FATAMARKAÐIR HELGARINNAR

FLÓAMARKAÐURUMFJÖLLUNVERZLÓ

Á morgun fara fram tveir stórir fatamarkaðir í bænum –

14 Verzlunarskólameyjar selja af sér spjarirnar í Hinu Húsinu

Til sölu verður lítið notaður og nýr fatnaður og skór á góðu verði

10931341_10205400997237722_5812590480168271197_n

11138506_10206731136336153_6258623704437971667_n

Hvar: Hitt Húsið
Hvenær: laugardag frá 13-17

Háskólaport – flóamarkaður á Háskólatorgi

Stúdentaráð Háskóla Íslands mun breyta Háskólatorgi í flóamarkaðinn Háskólaport. Háskólanemar munu standa vaktina og selja allt milli himins og jarðar. Básarnir í ár eru gríðarlega fjölbreyttir og skemmtilegir og eru allir velkomnir.

11136943_10206426400364771_930965726_n

11096289_10206426400164766_1684778976_n

11149153_10206426400444773_783120300_n

Hvar: Háskólatorg
Hvenær: laugardag frá 12-16

Mikið finnst mér þetta sniðugir markaðir. Verzlóstelpurnar eru að útskrifast í vor og mun fatasalan eflaust hjálpa þeim að fjármagna útskriftarferðina. Háskólatorg er líka virkilega skemmtilegur staður og skapast alltaf mikil stemning þar þegar margt fólk er á svæðinu. Munið svo eftir Stúdentakjallaranum í HÍ – en þar er hægt að fá sér alls kyns veitingar, kökur, kaffi og brunch.

Ég mæli með rölti milli markaða á morgun. Það er klárlega það sem ég myndi gera ef prófalærdómurinn væri ekki tekinn yfir.

Góða helgi

xx

Andrea Röfn

MEÐ ALLT Á HREINU

ÍSLENSKTVERZLÓ

Í síðustu viku var ég svo heppin að vera boðið að sjá Með allt á hreinu í Austurbæ, en það er sýning nemenda Verzlunarskóla Íslands þetta árið. Með allt á hreinu er söngleikur  byggður á kvikmynd Stuðmanna frá árinu 1982. Á hverju ári fyrir nemendamótið kemur hellingur af hæfileikaríku fólki úr skólanum saman og setur á svið söngleik sem er svo frumsýndur á nemendamótsdaginn sjálfan. Að því loknu halda sýningar svo áfram fyrir almenning og njóta alltaf mjög mikilla vinsælda!

Söngleikurinn er frábær skemmtun, fullur af orku og miklum húmor. Nemendurnir sýna okkur og sanna enn einu sinni að innan veggja skólans er heilmikið af hæfileikum á öllum sviðum. Krakkarnir fara á kostum sem meðlimir Stuðmanna og Gæranna og leika, syngja og dansa af ótrúlegri innlifun. Ég sá myndina Með allt á hreinu þegar ég var yngri og því var mjög skemmtilegt að horfa á sýninguna og kannast við nokkur atriði. Ég tala nú ekki um öll lög Stuðmanna og Grýlanna sem sungin eru en mörg þeirra þekkir maður og syngur yfirleitt með þegar maður heyrir þau spiluð.

IMG_0337

Gærurnar

IMG_0382Stuðmenn

IMG_0678

IMG_9017

IMG_9764

IMG_0249

Bjartmar Þórðarson leikstjóri með glæsilegum hóp. Tónlistarstjórar eru Kristján Sturla Bjarnason og Brynjar Ingi Unnsteinsson. Elva Rut Guðlaugsdóttir samdi dansana og Helga Margrét Marzelíusardóttir sér um sönginn.

Ég mæli mikið með því að þið skellið ykkur á Með allt á hreinu. Núna eru fjórar sýningar eftir og miðinn kostar litlar 2.500 kr. HÉR getið þið tryggt ykkur miða.

Hjartans þakkir fyrir mig Verzló

xx

Andrea Röfn

(eilífðarVerzlingur)

STEINAR – UP

TÓNLISTVERZLÓ

Þetta lag hef ég verið með á heilanum  síðustu daga og er svo sannarlega ekki ein um það

Steinar er 18 ára Verzlunarskólanemi – það virðist sem ég bloggi svolítið um þá þessa dagana :)

Hann stefnir á að gefa út plötu fyrir jól, mikið hlakka ég til að heyra hana

Nýjasti hjartaknúsari okkar Íslendinga? Það gæti bara vel verið

xx

Andrea Röfn

RÓSINKRANS

ACCESSORIESVERZLÓ

Rósinkrans eru blómakransar sem gerðir eru af Ruth Tómasdóttur 18 ára sniðugri Verzlóstelpu

Blómakransarnir eru handgerðir og hægt er að panta eigin litasamsetningu

8

3

7

6

5

4

2

1

Ég myndi eflaust fá mér bleikan krans í tilefni bleiks Októbers – eða kannski hvítan rómantískan

Kransarnir kosta 3.500 kr og fást HÉR

xx

Andrea Röfn