fbpx

BIOEFFECT 30 DAY TREATMENT

SNYRTIVÖRUR

Færslan er unnin í samstarfi við BIOEFFECT

#samstarf

Fyrr á árinu heimsótti ég BIOEFFECT höfuðstöðvarnar á Íslandi. Þar fékk ég kynningu á vörum fyrirtækisins og vísindunum á bakvið þær. Flestir með áhuga á húðumhirðu ættu að þekkja merkið sem er íslenskt, þróað og framleitt á Íslandi og selt um heim allan. Fram að heimsókn minni hafði ég eingöngu notað hina margverðlaunu EGF serum dropa og hafði góða reynslu af þeim, en þeir áttu þó enn eftir að verða hluti af minni daglegu húðrútínu.

Fyrir kynninguna hafði ég gefið innihaldsefnum í húð- og snyrtivörum lítinn sem engan gaum, en vissi þó alltaf um nokkur efni sem bæri helst að forðast. BIOEFFECT vörurnar innihalda fá efni, til að mynda inniheldur EGF serumið einungis 7 efni. Vörurnar innihalda engin rotvarnar- eða fylliefni og engin ilmefni, alkóhól eða olíu.

Vísindin að baki BIOEFFECT þykja mér mjög heillandi;

BIOEFFECT var stofnað af þremur vísindamönnum á Íslandi sem beittu líftækni við þróun nýrra og sérvirkra próteina í plöntum til að nota við rannsóknir í lækningaskyni. Þessi sértæka líftækni byggir á skilningi okkar á táknmáli genanna. Genin búa t.d. yfir forskrift að því hvernig frumuvakinn EGF (Epidermal Growth Factor) er búinn til. Þessi forskrift er afrituð og táknin færð inn í erfðamengi byggplöntunnar og EGF þannig búið til inni í fræjum plöntunnar sem gegnir eiginlega hlutverki hýsils. Frumuvakinn verður þannig fullkomin eftirgerð af EGF vaxtarþættinum í mannshúðinni sem skynjar hann sem sinn eigin. Byggið er ræktað í vikri og vökvað með tæru, íslensku jökulvatni.

Þegar við eldumst dregur smám saman úr framleiðslu á kollageni, elastíni og EGF, próteininu sem mannslíkaminn myndar til að flýta fyrir endurnýjun húðfrumna. Húðin þynnist, yfirbragð hennar verður dauflegra og hrukkur byrja að myndast. BIOEFFECT húðvörurnar færa húðinni EGF. Þessi mikilvægi frumuvaki sem búinn er til í plöntum sendir húðfrumunum skilaboð um viðhald og endurnýjun húðarinnar og hvetur frumurnar til góðra verka. Útkoman er sú að húðin þykknar og mýkist, rakastigið hækkar en fíngerðu línunum fækkar.

Í dag eru vörur BIOEFFECT fáanlegar í 28 löndum allt frá Ástralíu, Japan, Kína og til Panama í Mið-Ameríku. Vörurnar eru dásamaðar af stórstjörnum líkt og Karl Lagerfeld, Jessica Alba, Taylor Swift, Sienna Miller, og Mick Jagger. Þar að auki er umfjöllun um vörumerkið fastur liður í stærstu tímaritum heims, til dæmis Vogue, Elle, Marie Claire og Porter Magazine. Að lokum hefur BIOEFFECT hlotið yfir 20 alþjóðleg verðlaun frá blöðum á borð við Madame Figaro, Harper’s Bazaar, inStyle, and Marie-Claire.

Fyrir sléttum 20 dögum byrjaði ég á 30 Day Treatment frá BIOEFFECT, en samsetning efnanna í dropunum er hugsuð sem átaksmeðferð ásamt venjulegri huðmeðhöndlun. Í 30 daga læt ég húðdropa á hreina húðina, kvölds og morgna. Ef planið er að farða sig er mikilvægt að bíða í 10 mínútur eftir að droparnir eru settir á, áður en aðrar vörur eru notaðar á andlitið.

Ég sé nú þegar mikinn mun á húðinni, fínu línurnar eru orðnar ennþá grynnri og áferð húðarinnar er mun sléttari og fallegri. Ég finn líka fyrir breyttu rakastigi, en hingað til hef ég verið með þurra húð, sem ég fékk staðfest við prófun húðarinnar sem var gerð í heimsókninni. 30 daga meðferðina er hægt að notast við 1-4 sinnum á ári. Þar sem húðin mín er nokkuð góð myndi ég vilja notast við hana tvisvar á ári, og prófa hana aftur að veturlagi. Þá er húðin mín mun þurrari og örlítið erfiðari en að sumri til.

Vörurnar frá BIOEFFECT fá mín allra bestu meðmæli – íslenskt já takk!

Andrea Röfn

SPA WEEKEND

Skrifa Innlegg