að prófa þær allar í ræktina og þær passa mjög vel og eru þægilegar.

Ef þið eruð að leita ykkur að flottum fötum í ræktina mæli ég klárlega með því að þið kíkið á Sportdaga Smáralindinar um helgina. Verslanir bjóða upp á alls kyns afslætti og í Vero Moda er 20% afsláttur af öllum Y.A.S fatnaði!

xx

Andrea Röfn

 

FATAMARKAÐIR HELGARINNAR

FLÓAMARKAÐURUMFJÖLLUNVERZLÓ

Á morgun fara fram tveir stórir fatamarkaðir í bænum –

14 Verzlunarskólameyjar selja af sér spjarirnar í Hinu Húsinu

Til sölu verður lítið notaður og nýr fatnaður og skór á góðu verði

10931341_10205400997237722_5812590480168271197_n

11138506_10206731136336153_6258623704437971667_n

Hvar: Hitt Húsið
Hvenær: laugardag frá 13-17

Háskólaport – flóamarkaður á Háskólatorgi

Stúdentaráð Háskóla Íslands mun breyta Háskólatorgi í flóamarkaðinn Háskólaport. Háskólanemar munu standa vaktina og selja allt milli himins og jarðar. Básarnir í ár eru gríðarlega fjölbreyttir og skemmtilegir og eru allir velkomnir.

11136943_10206426400364771_930965726_n

11096289_10206426400164766_1684778976_n

11149153_10206426400444773_783120300_n

Hvar: Háskólatorg
Hvenær: laugardag frá 12-16

Mikið finnst mér þetta sniðugir markaðir. Verzlóstelpurnar eru að útskrifast í vor og mun fatasalan eflaust hjálpa þeim að fjármagna útskriftarferðina. Háskólatorg er líka virkilega skemmtilegur staður og skapast alltaf mikil stemning þar þegar margt fólk er á svæðinu. Munið svo eftir Stúdentakjallaranum í HÍ – en þar er hægt að fá sér alls kyns veitingar, kökur, kaffi og brunch.

Ég mæli með rölti milli markaða á morgun. Það er klárlega það sem ég myndi gera ef prófalærdómurinn væri ekki tekinn yfir.

Góða helgi

xx

Andrea Röfn

GNARR X EYLAND

REYKJAVÍK FASHION FESTIVALUMFJÖLLUN

GNARR x EYLAND er samstarfsverkefni Jóns Gnarr og Eyland. Í tilefni af mottumars hannaði Jón Gnarr fallegan bol en bolinn prýðir myndin Drengurinn með tárið með skegg Salvador Dali.

Allur ágóði af sölu bolanna mun renna óskiptur til Krabbameinsfélags Íslands. Fallegt og óeigingjarnt samstarf sem ég hvet ykkur öll til að styðja!

Bolirnir eru fáanlegir í GK Reykjavík, SUIT, Húrra Reykjavík, í netverslun Eyland og netverslun Krabbameinsfélags Íslands.

 

Gnarrxeyland

Gnarrxeyland3

Gnarrxeyland2

Ég mun ganga fyrir Eyland á RFF næstu helgi og fór í fitting í gær. Í leiðinni nældi ég mér í bolinn fallega.

Sýning Eyland á RFF verður tryllt, ég hlakka svo til að allir fái að sjá!

xx

Andrea Röfn

 

CW-X BUXUR

ANDREA MÆLIR MEÐHEILSURÆKTÍ UPPÁHALDIUMFJÖLLUNWORLD CLASS

Uppáhalds flíkin mín í ræktina þessa stundina eru æfingabuxur frá CW-X. Þessar buxur eru gæddar miklum eiginleikum og eru þægilegar fyrir allan peninginn.

Processed with VSCOcam with f2 preset

CW-X íþróttafatnaður er hannaður til að bæta frammistöðu og draga úr hættu á meiðslum. Buxurnar eru þröngar og þar af leiðandi með þéttan þrýsting sem örvar blóðflæði og styður við helstu vöðva og liðamót þar sem álagið er mest við hreyfingu. Eiginleikar buxnanna stuðla einnig að hraðari upphitun, auknu úthaldi og flýta fyrir endurnýjun orku.

Ég sjálf æfi ekki það mikið að ég þurfi á öllum þessum eiginleikum að halda í æfingabuxum. En eftir að buxurnar urðu mínar finnst mér langbest að æfa í þeim, sérstaklega þegar ég hleyp því þær veita svo góðan stuðning.

Þó að buxurnar séu í grunninn hlaupabuxur er mjög algengt að fólk noti þær í alls kyns íþróttum líkt og skíðum, fótbolta og crossfit. Ég veit líka um marga sem finnst þægilegt að klæðast buxunum í flugi.

IMG_0692

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

cwx

CW-X buxurnar fást í Útilíf, Sportlíf, CR Reykjavík, Inter Sport og Afreksvörum- og ég mæli svo sannarlega með :-)

xx

Andrea Röfn

Bolurinn sem ég er í er frá YAS – segi ykkur frá því merki innan skamms. Skórnir eru Nike Free Flyknit frá Nikeverslun.is, mæli með þeim.

MONO LAUGAVEGI

ONLINE SHOPPINGSHOPUMFJÖLLUN

Fyrir jól opnaði MONO á Laugaveginum. MONO er skóbúð í eigu Maríu Birtu & Ella Egilssonar sem eiga fyrir búðina Maníu. Í MONO er risa úrval af flottum skóm; ökklaskór, hælar, stígvél, fylltir hælar, flatbotna skór, spariskór og kuldaskór  – og allt á mega góðu verði.

Ég fór og hitti Ella uppi í búð og skoðaði fína úrvalið sem er í boði. Við tókum líka myndir af mínum uppáhalds skópörum til að sýna ykkur! FALLEGT –

FullSizeRender 19

FullSizeRender 13

FullSizeRender 2

FullSizeRender 3

SADE – uppáhalds skóparið mitt sem fékk að koma með mér heim.

FullSizeRender 4

FullSizeRender 5

IMAN

FullSizeRender 6

FullSizeRender 7

SONYA

FullSizeRender 8

FullSizeRender 10

MALIK

FullSizeRender 11

FullSizeRender 12

JUNE

FullSizeRender

GISELE

FullSizeRender 16

FullSizeRender 17

 

Processed with VSCOcam with g3 preset

MÆLI MEÐ! Það er líka nóg til af háum hælum ef þið viljið vera hærri en vinir ykkar! Öll skópörin eru 100% vegan og þau má öll má finna í vefversluninni MONO.IS

xx

Andrea Röfn

FullSizeRender 18

SPOTIFY HANGOUT Á SÓNAR REYKJAVÍK

UMFJÖLLUNVIÐBURÐIR

Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fór fram í Hörpu um síðustu helgi og tókst að mínu mati virkilega vel til. Þetta var fyrsta skiptið mitt á Sónar og ég skemmti mér vonum framar.

Á Sónar voru ekki bara tónleikar heldur bauð Síminn upp á Spotify Hangout – bás á 1. hæð í Hörpu þar sem hægt var að setjast niður, fá sér drykk, hlaða símann sinn og spila sína tónlist af Spotify. Virkilega skemmtilegt concept og þegar ég fór þangað var alltaf fullt af fólki. Hangout básinn var hannaður af hönnunardúóinu HAF . Ég tók nokkrar myndir og fékk fleiri sendar –

17

Spotify Hangout hosted by Síminn at Sónar Music Festival 2015

IMG_0549

3

4

5

6

IMG_0554

8

12

13

IMG_0512

14

15

18

19

20

21

23

28

30

32 xx

Andrea Röfn

ADIDAS X KAUPFÉLAGIÐ

ADIDASUMFJÖLLUN

Adidas Superstar og Stan Smith eru loksins lentir í Kaupfélagið – veiii! Elísabet fjallaði einmitt um það HÉR.

Því var fagnað síðasta fimmtudag í Kaupfélaginu Smáralind þar sem AmabAdamA sáu um að halda uppi stuðinu. Annað hvort komu gestirnir vel skóaðir eða þeir gengu út með poka og nýtt skópar!

11004668_10153035877907978_509112644_n

11004506_10153035879472978_1278780930_n

Pharrell x Stan Smith11006003_10153035879542978_394676851_n

10967887_10153035879757978_519033427_n

961650_10153035882187978_979836203_n

10984816_10153035882797978_1933200257_n

11004184_10153035882872978_1580614197_n

11005900_10153035882947978_1747092686_nMér finnst þessir mega flottir

10979311_10153035885067978_2112009139_n

11004669_10153035885182978_113179318_n

Meðlimir AmabAdamA vel skóaðir10997150_10153035885337978_1398440944_n

10994682_10153035885492978_1310604408_n

11004394_10153035879162978_1106898882_n

Ég fagnaði komu Adidas í Kaupfélagið og fór svo beint á Sónar –

333

111

222

Processed with VSCOcam with c1 preset

Ég er búin að eiga mína Superstar í ár núna og nota þá út í eitt. Meiri syndin að hafa ekki geymt gömlu jólaskóna síðan ég var yngri, ég held svei mér þá að ég sé ennþá í skóstærð 37 :-) Ef ég gæti valið mér par núna yrði það Superstar með hvíta sólanum eða bláu Stan Smith x Pharrell.

xx

Andrea R0fn

FOKK OFBELDI

FJÖLMIÐLARÍSLENSKTUMFJÖLLUN

Þið hafið eflaust mörg tekið eftir herferð UN Women sem ber nafnið Fokk ofbeldi. Erna Hrund fjallaði um herferðina hér en mér finnst hún svo falleg að ég vil líka fjalla um hana.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Herferðin er gerð til að vekja athygli á því að vinna þarf sameiginlega gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum sem er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum. Tölfræði dagsins í dag er sú að

– yfir 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert
– konu er nauðgað á 26 sekúndna fresti í Suður Afríku
– í Brasilíu deyja 10 konur daglega vegna heimilisofbeldis

UN Women vinnur ötullega að því að breyta þessu. Látum þetta verða árið þar sem breytingar eiga sér stað. Árið sem konur eru frjálsar og án ótta við ofbeldi. Landsmönnum gefst nú tækifæri til taka þátt í byltingunni og gefa ofbeldi fingurinn með því að kaupa Fokk ofbeldi armbandið. Með aukinni vitund eiga breytingar sér stað.

Armböndin fást í Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu um land allt og kosta 2000 krónur. Við Aron Kristinn litli bróðir erum bæði komin með armbönd og göngum stolt með þau. Ég hvet ykkur til að styrkja þetta fallega málefni og taka um leið afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Í tilefni Fokk ofbeldi herferðarinnar verður Milljarður rís í Hörpu á morgun, föstudag, klukkan 12. UN Women á Íslandi vilja hvetja alla til að mæta með Fokk ofbeldi armböndin sín og dansa í gegnum hádegið við tónlist frá DJ Margeiri. Saga Garðarsdóttir verður kynnir.

veggmynd

Processed with VSCOcam with f2 preset

Eins og þið sjáið er ég á leiðinni á SÓNAR í kvöld. Leyfi ykkur að fylgjast með bæði hér og á instagram   @andrearofn

xx

Andrea Röfn