LAST NIGHT

ANDREA RÖFNPERSÓNULEGT

Ísland á HM! Ég býst við því að þið vitið það öll en í gærkvöldi tryggði Íslenska karlalandsliðið sér sæti á HM í Rússlandi 2018. Þessi litla þjóð okkar heldur áfram að toppa sig og verður fámennasta þátttökuþjóð í sögu heimsmeistaramótsins. Þvílíkt afrek sem eflaust flesta leikmenn og fótboltaáhugamenn hefur dreymt um frá því æsku!

Við Arnór fögnuðum í gær eftir leik ásamt glæsilegu föruneyti, hópnum, starfsfólki og aðstandendum. Þetta var ótrúlegt kvöld og mikil stemning en fögnuðurinn var haldinn á Petersen svítunni í Gamla Bíó. Dagurinn í dag hefur verið heldur rólegur og ansi sunnudags-legur enda ekki vaninn að skemmta sér fram á nótt á mánudegi. En í gær var svo sannarlega tilefni til þess.

Ég er svo óendanlega stolt af stráknum mínum að ég á erfitt með að koma því í orð! <3

Bolurinn minn er úr Yeoman Skólavörðustíg. Jakkinn hans Arnórs er frá Norse Projects úr Húrra Reykjavík.

Andrea Röfn

WINTER WONDERLAND

PERSÓNULEGT

Síðustu helgi eyddi ég á Snæfellsnesinu, en við Heba vinkona mín drifum okkur þangað á laugardaginn í þeim tilgangi að vinna í BS ritgerðinni okkar. Okkur brá jafn mikið og öllum öðrum Íslendingum þegar við vöknuðum daginn eftir og litum út um gluggann, allur þessi snjór á einni nóttu.. lord. Til að komast í bæinn fyrir myrkur ákváðum við að vera skynsamar og byrja að koma bílnum úr hlaðinu um 4 leytið. Það fór ekki betur en svo að við vorum í klukkutíma að moka snjó frá bílnum. Eins ógeðslega pirrandi og þetta var þá, spring ég úr hlátri við að hugsa um þetta núna. Við klikkuðum báðar á því að documenta þetta bíó en ég get allavega sagt ykkur að þetta var vægast sagt fyndið. Ekki nóg með það að hafa mokað snjó í klukkutíma fattaði ég eftir 40 mínútna akstur að tölvan mín hafði orðið eftir í bústaðnum og því lengdist bílferðin heim um góða tvo tíma. Stundum er mér bara ekki viðbjargandi.

Allavega, þessar myndir voru allar teknar áður en bíóið á sunnudaginn hófst. Mjög hugguleg helgi hjá okkur vinkonunum.

Úlpa: Jökla Parka frá 66° Norður

Sólgleraugu: Dior

xx

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn og snapchat: andrearofn

OPNUN HÚRRA REYKJAVÍK

ANDREA RÖFNHÚRRA REYKJAVÍKPERSÓNULEGT

Á fimmtudaginn, þann 18.08 ’16, opnar kvenfataverslunin Húrra Reykjavík. Að baki er mikill og langur undirbúningur og ég get sagt það með sönnu að útkoman er stórglæsileg. Við höfum ráðið til liðs við okkur þrjár frábærar stelpur sem munu vinna með mér í versluninni og hlakka ég mikið til samstarfsins.

Mér og Húrra Reykjavík genginu þætti ótrúlega vænt um að sjá ykkur sem flest í opnuninni!

Húrra Reykjavík

Húrra Reykjavík 2

Svo verð ég með TRENDNET snapchat-ið á morgun og sýni frá undirbúningnum, endilega fylgist með á trendnetis

xx

Andrea Röfn

instagram: @andrearofn
snapchat: andrearofn

SAINT TROPEZ

PERSÓNULEGTTRAVEL

Í Frakklandsferð okkar fjölskyldunnar áttum við viðkomu á mörgum fallegum stöðum. Einn þeirra var Saint Tropez, sem liggur við hliðina á Sainte Maxime þar sem við dvöldum lengst. Við gerðum okkur dagsferð til Saint Tropez og tókum þangað bát frá Sainte Maxime, en það tók okkur einungis 10 mínútur. Við röltum um bæinn sem var afar fallegur en lengstum tíma eyddum við þó á bar við bátahöfnina og fylgdumst með snekkjunum og mannlífinu, sem afsakar fjölda mynda sem teknar voru á staðnum. Ég ætla svo að segja ykkur meira frá Frakklandsferðinni á næstunni.

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

OUTFIT

Kjóll: Libertine Libertine
Skór: Nike Mayfly Woven
Sólgleraugu: DIOR

Processed with VSCO with f2 preset

Að lokum vil ég lýsa yfir djúpri sorg vegna atburðanna sem áttu sér stað í Nice í gærkvöldi. Hugur minn og hjarta er hjá Frökkum og öllum þeim sem á nokkurn hátt urðu fyrir áhrifum vegna árásarinnar. Mikið vildi ég að jörðin væri fallegri og friðsælli staður að vera á.

<3

Andrea Röfn  

INSTAGRAM @ANDREAROFN

ANDREA RÖFNINSTAGRAMPERSÓNULEGT

Síðustu vikur hafa verið mjög viðburðaríkar og skemmtilegar. Ég er búin að hafa nóg að gera og keyra mig áfram á metnaði og ákveðni, en sum kvöld hef ég líka fengið það í bakið og þurft að sofa í 10-12 tíma til að ná upp orku á ný. Þar sem ég er alltaf með símann við hönd er ég dugleg að deila momentum á instagram. Hér er brot af því sem ég hef verið að gera síðustu vikur.

7Fór í myndatöku einn dag í síðustu viku með Mark McInnis ljósmyndara frá Portland. Tókum myndir á Skógafossi sem við elskum bæði.

8

Sem fór ekki betur en svo að við urðum næstum því bensínlaus á Skógafossi og þurftum að koma við á bóndabæ til að redda málunum. Enduðum svo inni í kaffi hjá bóndunum sem sögðu okkur skemmtilegar sögur og sýndu okkur myndir af gosinu í Eyjafjallajökli. Ævintýradagur.

1

Sturla Aqua sýning í Húrra Reykjavík

26

Pabbi átti afmæli og ég dýrka þessa mynd af honum

2

Við Óli Þór frændi minn á opnun OR Type x 66°North á Hönnunarmars

17

Fór til Köben í nokkra klukkutíma og náði smá quality time með Köben stelpunum mínum

13

..og flottri mynd af Nyhavn

3

Uppáhalds peysan mín í augnablikinu er Bylur frá 66°North

22

Laugardagsrúntur með mömmu. Billionaire Boys Club, eitt af uppáhalds fatamerkjunum mínum, like-aði þessa mynd. Vissi ekki hvert ég ætlaði, haha :-)

29

Á fundi í Köben. Eyrnalokkurinn sem ég er með er frá Suður Afríku.

12

Eftir sjö mánuði í burtu komst ég loksins upp í bústað. Hef ekki komið síðan um verslunarmannahelgina. Þarna líður mér best.

5

Tilbúin fyrir árshátíð HR. Hauskúpurnar fyrir aftan eru eftir Nonna í DEAD

34

Bomber: Inklaw
Peysa: second hand í Rotterdam

11

Stundum nennir maður ekki að labba inn í skólann ef það er vont veður úti og maður er í hvítum gallajakka. Þá til dæmis hendir maður í mynd með kaffibollanum sínum.
Ég mæli svo mikið með kaffinu á Kaffi Vest. Það er á öðru leveli og þar að auki er hægt að fá haframjólk sem er bæði mjög góð og hentar vel fyrir mjólkuróþols vesalinga eins og mig.

6

Eftir 5 tíma svefn og mikið stuð á árshátíð HR reif ég mig upp til að fara í próf í Mood Make-Up School. Að sjálfsögðu crashaði ég um leið og myndatökunni lauk, en myndin kom mjög vel út. Það kemur lítið á óvart því þessi ofurmaður og góði vinur tók hana. Helgi er svo mikið bestur.

16

18

Á Strikinu með rokkstjörnulæti. Óli Alexander vinur minn og hljómsveitarmeðlimur VÖK bað mig um að „pikka upp einn pedal” þegar ég var í Köben, hahaha.

15

Afmælisbarn. Fékk þennan FILA topp í UO í Köben. Love it.

27

Han Kjobenhavn er uppáhalds sólgleraugnamerkið mitt. Fæst í Húrra Reykjavík.

28

Tríó

24

Sturla Aqua tríó

23

A d i d a s

36

Við Sigrún nýkomnar með gat í eyrað að reyna að sýna ekki hvað okkur var illt…

20

Libertine Libertine verður fáanlegt í Húrra Reykjavík dömu. Eitt fallegasta merki sem ég veit um.

33

Soulsisters

31

Loksins komst ég á bretti í geðveiku færi

4

Árshátíðar ladies

21

Við Jón Davíð í eins jökkum frá Han Kjobenhavn

30

Carhartt fundur í Köben. Er svo spennt að eignast þennan gallasamfesting að þið skiljið það ekki!!

9

Með skvísulæti nýkomnar af Tattoo og Skart

25

Yndislegu mágkonur mínar. Mamma bauð okkur í dinner.

35

Óli – Andrea – Jesper á GEIST í Köben. Ekkert smá góður og töff veitingastaður sem ég mæli hiklaust með.

19

Stundum líður mér svona þegar ég átta mig á því að ég þarf líka að læra..

14

32

Ásdís Björk er mjög mikilvæg vinkona. Alltaf gaman hjá okkur hvort sem það er á Íslandi, Köben eða í Suður Afríku38

37

Úr myndatöku í fyrradag með ljósmyndaranum Chris Kerksieck (@chriskerksieck). Magnaður einstaklingur sem var ótrúlega gaman að rúnta um landið með. Hann er, líkt og ég og Mark, ástfanginn af Skógafossi. Þessa mynd tók Johannes, ljósmyndari frá Þýskalandi sem Chris þekkir í gegnum instagram. Það er svo geggjað hversu margir eru að nýta sér þennan samfélagsmiðil til að byggja upp frama. Þeir hafa báðir gert það og kynnst öðru fólki, til dæmis hvorum öðrum, bara með því að tengjast á instagram.

Endilega fylgist með mér á instagram: @andrearofn

xx

Andrea Röfn

BIRTHDAY GIRL

ANDREA RÖFNOUTFITPERSÓNULEGT

Í gær átti ég afmæli og fagnaði 24 árum!

Dagurinn var frábær og innihélt fund, hádegismat á Gló, heilnudd og baðstofu í Laugar spa og kvöldstund með fjölskyldu og vinum. Mamma og pabbi héldu heljarinnar humarveislu fyrir fjölskylduna og svo komu nokkrir vinir í kaffi og köku eftir það.

Klárlega skemmtilegasti mánudagur hjá mér í langan tíma.

IMG_3768

Outfit

Buxur: Forever 21
Bolur: hjálpræðisherinn í NY
Leðurjakki: second hand
Gervipels: GUESS
Sneaks: Adidas Originals

arj

Outfit

Buxur: ZARA
Bolur: hjálpræðisherinn í NY

xx

Andrea Röfn

HÚRRA REYKJAVÍK 2.0

ANDREA RÖFNPERSÓNULEGTWORK

 

English below!

8

Á árinu verður ný verslun HÚRRA REYKJAVÍK opnuð fyrir kvenþjóðina

Verslunarstjóri: yours truly!

Ég er sjúklega spennt fyrir komandi tímum og fyrir nýja starfinu mínu. Flest ykkar þekkið eflaust herrafataverslunina Húrra Reykjavík en hún hefur verið starfandi í rúmt eitt og hálft ár við góðan orðstír herramanna landsins. Seinna á árinu verða vörur á sama kaliberi loksins fáanlegar kvenþjóðinni. Sneakers, sneakers, sneakers.. og að sjálfsögðu fullt af fallegum fötum!

Síðustu helgi var ég stödd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn ásamt verslunareigendunum þeim Jóni Davíð og Sindra Jenssyni, og verslunarstjóranum Óla Alexander. Þar fóru innkaup fyrir Húrra Reykjavík fram.

3

2

4

1

7

IMG_0082

5

6

Stay tuned, þetta verður klikkað.

xx

Andrea Röfn

fylgist með mér á instagram: @andrearofn & snapchat: andrearofn
follow me on instagram: @andrearofn & snapchat: andrearofn

—-

English

This year a new HÚRRA REYKJAVÍK store will be opened for females.

Store manager: yours truly!

I’m super excited for the coming months and for my new job. A lot of you might know the menswear store Húrra Reykjavík, which has been active for almost two years. Later this year, similar products will finally be available for the women of Iceland. Sneakers, sneakers, sneakers.. and of course a lot of beautiful clothes!

I spent last weekend in Copenhagen, along with the store owners Jón Davíð and Sindri, and the men’s store manager Óli Alexander. There, we did our brand selections and orders for Húrra Reykjavík.Stay tuned.xxAndrea Röfn

SMÁRALIND Á SNAPCHAT

PERSÓNULEGT

Ég tek yfir aðgang Smáralindar á snapchat á morgun. Þar ætla ég að kíkja í búðir og sýna ykkur allt það fína sem finna má í Smáralind þessa dagana.

Vona að þið fylgist með!

Snapchat: smaralind

IMG_8443-620x775

-1

xx

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram @andrearofn

Follow me on instagram @andrearofn

HÁTÍÐARKVEÐJA FRÁ AFRÍKU

JÓLPERSÓNULEGTTRAVEL

Gleðileg jól kæru lesendur!

Ég held upp á jólin ásamt fjölskyldunni í Cape Town – Suður Afríku og get ekki beðið eftir að segja ykkur betur frá þessum gullfallega stað!

Þangað til njótið jólanna með ykkar nánustu, hvar sem þið eruð stödd í heiminum. Þetta er yndislegasti tími ársins!

Merry Christmas dear readers!

I’m celebrating Christmas along with my family in Cape Town – South Africa. I can’t wait to tell you more about this beautiful country!

Until then, enjoy the holidays. It’s the most wonderful time of the year!

1236926_10153744489565600_3116453110156845070_n

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_0009

IMG_9968  IMG_0584

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_0538

Processed with VSCOcam with f2 preset

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn

Folloq me on instagram: @andrearofn

xx

Andrea Röfn

OUTFIT

OUTFITPERSÓNULEGT

Í dag er merkum áfanga fagnað, 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Til hamingju kæru konur og karlar, ég er stolt af því að fagna þessum degi í dag.

Miðvikudagurinn var heldur betur ljúfur og þjóðhátíðardeginum var fagnað. Það er alltaf jafn notalegt að rölta með fjölskyldunni niður í bæ og setjast á kaffihús. Langþráð quality time en fjölskyldan hefur verið út og suður um allan heim síðustu vikurnar.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset
Buxur: Allsaints
Skyrta: Allsaints
Kögurjakki: Zara
Leðurjakki: Urban Renewal
Skór: Jordan 1
Derhúfa: the North Face

Þið takið kannski efir því að leðurjakkinn er í uppáhaldi hjá mér. Hann einfaldlega passar við allt og er ótrúlega þægilegur. Svo er derhúfuæðið mitt einnig komið á næsta level.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Aron:
Peysa: Polo Ralph Lauren
Buxur: Topman
Skór: Nike
Sólgleraugu: Gleraugað (bláu húsunum við Faxafen)

Ég heimtaði að fá að taka myndir af Aroni litla bróður mínum. Hann er mikið fyrir að skoða og kaupa sér föt. Ég stelst mjög oft í fötin hans og hann meira að segja stelst í jakka og húfur af mér.

Processed with VSCOcam with f2 presetProcessed with VSCOcam with f2 presetSystkinin

 

Ég vona að þið eigið góða helgi

xx
Andrea Röfn