fbpx

NEW IN: NIKE

HEILSURÆKTHREYFINGNEW INWORLD CLASS

Eins og ég sagði frá á föstudaginn þá fór ég upp í Nikeverslun í síðustu viku. Meðal þess sem ég keypti mér var nýtt par af æfingaskóm.

Fyrir valinu urðu Nike Free TR Fit 4. Þessir skór henta vel fyrir flesta líkamsrækt, eru mjög léttir og með þægilegum sóla. Ég mæli mikið með þessari gerð af Nike Free ef þið eruð að leita ykkur að góðum æfingaskóm, en þeir eru frekar hugsaðir til æfinga heldur en hlaupa.

photo 2

photo 3

photo 4

photo 1

Ég var ekki lengi að velja mér lit og er mjög skotin í þessum appelsínugula. Mér finnst skemmtilegt að vera litrík í ræktinni þar sem ég er ekkert svakalega litaglöð í daglegum klæðnaði. Skórnir fást á vef Nikeverslun.is HÉR og þetta eru þeir litir sem eru í boði:

Nike Free TR Fit 4

Buxurnar eru líka nýjar en ég segi ykkur frá þeim og hinum fatnaðinum í annarri færslu. Ég gat ómögulega beðið með að blogga um þessa skó þar sem ég er svo ánægð með þá og langaði að deila þeim með ykkur.

Munið svo eftir #TRENDNIKE hashtagginu okkar á instagram.

xx

Andrea Röfn

RFF 2014 MIÐASALA

Skrifa Innlegg