FESTIVE SEASON – SHOPPING IDEAS

ANDREA MÆLIR MEÐJÓLSHOP

Í kringum hátíðarnar er alltaf skemmtilegt að klæða sig fínt og taka upp rauðu varalitina. Ég hef tekið eftir því á síðustu bæjarröltum hérna í Rotterdam að pallíettur, perlur og glimmer eru allsráðandi í verslunum bæjarins, mér til mikillar gleði. Ég elska allt sem glitrar og glansar og klæðist því reyndar allan ársins hring. Á þessum tíma árs eru flíkur sem þessar yfirleitt áberandi en ég hef aldrei séð jafn mikið úrval og í ár.

Hér eru nokkrar flíkur sem ég hef rekið augun í;

One of my all time favorite seasons just arrived. Around the holidays it’s always fun to dress up and put on some red lipstick. On my past few strolls through the Rotterdam city center, I’ve noticed that sequins, pearls and glitter are all over the stores. I love everything sparkling and covered in sequins and I usually wear it all year round. This time of the year, there’s always a great selection of festive pieces, but I’ve never noticed a selection like this year.

Here are a few pieces that have caught my eye;

 

7521255922_2_3_1

ZARA

53079029_OR

MANGO

3198252800_1_1_1

ZARA

53030417_85_D1

MANGO

0327078002_21_4

WEEKDAY

53045584_56_R

MANGO

53030188_99_R

MANGO

53079034_PL_D1

MANGO

0334853002_0_2

MONKI

53089034_PL

MANGO

53089041_PL_R

MANGO

0341278002_0_1

MONKI

55059032_99_D1

MANGO

hmprod-3

H&M

51089049_99_D1

MANGO

0327076001_21_0

WEEKDAY

53087614_PL_D2

MANGO

53089012_80_D3

MANGO

7521261800_2_3_1

ZARA

hmprod-1

H&M

0485270015_2_3_1

ZARA

7901241800_2_2_1

ZARA

0317621002_0_1

MONKI

0327080002_21_5

WEEKDAY

3198260830_2_2_1

ZARA

Ég er nú þegar búin að kaupa jólakjólinn og hlakka til að sýna ykkur hann. Og já.. hann glitrar :-)

I already bought my Chritmas dress and look forward to showing you. And yes.. it sparkles :-)

UPDATE!! Fékk comment frá lesandanum Guðrúnu Maríu:

Langaði að benda á að það er ekkert mál að panta af Mango, þegar maður skráir sig inn gegnum Ísland þá koma öll verð með sköttum.

Senda síðan með DHL, frítt ef verslað er fyrir meira en 60 EUR.

Sniðugt! Nú getið þið pantað ykkur eitthvað fínt fyrir jólin en úrvalið í Mango þessa dagana er frábært. Takk Guðrún María.

xx

Andrea Röfn

 

Á DÖFINNI

ANDREA MÆLIR MEÐVIÐBURÐIR

Mig langar að mæla með þremur viðburðum sem fara fram næstu daga – ég mæli með því að þið skellið ykkur á einhvern þeirra til dægrastyttingar eða nýtið lærdómspásurnar í eitthvað skemmtilegt og menningarlegt.

 

This Conversation is Missing a Point

Nýtt dansverk eftir Berglindi Rafnsdóttur og Unni Elísabetu Gunnarsdóttur, sem er gamli ballettkennarinn minn og frábær dansari. Hún var supercool dansarinn í Eyland sýningunni á RFF ef þið munið eftir því! Sýningin verður í Tjarnarbíói þriðjudaginn 17. nóvember – miðasala fer fram HÉR.

Ó hvað ég vildi að ég kæmist!

12182440_10153667898733255_3044300143263029267_o

 

Konubörn

Ef þið hafið ekki séð Konubörn þá grátbið ég ykkur um að fara. Ég hef aldrei tengt jafn mikið við neina leiksýningu en 5 ofurfyndnar upprennandi leikkonur fara yfir það hvernig það er að vera hvorki stelpa né fullorðin kona. Fyndnasta leiksýning sem ég hef séð, alveg 100%. Ef þið farið, viljiði þá fara og knúsa Ebbu Katrínu bestu vinkonu mína sem er ein Konubarnanna og segja henni að ég sakni hennar?

Aðeins tvær sýningar eru eftir, í kvöld og föstudaginn 20. nóvember. Miðasala HÉR.

1601537_359442010896180_4205110384036937180_n

 –

Tískusýning Unglistar 2015

Hin árlega tískusýning Unglistar fer fram á sunnudaginn 15. nóvember í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar sýna nemendur við fataiðnbraut Tækniskólans sköpunarverk sín í samstarfi við hársnyrti- og hönnunarbraut skólans. Sýningin er klukkan 20:00 og aðgangur er frír! Fullkomið að fá sér gott að borða og rölta svo í Ráðhúsið – eða byrja á sýningunni og enda á heitu súkkulaði í bænum. Meira HÉR.

12194514_174945976184904_8445316522618746997_o

Menningar – Andrea mælir svo sannarlega með

xx

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram @andrearofn

CW-X BUXUR

ANDREA MÆLIR MEÐHEILSURÆKTÍ UPPÁHALDIUMFJÖLLUNWORLD CLASS

Uppáhalds flíkin mín í ræktina þessa stundina eru æfingabuxur frá CW-X. Þessar buxur eru gæddar miklum eiginleikum og eru þægilegar fyrir allan peninginn.

Processed with VSCOcam with f2 preset

CW-X íþróttafatnaður er hannaður til að bæta frammistöðu og draga úr hættu á meiðslum. Buxurnar eru þröngar og þar af leiðandi með þéttan þrýsting sem örvar blóðflæði og styður við helstu vöðva og liðamót þar sem álagið er mest við hreyfingu. Eiginleikar buxnanna stuðla einnig að hraðari upphitun, auknu úthaldi og flýta fyrir endurnýjun orku.

Ég sjálf æfi ekki það mikið að ég þurfi á öllum þessum eiginleikum að halda í æfingabuxum. En eftir að buxurnar urðu mínar finnst mér langbest að æfa í þeim, sérstaklega þegar ég hleyp því þær veita svo góðan stuðning.

Þó að buxurnar séu í grunninn hlaupabuxur er mjög algengt að fólk noti þær í alls kyns íþróttum líkt og skíðum, fótbolta og crossfit. Ég veit líka um marga sem finnst þægilegt að klæðast buxunum í flugi.

IMG_0692

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

cwx

CW-X buxurnar fást í Útilíf, Sportlíf, CR Reykjavík, Inter Sport og Afreksvörum- og ég mæli svo sannarlega með :-)

xx

Andrea Röfn

Bolurinn sem ég er í er frá YAS – segi ykkur frá því merki innan skamms. Skórnir eru Nike Free Flyknit frá Nikeverslun.is, mæli með þeim.