VINNINGSHAFI – HILDUR YEOMAN

GJAFALEIKUR

Kærar þakkir fyrir þátttökuna í Hildar Yeoman gestaleiknum!

Það er ljóst að hönnun Hildar er vinsæl og það gladdi mig mikið á útskrift litla bróður míns í gær að sjá eina glæsilega útskriftarstelpu í kjól frá henni. Það voru svo nokkrar flottar stelpur sem ég rakst á á instagram í gær sem geisluðu í hönnun Hildar.

Til hamingju Ólöf Sigríður Jóhannsdóttir – þú getur sótt nýja bolinn þinn í Kiosk á Laugavegi!

xx

Andrea Röfn

HILDUR YEOMAN – GJAFALEIKUR

GJAFALEIKUR

Hildur Yeoman er einn af mínum allra uppáhalds hönnuðum. Við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina og það hefur verið mjög gaman að fylgjast með henni vaxa sem fatahönnuður.

Á Hönnunarmars sýndi ég fyrir hana ásamt fríðu föruneyti fatalínuna Flóru. Sýningin var ekki hefðbundin tískusýning heldur innihélt hún dans frá mjög hæfileikaríkum stelpum undir tónlist hljómsveitarinnar The Goslings. Mikil orka og fegurð í einni sýningu.

Ég átti leið hjá Kiosk Laugavegi í gær, en þar fást vörurnar hennar Hildar. Þetta eru mín uppáhalds piece þessa stundina:

 

Ég er svakalega hrifin af bolnum sem ég klæðist hér á síðustu þremur myndunum, en bolirnir eru nýlentir í Kiosk. Ég sé bolinn fyrir mér við gallabuxur, leðurbuxur og leðurpils.

Okkur Hildi langar mikið að gefa einum heppnum lesanda svona bol. Til að eiga möguleika á því að vinna þarftu að:

– Like-a þessa færslu
– Like-a Trendnet og Hildi Yeoman á Facebook
– Skrifa fullt nafn í comment við þessa færslu

Við veljum eina heppna um helgina!!

xx

Andrea Röfn

TRIBO – GJAFALEIKUR

GJAFALEIKURTRIBO

Vinkona mín Elsa Harðar gerir ótrúlega falleg hálsmen sem hún hannar undir nafninu Tribo. Öll hálsmenin eru handgerð af Elsu úr portúgölskum bómull og perlum. Þannig er ekkert hálsmen eins og hvert og eitt hálsmen hefur sinn sjarma. Hálsmenin eru bæði fáanleg mjög litrík en einnig í látlausari litasamsetningum og mér finnst henni takast mjög vel til með fallegar litasamsetningar.

t5

t3

t6

t4

t1

t2

Ég fékk mitt eigið hálsmen í gull/hvít/svartri litasamsetningu sem ég er ótrúlega hrifin af…

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Okkur langar að gefa lesendum Trendnets tækifæri á að eignast Tribo hálsmen! Til að eiga möguleika þurfið þið að:

– Fylgja @tribo.neck á instagram
– Setja like við þessa færslu
– Skrifa comment við þessa færslu með fullu nafni. Þið megið líka endilega skrifa afhverju ykkur langar í hálsmenið eða deila því hvert er ykkar uppahalds.

Við drögum svo út einn heppinn lesanda á föstudaginn sem fær Tribo hálsmen að eigin vali. Hálsmenin fást í Level í Mosfellsbæ.

xx

Andrea Röfn

VINNINGSHAFAR Í GJAFALEIK LINDEX X KATE HUDSON

GJAFALEIKUR

Þá er komið að því að tilkynna vinningshafana tvo í gjafaleiknum sem fá sína draumaflík úr nýjustu fatalínu Lindex: Edited by Kate Hudson. Alls voru 360 lesendur sem tóku þátt með því að skilja eftir komment. Það er rosalegt!

Vinningshafarnir heppnu eru

W

1

2

Til lukku Sandra og Hrefna. Þetta eru virkilega fallegar flíkur sem þið óskuðuð ykkur og munu eflaust koma sér vel í vor og sumar. Sendið mér póst á andrea@trendnet.is til að fá frekari upplýsingar um hvernig þið nálgist vinninginn ykkar.

Takk kærlega fyrir þátttökuna. Þetta er fyrsti gjafaleikurinn á blogginu mínu – mikið er þetta gaman! Klárlega eitthvað sem verður aftur :)

xx

Andrea Röfn

GJAFALEIKUR – LINDEX: EDITED BY KATE HUDSON

GJAFALEIKUR

Þessa dagana er ný fatalína að líta dagsins ljós í verslunum LINDEX. Fatalínan heitir Edited by Kate Hudson og er samstarf Lindex og Kate Hudson.

Lindex1

Fílingurinn í Edited by Kate Hudson er frekar bóhem; fjaðrir, kögur, mynstur og bæði skærir og fölir litir og línan inniheldur fallegar flíkur í bland við skartgripi og fylgihluti. Kate er sjálf andlit fatalínunnar og er að mínu mati fáranlega flott í herferðinni. Það er skemmtilegt að sjá svo stórt nafn í samstarfi við Lindex tískurisann sem hefur farið ört stækkandi síðustu ár.

Mig langar til að gefa tveimur heppnum lesendum eina flíkina hvor úr þessari fallegu fatalínu. Það sem þið þurfið að gera er að:

– Kommentið hér að neðan, segið númerið á ykkar uppáhalds flík og afhverju ykkur langar í hana
– LIKE-ið færsluna
– LIKE-ið við Trendnet á Facebook

Á sunnudaginn tilkynni ég einstaklingana tvo sem detta í lukkupottinn og fá sína uppáhalds flík frá Lindex!

LINDEX4

LINDEX5

LINDEX6

LINDEX7

LINDEX8

LINDEX9

LINDEX10

LINDEX11

LINDEX12

LINDEX13

LINDEX14

LINDEX15

LINDEX16

LINDEX17

LINDEX18

LINDEX19

LINDEX20

LINDEX21

LINDEX22

LINDEX23

 

LINDEX24

Lindex3

Annars er línan komin í verslun Lindex í Smáralind og þar sem í kvöld fer fram konukvöld Smáralindar mæli ég hiklaust með því að skella sér í smá búðaráp og líta línuna augum.

xx

Andrea Röfn