fbpx

WORK: ADL MUSIC VIDEO

ANDREA RÖFNSÆNSKTTÓNLISTWORK

English below!

Síðasta vor var ég bókuð í verkefni með sænska tónlistarmanninum ADL. Ég var fengin til að vera í nýju tónlistarmyndbandi hans sem tekið var upp hérna á Íslandi. Tökuliðið var sænskt og ég gat því æft sænskuna mína ágætlega þessa daga á meðan tökunum stóð. Við tókum upp víða um Suðurlandið og Suðurnesin þannig þetta var mjög skemmtilegt roadtrip í leiðinni.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Lagið er í miklu uppáhaldi hjá mér sjálfri og ég get hlustað endalaust á það. Adam Baptiste (ADL) er rappari, lagahöfundur og producer. Hann er mjög duglegur og metnaðarfullur og ég hef aldrei hitt mann með jafn mikla ástríðu fyrir tónlist. Söngvarinn í viðlaginu er Joakim Berg, aðalsöngvari hljómsveitarinnar KENT. Sú hljómsveit er ein frægasta hljómsveitin í Svíþjóð og eiga þeir stað í hjörtum margra Svía. Röddin í byrjun er svo mín eigin, ó hvað mér fannst erfitt að hlusta á hana þegar myndbandið kom út!

Í haust var ég í party-i í Rotterdam hjá sænskri vinkonu minni. Playlistinn hennar rúllaði og allt í einu heyri ég röddina mína í hátölurunum. Þá var lagið á listanum hennar og í miklu uppáhaldi hjá henni. Það sama gerðist í Århus á svipuðum tíma en þá náði Leifur vinur minn að greina röddina í byrjun og fatta að það var ég sem var að tala – hversu skarpur? Lítill heimur!

Þetta var ótrúlega skemmtilegt og öðruvísi verkefni og ég er mjög ánægð með útkomuna. Ég vona að þið fílið lagið og myndbandið – endilega segið mér hvað ykkur finnst!

 

https://vimeo.com/144690012

Director: Isak Lindberg
Dop: Erik Henriksson
1st-AC: Oscar Poulsen
Line producer: Hrafnhildur Heba Júlíusdóttir
Actor: Andrea Röfn Jónasdóttir
Colorist: Oskar Larsson

IMG_1564

Processed with VSCOcam with f2 presetIMG_1601

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_1648

IMG_1635

ENGLISH:

Last spring I was booked for a job with the Swedish music artist ADL. I was booked for his music video which was filmed here in Iceland. The film crew was Swedish so I got the opportunity to practice my Swedish a little bit! We filmed the video in various places on the South coast and Southern peninsula, so it turned out to be a fun road trip too.

I really like the song myself and I listen to it a lot. Adam Baptiste (ADL), is a rapper, songwriter and producer. He is a hard worker and I’ve never met anyone with greater passion for music than him. The singer, Joakim Berg, is the lead singer of KENT, one of Sweden’s most loved music bands. The voice in the beginning is my own voice, oh how hard it was for me to listen to myself when I first saw the video!

A funny thing happened in Rotterdam last fall, I was at a party at my friend’s apartment and her playlist was on. Suddenly I hear my own voice in the speakers. Turned out she really liked the song and had it on her playlist. The same thing happened to my friend Leifur at a party in Århus, the song came on and he figured out the voice in the beginning was mine, without having heard the song before. How sharp? The world is so small!

I really hope you like the song and the video! It was a really fun and different job and I’m happy with the outcome.

xx

Andrea Röfn

VIÐTAL: SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Rut

    5. February 2016

    Superkúl! Röddin í byrjun er geggjuð!