ANDREA X ASICS X HÚRRA REYKJAVÍK

ANDREA RÖFNHÚRRA REYKJAVÍKWORK

Ég var síðast á Íslandi í byrjun september og nýtti tímann í alls kyns vinnu- og skólatengt. Þar sem ég er flutt út hefur starfið mitt hjá Húrra Reykjavík breyst og ég er ekki lengur verslunarstjóri eins og áður. Það er ansi skrýtið að vera minna í búðinni en blessunarlega er ég ennþá partur af ‘fjölskyldunni’! Ég tók að mér að sitja fyrir í nýrri sendingu af Asics og Onitsuka Tiger ásamt því að stílisera lúkkin. Allir skórnir og fötin eru úr Húrra.

Photos: Snorri Björns
Make-up: Kristín Erla Lína

Andrea Röfn

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat: @andrearofn

ANDLIT FÖRÐUNARBÓK

WORK

Á dögunum var gefin út ný förðunarbók eftir Hörpu Káradóttur sem ber nafnið ANDLIT. Harpa er förðunarfræðingur og að mínu mati ein sú allra færasta hér á landi. Að bókinni komu margir hæfileikaríkir aðilar en myndir bókarinnar eru teknar af Snorra Björns, uppsetning og teikningar í bók var í umsjón Rakelar Tómasdóttur og um útgáfuna sá Björn Bragi.

Förðunarbókin er að mínu mati, og flestra annarra, sú allra glæsilegasta sem gefin hefur verið út hér á landi og þó víðar væri leitað. Hún er vönduð og ekki bara full af fallegum myndum heldur er hún líka uppfull af fróðleik um make-up og húðina. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera módel í bókinni á tveimur opnumyndum. Ásamt mér eru módelin fjölmörg, öll mismunandi og á öllum aldri.

Bókin er tilvalin í jólapakkann og trúi ég því að hún verði mega ‘hit’ þessi jólin!

15032792_1797880470501125_7758405301511297721_n

2 3 4 untitled

Bókin fæst í öllum helstu verslunum landsins

xx

Andrea Röfn

WORK – BLÆTI

WORK

English below

Dagurinn minn byrjaði í myndatöku fyrir nýtt tímarit sem kemur út í næsta mánuði. Tímaritið ber nafnið Blæti og er unnið af fjórum ofursvölum konum, þeim Sögu Sig, Ernu Bergmann, Helgu Dögg og Sigrúnu Eddu. Myndatakan var á svítu á Oddsson, sem er tryllt location, húsgögnin og hönnunin þarna eru á öðru leveli. Saga Sig tók myndirnar, Erna Bergmann sá um styling og Flóra Karítas sá um make-up.

Við Húrra Reykjavík stelpurnar vorum svo í annarri myndatöku fyrir Blæti í síðustu viku sem fór fram úti á Granda og var líka mega mega flott.  Ég hlakka mikið til að sjá blaðið sem mun innihalda ógrynni af fallegum myndum, greinum og ljóðum. Fylgist endilega með þeim á instagram: @timaritidblaeti.

untitled

My day started off with a photoshoot for a new magazine launching next month. The magazine’s name is Blæti and the women behind it are Saga Sig, Erna Bergmann, Helga Dögg and Sigrún Edda. The shoot was at a suite at Oddsson hostel, which is an extremely nice location, the furniture and design there is on another level. Last week, me and the girls from Húrra Reykjavík did another shoot for the magazine which also turned out great. I’m so excited about the magazine which will include a lot of beautiful photos, articles and poems. Feel free to follow them on instagram: @timaritidblaeti.

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram @andrearofn og snapchat: andrearofn

Follow me on instagram @andrearofn and snapchat: andrearofn

BEHIND THE SCENES – HILDUR YEOMAN

WORK

Transcendence, sýning Hildar Yeoman, fór fram í upphafi mánaðar í tilefni Listahátíðar. Sýningin var haldin í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi sem er fallegt og hrátt rými með stóru túni að framan og útsýni yfir hafið.

Ég var ein fyrirsætanna í sýningunni en ásamt Eskimo fyrirsætum voru dansarar undir stjórn Valgerðar Rúnars dansandi um rýmið í hönnun Hildar. Sýningin var með óhefðbundnu sniði en í stað þess að labba tískupall gengu fyrirsæturnar um rýmið í takt við fallega tóna Jófríðar Ákadóttur. Þá voru einnig myndbönd eftir Mána Sigfússon í spilun og myndir eftir Sögu Sig hengu á veggjunum. Umgjörðin var hönnuð af Daníel Björnssyni. Make up var í umsjón Fríðu Maríu með vörum frá MAC og hár í umsjón Theodóru með vörum frá Davines

Þetta var ótrúlega falleg og vel heppnuð sýning sem er gaman að hafa verið partur af. Ég var líka partur af myndatökunni, bæði ljósmyndum og myndböndum, og hlakka til að sýna ykkur þá útkomu.

My lookProcessed with VSCO with f2 preset

image


image

Processed with VSCO with f2 preset

Við Sunna & Brynja ásamt drottningunni Hildi. Innilega til hamingju aftur elsku Hildur, þú toppar þig með hverju árinu <3

xx

Andrea Röfn

 

HÚRRA REYKJAVÍK 2.0

ANDREA RÖFNPERSÓNULEGTWORK

 

English below!

8

Á árinu verður ný verslun HÚRRA REYKJAVÍK opnuð fyrir kvenþjóðina

Verslunarstjóri: yours truly!

Ég er sjúklega spennt fyrir komandi tímum og fyrir nýja starfinu mínu. Flest ykkar þekkið eflaust herrafataverslunina Húrra Reykjavík en hún hefur verið starfandi í rúmt eitt og hálft ár við góðan orðstír herramanna landsins. Seinna á árinu verða vörur á sama kaliberi loksins fáanlegar kvenþjóðinni. Sneakers, sneakers, sneakers.. og að sjálfsögðu fullt af fallegum fötum!

Síðustu helgi var ég stödd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn ásamt verslunareigendunum þeim Jóni Davíð og Sindra Jenssyni, og verslunarstjóranum Óla Alexander. Þar fóru innkaup fyrir Húrra Reykjavík fram.

3

2

4

1

7

IMG_0082

5

6

Stay tuned, þetta verður klikkað.

xx

Andrea Röfn

fylgist með mér á instagram: @andrearofn & snapchat: andrearofn
follow me on instagram: @andrearofn & snapchat: andrearofn

—-

English

This year a new HÚRRA REYKJAVÍK store will be opened for females.

Store manager: yours truly!

I’m super excited for the coming months and for my new job. A lot of you might know the menswear store Húrra Reykjavík, which has been active for almost two years. Later this year, similar products will finally be available for the women of Iceland. Sneakers, sneakers, sneakers.. and of course a lot of beautiful clothes!

I spent last weekend in Copenhagen, along with the store owners Jón Davíð and Sindri, and the men’s store manager Óli Alexander. There, we did our brand selections and orders for Húrra Reykjavík.Stay tuned.xxAndrea Röfn

WORK: ADL MUSIC VIDEO

ANDREA RÖFNSÆNSKTTÓNLISTWORK

English below!

Síðasta vor var ég bókuð í verkefni með sænska tónlistarmanninum ADL. Ég var fengin til að vera í nýju tónlistarmyndbandi hans sem tekið var upp hérna á Íslandi. Tökuliðið var sænskt og ég gat því æft sænskuna mína ágætlega þessa daga á meðan tökunum stóð. Við tókum upp víða um Suðurlandið og Suðurnesin þannig þetta var mjög skemmtilegt roadtrip í leiðinni.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Lagið er í miklu uppáhaldi hjá mér sjálfri og ég get hlustað endalaust á það. Adam Baptiste (ADL) er rappari, lagahöfundur og producer. Hann er mjög duglegur og metnaðarfullur og ég hef aldrei hitt mann með jafn mikla ástríðu fyrir tónlist. Söngvarinn í viðlaginu er Joakim Berg, aðalsöngvari hljómsveitarinnar KENT. Sú hljómsveit er ein frægasta hljómsveitin í Svíþjóð og eiga þeir stað í hjörtum margra Svía. Röddin í byrjun er svo mín eigin, ó hvað mér fannst erfitt að hlusta á hana þegar myndbandið kom út!

Í haust var ég í party-i í Rotterdam hjá sænskri vinkonu minni. Playlistinn hennar rúllaði og allt í einu heyri ég röddina mína í hátölurunum. Þá var lagið á listanum hennar og í miklu uppáhaldi hjá henni. Það sama gerðist í Århus á svipuðum tíma en þá náði Leifur vinur minn að greina röddina í byrjun og fatta að það var ég sem var að tala – hversu skarpur? Lítill heimur!

Þetta var ótrúlega skemmtilegt og öðruvísi verkefni og ég er mjög ánægð með útkomuna. Ég vona að þið fílið lagið og myndbandið – endilega segið mér hvað ykkur finnst!

 

Director: Isak Lindberg
Dop: Erik Henriksson
1st-AC: Oscar Poulsen
Line producer: Hrafnhildur Heba Júlíusdóttir
Actor: Andrea Röfn Jónasdóttir
Colorist: Oskar Larsson

IMG_1564

Processed with VSCOcam with f2 presetIMG_1601

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_1648

IMG_1635

ENGLISH:

Last spring I was booked for a job with the Swedish music artist ADL. I was booked for his music video which was filmed here in Iceland. The film crew was Swedish so I got the opportunity to practice my Swedish a little bit! We filmed the video in various places on the South coast and Southern peninsula, so it turned out to be a fun road trip too.

I really like the song myself and I listen to it a lot. Adam Baptiste (ADL), is a rapper, songwriter and producer. He is a hard worker and I’ve never met anyone with greater passion for music than him. The singer, Joakim Berg, is the lead singer of KENT, one of Sweden’s most loved music bands. The voice in the beginning is my own voice, oh how hard it was for me to listen to myself when I first saw the video!

A funny thing happened in Rotterdam last fall, I was at a party at my friend’s apartment and her playlist was on. Suddenly I hear my own voice in the speakers. Turned out she really liked the song and had it on her playlist. The same thing happened to my friend Leifur at a party in Århus, the song came on and he figured out the voice in the beginning was mine, without having heard the song before. How sharp? The world is so small!

I really hope you like the song and the video! It was a really fun and different job and I’m happy with the outcome.

xx

Andrea Röfn

ME BY ALEXANDRA KRISTJÁNS

ANDREA RÖFNWORK

Þegar ég var heima á Íslandi í október kom ég við niðri í Eskimo. Það er mjög mikilvægt að endurnýja myndirnar sínar reglulega. Alexandra Kristjáns sem er sjálf model er orðin starfsmaður Eskimo og er mjög flink á myndavélina, þannig að við tókum nýjar og ferskar myndir til að setja í möppuna mína. Alexandra er með síðu þar sem hún uploadar myndunum sínum sem eru allar í frekar svipuðum stíl, svarthvítar og töffaralegt mood. Síðuna getið þið fundið HÉR.

Á sirka korteri vorum við komnar með bunch af myndum – og þessar völdum við til að byrja með;

When I went to Iceland in October I stopped by at Eskimo, my agency. It’s very important to update the portfolio from time to time. Alexandra Kristjáns, who’s a model herself, recently started working at Eskimo. She’s very talented behind the camera so we did a short photoshoot session for my portfolio. Alexandra has a page where she uploads her photos. HERE you can find the page.

In about 15 minutes we already had a bunch of photos – these are the ones we chose in our first scroll through the bunch;

12185501_978579302212442_5294874061280175726_o

andrea1

andrea3

andrea6

 

andrea4

andrea16 andrea17 andrea19 andrearofn12

andrea23 andrea21

IMG_8443

 I hope you like!!

xx

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram @andrearofn

Follow me on instagram @andrearofn

BERGLIND ÓSKARS LOOKBOOK BY SAGA SIG

WORK

Recent work: Lookbook fyrir Berglindi Óskars en línan er útskriftarlína hennar úr LHÍ.

Ég ELSKA litina, sniðin og detailin og leið svo ofur-töffara-kvenlega í hverri einustu flík.

-1 -2

-3 1

2

berglindoskars2 3 12

berglindoskars 13 16 36  berglindoskars1

Photos: Saga Sig
Make up + hár: Flóra Karítas
Assistant: Arlena Armstrong

Ég elska líka fílinginn í myndunum og make-up + hár lúkkið. Eitthvað svo effortless en samt spes.

Er mega mega mega ánægð með útkomuna – eins og þið hafið kannski tekið eftir á instagram síðunni minni!  -> @andrearofn

Endilega kíkið á www.berglindoskars.com, það verður gaman að fylgjast með Berglindi sem er ótrúlega hæfileikarík og yndisleg.

xx

Andrea Röfn

FLOAT – NEW WORK

WORK

Nýlega átti ég mesta lúxus vinnudag sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Það eina sem ég þurfti að gera var að slaka á, fljóta og njóta. Myndatakan var fyrir íslenska vörumerkið FLOAT.

Fyrir næstum þremur árum átti ég reyndar svipaðan lúxusdag en þá tókum við fyrstu myndirnar af Float. Sú myndataka skilaði Float bæði innlendum og erlendum hönnunar- og auglýsingaverðlaunum, mont! Það var því ekkert verið að breyta út af vananum og sama gengið hélt af stað í þessa myndatöku.

Myndir: Gunnar Svanberg
Make-up: Guðbjörg Huldís
FLOAT: Unnur Valdís & Einar

©GUSKehf_FLOAT_4786Float er slökunarvara gerð til að upplifa djúpa og nærandi slökun í vatni. Float er innblásið af íslenskri bað- og sundlaugarmenningu. Með Float upplifir maður sælu og kyrrð, finnur vöðva slakna og blóðþrýstingurinn lækkar á leið manns í djúpslökun. Flot minnkar áhrif streitu, getur minnkað verki í líkamanum, flýtir fyrir endurhæfingu líkamans eftir meiðsli og getur dregið úr áhrifum svefnleysis, þunglyndis og kvíða. Eftir stund á floti endurheimtir maður skýrleika, einbeitingu og er endurnærður bæði andlega og líkamlega.

©GUSKehf_FLOAT_4110

©GUSKehf_FLOAT_4792

Myndirnar voru teknar á tveimur stöðum, í Gömlu Lauginni á Flúðum og á Frosti og Funa í Hveragerði. Gamla Laugin er heit náttúrulaug í Hverahólmanum á Flúðum og er vatnið um 38-40°C. Aðstaðan þar er frábær og ég mæli með því að gera sér ferð þangað til að njóta náttúrunnar okkar. Frost og Funi er fallegt hótel í Hveragerði sem er tilvalið fyrir þá sem vilja njóta og vera í tengslum við náttúruna.

©GUSKehf_FLOAT_4782

Float er hannað af Unni Valdísi vöruhönnuði. Síðustu ár hafa samflot farið fram í ýmsum sundlaugum landsins og er þá hægt að fá lánaðan flotbúnað og fljóta með öðrum. Ég mæli með því að fylgjast með Float á facebook hér og á instagram undir notendanafninu @flothetta en þar er Unnur dugleg að auglýsa samflotin. Næsta samflot fer einmitt fram í Breiðholtslaug í kvöld klukkan 20:30. Það er gaman að segja frá því að þessi nýja hönnun frá vatnalandinu Íslandi hefur vakið mikinn áhuga erlendis og nú er það svo að fólk í yfir 25 löndum er að stunda fljótandi slökun með Float.

©GUSKehf_FLOAT_4180

Flotsettin, sem innihalda flothettu og fótaflot, eru seld í Systrasamlaginu á Seltjarnarnesi og í Spark Design Space. Núna fyrir jól fylgir með keyptum settum gjafabréf í Gömlu laugina á Flúðum. Uppskrift að dásamlegri upplifun í einum pakka.

Reynsla mín af Float er frábær. Ég tek sérstaklega eftir áhrifunum sem djúpslökunin hefur á líkama og sál. Ég er ekki stressuð að eðlisfari en samt sem áður finn ég mun á mér fyrir og eftir flot. Mér finnst fátt meira afslappandi en að fljóta og finnst að allir ættu að prófa það.

xx

Andrea Röfn