LAUGAR SPA – FACE, BODY & HOME – GJAFALEIKUR

LAUGAR SPASNYRTIVÖRURUMFJÖLLUN

Laugar Spa kynnti nýlega nýja Face, Body and Home vörulínu sem fáanleg er í Laugum. Línan er lífræn og 100% náttúruleg, án allra kemískra efna, handgerð og ekki prófuð á dýrum. Laugar Spa vörulínan er fyrir andlit, líkama og heimilið og inniheldur olíur, skrúbba, body lotion, andlitshreinsi, serum, dag- og næturkrem, andlitsmaska, heimilisilmi og olíukerti. Olíuna úr kertinu má svo nota á húðina til að mýkja hana. Vörurnar eru unisex, henta fyrir bæði kyn. Línan er umhverfisvæn í framleiðslu og allar pakkningar eru endurunnar.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég er þegar búin að prófa nokkrar vörur úr línunni og gæti ekki mælt meira með þeim! Línan er á mjög góðu verði og kjörnar í jólapakkana eða bara til að tríta sjálfan sig. Manni veitir ekki af góðum kremum og olíum þegar kuldinn tekur völd og húðin þornar upp.

Laugar Spa bjóða til veislu á föstudaginn þar sem línan verður kynnt og verður einnig á afslætti. Okkur langar til að gefa nokkrum lesendum okkar vörur úr nýju línunni sem og boðskort í veisluna. Til að taka þátt skrifið þá nöfnin ykkar í comment hér að neðan og setjið like við færsluna. Fylgist svo með á Trendnet á föstudaginn!

WCSPA1

xx

Andrea Röfn

NÝTT Í SNYRTIBUDDUNNI

MACSNYRTIVÖRUR

Tvennt nýtt í snyrtibuddunni minni – frá MAC

MAC Face and Body foundation

MMGT53

Farði  sem hefur ótal sinnum verið notaður á mig í myndatökum eða öðrum verkefnum. Ég er með þurra húð og því er hann oft notaður á mig. Ég tók lit C1 enda með mjög ljósa húð. Meira hér.

MAC Mineralize Concealer 

MKFT09

Mjög góður hyljari sem inniheldur steinefni. Ég hef verið að nota of þykkan hyljara í of langan tíma og þessi er mjög kærkominn þar sem hann er léttur en þekur vel. Ég tók hann í lit NC15. Meira hér.

Báðar vörurnar eru í mjög ljósum tónum þar sem húðin mín verður alveg einstaklega hvít á veturna. Einnig passa ég upp á að sami tónn sé á andliti og á líkama – annað er heldur óheppilegt

xx

Andrea Röfn

NEW IN

ACCESSORIESH&MNEW INSNYRTIVÖRUR

Þessa trylltu hringa fékk ég í H&M um helgina, ásamt mörgum öðrum

Ég keypti þrjú hringaspjöld með nokkrum hringum á, þetta er fyrsta samsetningin

Ég skellti líka á mig smá naglalakki til að taka þátt í #TRENDNEGLUR leiknum okkar – endilega takið þátt, síðasti dagurinn er í dag

Næst á dagskrá er að heimsækja góða vini okkar Gulla í Alkmaar, mikið er ég spennt :)

xx

Andrea Röfn