fbpx

SÆNSKI DRAUMURINN

OUTFITPERSÓNULEGTSVÍÞJÓÐ

Við litla fjölskyldan áttum dásamlegan dag í enn betri félagsskap fyrir stuttu. Arnór var í fríi og við ákváðum að fara í smá roadtrip, en suður Svíþjóð hefur að geyma endalaust af fallegum perlum sem við elskum að skoða og kynnast þegar tími gefst. Á austurströndinni hittum við Elísabetu og fjölskyldu, tókum picknick á ströndinni og enduðum í pizzu á litlum bóndabæ. Fullkominn dagur sem gaf mikla hlýju í hjartað. Ég mæli með færslunni hennar hér, stútfull af myndum og upplýsingum um sænsku sæluna.

Mesh toppur frá Hildi Yeoman, minni allra uppáhalds. Hann er úr nýju línunni hennar Cheer Up! og fæst hér og í Yeoman, Skólavörðustíg. Fullkominn fyrir helgina eða veislurnar á næsta leyti. Ég er by the way að elska þessa línu, svo sumarleg og skemmtileg og inniheldur fullt af fallegum gersemum.

<3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

 

OUTFIT

Skrifa Innlegg