CW-X BUXUR

ANDREA MÆLIR MEÐHEILSURÆKTÍ UPPÁHALDIUMFJÖLLUNWORLD CLASS

Uppáhalds flíkin mín í ræktina þessa stundina eru æfingabuxur frá CW-X. Þessar buxur eru gæddar miklum eiginleikum og eru þægilegar fyrir allan peninginn.

Processed with VSCOcam with f2 preset

CW-X íþróttafatnaður er hannaður til að bæta frammistöðu og draga úr hættu á meiðslum. Buxurnar eru þröngar og þar af leiðandi með þéttan þrýsting sem örvar blóðflæði og styður við helstu vöðva og liðamót þar sem álagið er mest við hreyfingu. Eiginleikar buxnanna stuðla einnig að hraðari upphitun, auknu úthaldi og flýta fyrir endurnýjun orku.

Ég sjálf æfi ekki það mikið að ég þurfi á öllum þessum eiginleikum að halda í æfingabuxum. En eftir að buxurnar urðu mínar finnst mér langbest að æfa í þeim, sérstaklega þegar ég hleyp því þær veita svo góðan stuðning.

Þó að buxurnar séu í grunninn hlaupabuxur er mjög algengt að fólk noti þær í alls kyns íþróttum líkt og skíðum, fótbolta og crossfit. Ég veit líka um marga sem finnst þægilegt að klæðast buxunum í flugi.

IMG_0692

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

cwx

CW-X buxurnar fást í Útilíf, Sportlíf, CR Reykjavík, Inter Sport og Afreksvörum- og ég mæli svo sannarlega með :-)

xx

Andrea Röfn

Bolurinn sem ég er í er frá YAS – segi ykkur frá því merki innan skamms. Skórnir eru Nike Free Flyknit frá Nikeverslun.is, mæli með þeim.

NEW IN: NIKE

HEILSURÆKTHREYFINGNEW INWORLD CLASS

Eins og ég sagði frá á föstudaginn þá fór ég upp í Nikeverslun í síðustu viku. Meðal þess sem ég keypti mér var nýtt par af æfingaskóm.

Fyrir valinu urðu Nike Free TR Fit 4. Þessir skór henta vel fyrir flesta líkamsrækt, eru mjög léttir og með þægilegum sóla. Ég mæli mikið með þessari gerð af Nike Free ef þið eruð að leita ykkur að góðum æfingaskóm, en þeir eru frekar hugsaðir til æfinga heldur en hlaupa.

photo 2

photo 3

photo 4

photo 1

Ég var ekki lengi að velja mér lit og er mjög skotin í þessum appelsínugula. Mér finnst skemmtilegt að vera litrík í ræktinni þar sem ég er ekkert svakalega litaglöð í daglegum klæðnaði. Skórnir fást á vef Nikeverslun.is HÉR og þetta eru þeir litir sem eru í boði:

Nike Free TR Fit 4

Buxurnar eru líka nýjar en ég segi ykkur frá þeim og hinum fatnaðinum í annarri færslu. Ég gat ómögulega beðið með að blogga um þessa skó þar sem ég er svo ánægð með þá og langaði að deila þeim með ykkur.

Munið svo eftir #TRENDNIKE hashtagginu okkar á instagram.

xx

Andrea Röfn