fbpx

#HUGUÐ

STUDIO HOLTUMFJÖLLUN

Í vikunni fór af stað herferðin #Huguð, á vegum Hugrúnar geðfræðslufélags. Í #Huguð deila sjö einstaklingar sínum upplifunum af ólíkum geðsjúkdómum og geðröskunum. Þannig er athygli vakin á geðheilbrigði, fjölbreytileika geðsjúkdóma og þeim úrræðum sem standa til boða. Frásagnir þessa einstaklinga hafa hrifið mig og aðra gríðarlega mikið, og tekst þeim öllum að útskýra upplifanir sínar á mannamáli.

Viðmælendurnir hafa allir mismunandi reynslu af geðsjúkdómum og geðröskunum, þ.á.m. geðhvarfasýki, átröskun, þunglyndi, kvíða, áráttu- og þráhyggjuröskun, fíknisjúkdóma og geðklofa. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa leitað sér hjálpar, vera komin í skilning við sig sjálf, geta sagt hreint og opinskátt frá, ásamt því að hvetja aðra til að leita sér hjálpar.

Á vefsíðu Hugrúnar má lesa viðtöl við einstaklingana sjö og þeim fylgja stutt myndbönd sem framleidd eru af Studio Holt og leikstýrt af Álfheiði Mörtu Kjartansdóttur. Ég mæli hiklaust með þessum lestri og að þið horfið á myndböndin, #Huguð er mögnuð herferð.

Aron MárVala KristínHrefna Huld   Ragnar IðunnTryggviSonja Björg 

Verum #HUGUÐ

Andrea Röfn

 instagram – @andrearofn

NEW IN: ACNE STUDIOS

Skrifa Innlegg