KJÓLARNIR Á ÓSKARNUM

ÓSKARINNVERÐLAUNAHÁTÍÐ

Glitz & glamour!! Vá hvað mér finnst alltaf gaman að horfa á Óskarsverðlaunin og Rauða dregilinn. Kjólarnir á dreglinum eru hver öðrum fallegri. Mér finnst þeir yfirleitt skiptast í tvennt; gríðarlega fallega og sérstaka kjóla, og svo þessa amerísku silki-dúllu-slaufukjóla sem heilla mig sjaldnast. Svo er alltaf einhver töffari sem mætir í dragt eða kjól með buxum. Í ár var mikið um pallíettur, upptekið hár, einlita kjóla og 90’s vibe.

Þetta eru uppáhalds kjólarnir mínir.

rs_634x1024-160228160052-634-2016-oscars-academy-awards-naomi-watts

Naomi Watts í Armani

rs_634x1024-160228155016-634-Academy-Awards-Oscars-saorise-ronan.cm.228

Saoirse Ronan í Calvin Klein

rs_634x1024-160228160619-634-Academy-Awards-Oscars-olivia-munn.cm.228

Olivia Munn í Stella McCartney

512919460

Charlize Theron í Christian Dior

rs_634x1024-160228153227-634.Daisy-Ridley-Oscars-2016-Academy-Awards

Daisy Ridley í Chanel Haute Couture

rs_634x1024-160228155024-634.Olivia-Wilde-Oscars-2016-Academy-Awards

Olivia Wilde í Valentino Haute Couture

kelly-ripa-oscars-best-dressed-2016

Kelly Ripa í Dennis Basso

rs_634x1024-160228162617-634-jennifer-garner-2016-oscars-academy-awards-mh-022816

Jennifer Garner í Valentino

rooney-mara-oscars-best-dressed-2016

Rooney Mara í Givenchy Haute Couture

priyanka-chopra-oscars-best-dressed-2016

Priyanka Chopra í Zuhair Murad

jennifer-lawrence-oscars-best-dressed-2016

Jennifer Lawrence í Dior

cate-blanchett

Cate Blanchett í Armani Privé

rachel-mcadams-oscars-best-dressed-2016

Rachel McAdams í August Getty Atelier

88th Annual Academy Awards - Arrivals

Lady Gaga í Brandon Maxwell – töffari as usual

88th Annual Academy Awards - Arrivals

Helen Lasichanh og Pharrell

margot-robbie-oscars-best-dressed-2016

Margot Robbie í Tom Ford

Topp 3 að mínu mati:

1. Rooney Mara

2. Naomi Watts

3. Charlize Theron

main

xx

Andrea Röfn

P.S! Hérna eru tveir herramenn sem mega alls ekki vera skildir út undan.

022816-oscars-jacob-tremblay

Sjarmatröllið Jacob Tremblay í Armani.

leonardo-dicaprio1

Og að sjálfsögðu Leo okkar allra. Ó hvað ég vona að hann vinni!!

KJÓLARNIR Á ÓSKARNUM

ÓSKARINNVERÐLAUNAHÁTÍÐ

Óskarsverðlaunin fóru fram í 87. skipti í Hollywood í nótt og ég vakti og fylgdist með. Rauði dregillinn var afar glæsilegur þetta árið og algjörlega í takt við stærstu verðlaunahátíð kvikmyndabransans. Umgjörðin var stórglæsileg og kynnirinn Neil Patrick Harris átti gott kvöld. Ræður kvöldsins voru margar hverjar mjög hjartnæmar og ég táraðist margoft.

Á Óskarnum eru allir í sínu langfínasta pússi hvað varðar kjól, hár, make-up og skartgripi. Hér eru kjólar (og jakkaföt) kvöldsins:

Rosamund

Rosamund Pike í Givenchy – þvílík gyðja. Þessi kjóll er virkilega fallegur. Einn af vinningskjólum kvöldsins að mínu mati.

Reese Witherspoon 2

Reese Witherspoon í Tom Ford

Margot Robbie

Margot 2

Margot Robbie í Saint Laurent – með guðdómlegt Van Cleef & Arpels hálsmen. “This necklace right here is worth more than my life, so I better not lose it tonight” sagði hún. “It was created for the Duchess of Windsor [Wallis Simpson] in the ’30s so I’m very lucky to be wearing it.”

Jennifer Lopez

Jennifer Lopez í Elie Saab – ótrúlega fallegur kjóll.  J.Lo klikkar ekki, og þó.. á Twitter í nótt höfðu margir orð á því hve illa varaliturinn hennar færi kjólnum.

Gwyneth Paltrow

Gwyneth Paltrow í Ralph & Russo – stórglæsileg. Kjóllinn er enn bleikari en myndin sýnir.

Lupita

Lupita Nyong’o í Calvin Klein – í þessum kjól eru 6000 perlur!

Anna Kendrick 2

Anna Kendrick í Thakoon

Julianne Moore Chanel

Julianne Moore í Chanel -“Karl Lagerfeld made this for me,” sagði hún í viðtali í gærkvöldi og átti við kjólinn sem hún klæddist. Julianne vann Óskar fyrir hlutverk sitt í myndinni Still Alice.

 Emma Stone

Emma Stone í Elie Saab – ég á ekki orð yfir það hvað Emma er glæsileg í þessum flotta kjól. Ég elska síðar ermar og pallíettur og þessi litur er spes en virkar svo vel! Einn af vinningskjólum kvöldsins að mínu mati.

dakota johnson

Dakota Johnson í Saint Laurent – einn af vinningskjólum kvöldsins að mínu mati.

Eddie_Redmayne_1

Eddie Redmayne í Alexander McQueen. Eddie vann Óskar fyrir hlutverk sitt í myndinni The Theory of Everything.

Jennifer

Jennifer Aniston í Versace

Marion Cotillard

Marion Cotillard í Christian Dior Couture – kjóllinn er að mínu mati mun fallegri að aftan en að framan og því set ég bara þessa mynd hér.

Sienna Miller

Sienna Miller í Oscar de la Renta – alltaf jafn falleg og með útgeislunina í botni. Mér finnst hún extra fín með hárið uppi.

Meryl

Meryl Streep í Lanvin – Meryl hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna 19 sinnum, þar af hefur hún unnið þrjú Óskarsverðlaun.

behati prinsloo adam levineBehati Prinsloo og Adam Levine – Behati er í svo miklu uppáhaldi hjá mér að ég varð að hafa hana með.

Cate Blanchett Margiela

Cate Blanchett í Maison Margiela – þessi bláa hálsfesti er óvænt en mér finnst hún virka vel með einföldum kjólnum.

rs_634x1024-150222171317-634-keira-knightley-oscars

Keira Knightley í Valentino – Keira er búin að vera í rómantískari kantinum á síðustu viðburðum en mér finnst það fara henni vel. Fyrst fannst mér kjóllinn ekki nógu spennandi en við frekari athugun finnst mér hann virkilega fallegur og hann fer óléttuubumbunni afar vel.

Scarlett Johansson

Scarlett Johansson í Atelier Versace – þetta er lúkk sem ég á smá erfitt með og get eiginlega ekki gert upp við mig hvort ég fíli eða ekki. Ég fíla það að nokkru leyti en það er eitthvað sem mér finnst off. Aðrir virðast þó vera að fíla þetta.

Naomi Watts

Naomi Watts í Armani – ég fíla Naomi yfirleitt mjög vel. Kjóllinn hennar í gær fannst mér frekar skrýtinn en þó á skrýtinn góðan hátt. Það er eitthvað við hann sem heillar mig.

David Oyelowo

David Oyelowo – mér finnst alltaf gaman þegar karlmenn á hátíðunum klæða sig öðruvísi upp. Þessi rauði litur er mjög flottur.

Patricia ArquettePatricia Arquette í Rosetta Getty – Hún vann Óskar fyrir hlutverk sitt í myndinni Boyhood. Þakkarræðan hennar var frábær þar sem hún talaði um jafnrétti kynjanna; “It’s our time to have wage equality once and for all!”

Chrissy Teigen & John Legend

Chrissy Teigen í Zuhair Murad og John Legend í Gucci – John Legend vann Óskar fyrir lagið Glory.

Tegan Quin (L) and Sara Quin

Tegan Quin og Sara Quin – Mér finnst þær töffarar, þær eru augljóslega ekki mikið fyrir að klæða sig í síðkjóla og hæla.

Neil Patrick Harris (R) and David Burtka

David Burtka og Neil Patrick Harris – Neil var kynnir kvöldsins og var því starfi svo sannarlega vaxinn!

Bradley Cooper

Bradley Cooper í Salvatore Ferragamo – Hollywood crush-ið mitt!

Jared Leto

Jared Leto í Givenchy – ljósblár fer honum nokkuð vel að mínu mati.

Anna Wintour

Tískudrottningin og ritstjóri ameríska Vogue, Anna Wintour og dóttir hennar Bee Shaffer

 Common

Common í navy flaueli, töffari. Hann vann Óskar fyrir lagið Glory.

—-

Flottustu stjörnur kvöldsins að mínu mati:

– Emma Stone
– Rosamund Pike
– Dakota Johnson

Hvað fannst ykkur? Er ég kannski að gleyma einhverjum?

xx

Andrea Röfn

GRAMMY VERÐLAUNIN

FJÖLMIÐLARVERÐLAUNAHÁTÍÐ

Tónlistarverðlaunin Grammys fóru fram á sunnudagskvöld. Líkt og ég hef áður komið inn á er fatavalið á Grammys yfirleitt mun frjálslegra og afslappaðra en á verðlaunahátíðum eins og Óskarnum og Golden Globes. Í ár mátti sjá mikið af pallíettum, fjöðrum, feldum, óhefðbundnum sniðum, lituðum kjólum, lituðu hári, mikið hold og lengi mætti telja.

Hér eru dress kvöldsins ásamt nokkrum skemmtilegum mómentum. Sumt fíla ég ekki en finnst alveg þess virði að hafa með enda eftirtektarverð dress og öðruvísi.

Gwen-Stefani-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888

Uppáhalds lúkkið mitt frá kvöldinu. Gwen Stefani í Atelier Versace.

Taylor-Swift-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888Taylor mín í kjól frá Elie Saab. Hún er þekkt fyrir að vera mjög hefðbundin á verðlaunahátíðum en breytti út af laginu í þetta skiptið. Þetta er kjóll sem ég giska á að elskendur hennar elska en þeir sem fíla hana ekki fíla kjólinn ekki heldur. Ég fíla hana og fíla kjólinn – þó að mér finnist skórnir örlítið „off”.

Beyonce-Vogue-9Feb15-Getty_b_592x888Beyoncé í kunnuglegum aðstæðum með verðlaunagripi í höndunum

Madonna-Taylor-Swift-Vogue-9Feb15-Getty_b_592x888Tvær drottningar

Kim-Kardashian-Kanye-West-Vogue-9Feb15-Getty_b_592x888

Hjónin í sínu fínasta pússi. Kanye valdi kjólinn á Kim sem er frá Jean Paul Gaultier. Hann minnir mig því miður smá á ofurfínan baðslopp. En nýja klippingin hennar finnst mér mjög flott.

Nicki-Minaj-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888_1

Nicki Minaj í Tom Ford

Pharrell-Williams-Paul-McCartney--Vogue-9Feb15-Getty_b_1080x720Pharrell og Paul McCartney

463026206_10-1423451982

Þarna sést Kanye í Yeezy 750 Boost skónum sem hann hannaði með Adidas. Ruuuglaðir.

Sam-Smith-awards-Vogue-9Feb15-Getty_b_592x888_1

Sam Smith kom, sá og sigraði

Miranda-Kerr-after-party-vogue-9feb15-Getty_b_592x888

Miranda Kerr í partýi eftir Grammys

Paul-McCartney-Kanye-West-Rihanna--Vogue-9Feb15-Getty_b_1080x720

Paul McCartney, Rihanna og Kanye West

jane-fonda-600x800

Jane Fonda sló öllum við þetta kvöld í samfestingi frá Balmain. Fyrir þá sem ekki vissu þá er hún 77 ára gömulBeyonce-Knowles-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888

Beyoncé í Proenza Schouler

9-2674301-scn090215grammy14_t460

Söngkonan Sia sem kýs oft að láta andlit sitt ekki sjást ásamt dansaranum Maddie Ziegler sem er 12 ára og hefur dansað í tveimur myndböndum SiaRihanna-Vogue-9Feb15-Rex_b_426x639Rihanna í prinsessukjól frá Giambattista Vali sem tók þrjú sæti í salnum. Rihanna-Blue-Ivy-Carter-Vogue-9Feb15-Getty_b_1080x720

Rihanna & Blue Ivy

Miley-Cyrus-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888

Miley Cyrus í Alexandre Vauthier

Madonna-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888

Madonna í Givenchy. Mér finnst því miður ekkert flott við þetta og sýnist flestir fjölmiðlar vera sammála mér.

Charli-XCX-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888

Charli XCX í Ken smókingnum úr Barbie línu Jeremy Scott fyrir Moschino. Hún vill augljóslega ekki týnast í fjöldanum.

Jessie-J-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888

Jessie J í Ralph & Russo

John-Legend-Chrissy-Teigen-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888

Chrissy Teigen í Emilio Pucci og John Legend

ciara-600x800

Ciara í Alexandre Vauthier

1423450500-209c00e90a06f1da7e29389a6d5be99b-1366x1915

Pharrell og Helen Lasichanh

Pharrell-Williams-Jay-Z-Kanye-West--Vogue-9Feb15-Getty_b_1080x720

Pharrell, Jay Z, Kanye West

463013982-1423441243

Ariana Grande í Atelier Versace

463015008-1423441949

Katy Perry í Zuhair Murad

osbourne9f-1-webKelly Osbourne

Það mætti segja að klæðnaðurinn á hátíðinni í ár hafi verið bæði heðfbundinn og mjög óhefðbundinn.

Endilega skiljið eftir skoðun..

 xx

Andrea Röfn

GOLDEN GLOBE KJÓLARNIR

FJÖLMIÐLARVERÐLAUNAHÁTÍÐVIÐBURÐIR

Golden Globe hátíðin fór fram á sunnudaginn fyrir viku eins og hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum. Að venju fylgdist ég með rauða dreglinum og parti af verðlaunaafhendingunni sjálfri. Strax þar á eftir helltist yfir mig flensa og ég er rétt að skríða á lappir að nýju. Ég held þó í hefðina og ætla að fjalla um kjólana í ár.

Kjólarnir í ár voru margir hverjir stórglæsilegir. Eins og ég hef áður talað um er gaman hvað Golden Globe hátíðin er afslappaðri en aðrar hátíðir og stjörnurnar leyfa sér ýmislegt skemmtilegt þegar kemur að fatavali. Í þetta skiptið voru ekki margar sem tóku sénsinn og voru óhefðbundnar, en Emma Stone og Lorde skáru sig þó út úr, báðar klæddar buxum. Ég fíla svona töffara eins og ég hef svo oft áður sagt.

Erna Hrund fór vel yfir make-up og hár hátíðarinnar hér – og hér eru svo mínir uppáhalds kjólar frá sunnudagskvöldinu.

 

Reese Witherspoon Calvin KleinReese Witherspoon í Calvin Klein

Allt flott við lúkkið hennar Reese og hún er að mati margra best klædd þetta árið. Kjóllinn er fallega glitrandi (eitthvað fyrir mig) og ég fíla síddina á honum. Svo finnst mér hárið mjög fallegt, það er ekki út úr spreyjað með hárlakki eins og hjá mörgum.

Amal Clooney ChanelAmal Clooney í Chanel

Ofurkonan og töffarinn Amal hefur verið mikið í umræðunni þessa vikuna. Það eru nefnilega ekki sammála um lúkkið hennar frá kvöldinu. Kjóllinn er fallegur og örlítið dramatískur og eru flestir sammála um það. Svo eru það hanskarnir sem hún klæddist við kjólinn og eru skiptar skoðanir á þeim. Sumir segja vandræðalegt að vera ekki með hanska á rauða dreglinum eftir að Amal mætti með sína en aðrir segja hana minna á Michael Jackson eða Englandsdrottningu.

MichelleMonaghan Jason WuMichelle Monaghan í Jason Wu

Þessi kjóll finnst mér virkilega fallegur, hann er látlaus en samt sker hann sig úr vegna steinanna og mynstursins. Þetta snið fer henni mjög vel og mér finnst  flott hvernig hárið fær að njóta sín svona niðri.

Sienna Miller Miu Miu copy

Sienna Miller í Miu Miu

Þetta lúkk er mitt uppáhalds frá kvöldinu. Mér finnst þessi kjóll alveg ótrúlega fallegur og þá sérstaklega hálsmálið. Rokkaralegt hárið og látlaust make-up gera heildarlúkkið stórglæsilegt og vegur á móti rómantískum kjólnum. Það gæti nefnilega verið auðvelt að líta allt of væminn út í þessum kjól.

Helen Mirren Dolce GabbanaHelen Mirren í Dolce&Gabbana

Drottningin sjálf klikkar ekki þegar kemur að rauða dreglinum. Takið eftir blýantinum sem hún er með nældan í hálsmálið vegna hörmunganna í París, fallegt.

Louise Roe Jenny Packham copy

Louise Roe í Jenny Packham

Þessum kjól gæti ég vel hugsað mér að klæðast og hann fer Louise mjög vel. Ég hefði sleppt bóndakonufléttunni en mjög fallegur kjóll.

Dakota Johnson Chanel

Dakota Johnson í Chanel

 Bling bling bling bling.. Kjóllinn og Dakota eru bæði guðdómleg. Dökka hárið og rokkaður kjóllinn vinna vel saman.

Emma Stone Lanvin

Emma Stone í Lanvin

Yfirtöffari kvöldsins mætti í samfestingi með slaufu á bakinu. OF flott. 10 af 10 mögulegum!

Zuhair Murad copy 2

Jennifer Lopez í Zuhair Murad

Mjög umtalað lúkk á Jennifer Lopez og ég veit ekki enn almennilega hvað mér finnst. En konan er bombshell og 45 ára, ætli hún megi ekki bara allt!

Naomi Watts GucciNaomi Watts í Gucci

Gulur fer Naomi vel og snákahálsmen um hálsinn enn betur! Ég er mjög skotin í þessu lúkki.

  Quvenzhane Wallis
Quvenzhane Wallis 

Aðalleikkonan í Annie varð að fylgja með, sjáiði hvað hún er fín!

       Zuhair Murad copy

 Chrissy Teigen í Zuhair Murad

Liturinn á þessum kjól er fullkominn fyrir Chrissy. Pallíetturnar og mynstrin heilla mig mikið. Svo finnst mér síðermakjólar oft mjög fallegir og það á klárlega við í þessu tilfelli.

Þetta eru uppáhalds kjólarnir mínir í ár. Emma Stone og Sienna Miller fá vinninginn að mínu mati.

Eruð þið sammála eða finnst ykkur vanta einhverja á listann? Hér eru svo færslurnar frá síðustu tveimur árum: 2013 & 2014

xx

Andrea Röfn

KJÓLARNIR Á ÓSKARNUM

ÓSKARINNVERÐLAUNAHÁTÍÐVIÐBURÐIR

Óskarsverðlaunin fóru fram í 86. skiptið í Dolby Theatre í Los Angeles í gærkvöld. Kvikmyndin Gravity vann flest verðlaunin og kvikmyndin 12 Years a Slave var valin besta myndin. Matthew McConaughey hlaut verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki og Cate Blanchett besta leikkona í aðalhlutverki. Fyrir besta leik í aukahlutverki hlutu Lupita Nyong’o og Jared Leto verðlaunin.

Á Óskarnum er öllu tjaldað til og stjörnurnar skína svo sannarlega af glæsibrag. Þetta eru kjólarnir sem mér fannst flottastir.

Naomi Watts

Naomi Watts-2

Naomi Watts fannst mér virkilega flott í Calvin Klein Collection kjól. Flottust að mínu mati en ég er mjög hrifin af hvíta kjólnum og effortless útliti eins og þessu, þ.e. einföldu hári og lítilli förðun.

Cate Blanchett

Cate Blanchett-2

Cate Blanchett er alltaf glæsileg, í þetta sinn í Armani Privé.

Emma Watson

Emma Watson-1

Emma Watson í Vera Wang. Hún tilkynnti verðlaun ásamt Joseph Gordon-Levitt.

Angelina Jolie

Angelina Jolie

Angelina Jolie gullfalleg í Elie Saab kjól

Camila Alves-1

Camila Alves

Camila Alves eiginkona Matthew McConaughey var sannkölluð stjarna í kjól frá Gabrielu Cadena

86th Annual Academy Awards - Arrivals

86th Annual Academy Awards - Arrivals

Olivia Wilde geislaði með fallegu kúluna sína í kjól frá Valentino

Jennifer Lawrence

Jennifer Lawrence

Jennifer Lawrence í Dior Couture. Einhvers staðar las ég að það væri óskrifuð regla að klæðast ekki rauðu á rauða dreglinum. Jennifer ofurtöffara var ábyggilega alveg sama um þá reglu enda var hún glæsileg í kvöld.

Lupita Nyong'o-1

Lupita Nyong'o-2

Lupita Nyong’o hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í 12 Years a Slave. Að margra mati er hún líka sigurvegari kvöldsins í klæðaburði en hún geislaði í kjól frá Prada í naíróbí bláum lit. Einhverjir voru ósáttir með hárbandið hennar en mér sjálfri finnst það mjög fallegt og finnst það setja punktinn yfir i-ið.

Kate Hudson

Kate Hudson-1

Kate Hudson, óaðfinnanleg í kjól frá Atelier Versace sem klæddi hana vel.

Anne Hathaway-1

Anne Hathaway

Anne Hathaway í Gucci. Hún kynnti verðlaun í gærkvöld og þegar hún stóð á sviðinu skinu steinarnir á kjólnum skært. Kjóllinn er því fallegri „live”.

Skemmtileg Óskarsverðlaunahátíð að baki og nóg af fallegum kjólum. Að mínu mati voru þessar flottastar:

Naomi Watts
Kate Hudson
Angelina Jolie

xx

Andrea Röfn

GOLDEN GLOBE KJÓLARNIR

FJÖLMIÐLARVERÐLAUNAHÁTÍÐVIÐBURÐIR

Einn fárra Hollywood viðburða sem ég hef áhuga á eru Golden Globe verðlaunin, en þau fóru fram í Beverly Hills í gærkvöld. Ég hafði hvorki tíma né orku til að vaka eftir þeim í þetta skiptið en vaknaði spennt í morgun og skoðaði sigurvegara gærkvöldsins og það sem gerir mig alltaf mun spenntari, kjólana.

Þetta eru flottustu kjólarnir að mínu mati:

Margot Robbie – Gucci

Eitt orð: . Þessi leikkona fór frá því að leika í Neighbours í að fara með stórt hlutverk í The Wolf of Wall Street. Ég er mjög hrifin af kjólnum og hún ber hann einstaklega vel.

Emma Watson – Dior Couture

Ég hef alltaf verið aðdáandi Emmu Watson. Hún kom öllum á óvart í gær íklædd kjól og buxum undir. Þetta lúkk fær 10/10 í einkunn frá mér enda fíla ég alltaf þegar fólk gerir eitthvað aðeins öðruvísi, en þó eru margir sem velta vöngum yfir því hvort hún hafi verið of afslöppuð fyrir rauða dregilin með því að mæta í buxum. Ég efast ekki um að nokkrar stjörnurnar hafi öfundað Emmu í gær enda virðist henni líða nokkuð þægilega í sínu outfitti.

Helen Mirren – Jenny Packham

Eins og alltaf er Helen Mirren ein af þeim flottustu. Myntugrænn kjóllinn og aukahlutirnir fara henni fullkomlega.

Naomi Watts – Tom Ford

Silfur, gull og cut-out – virkilega flott.

Maria Menounos – Max Azria Atelier

Sjúkur bleikur kjóll og með mátulega miklu gegnsæju. Taglið toppar svo lúkkið.

Kerry Washington – Balenciaga

Átti eitt af mínum uppáhalds lúkkum í fyrra og það sama á við í ár. Hún geislar í þessum kjól sem ýtir undir fallegu bumbuna hennar. “I feel like I have the best date of the night” sagði hún í viðtali við Ryan Seacrest.

Olivia Wilde – Gucci

Þetta er ein heit verðandi mamma. Gucci fer bumbunni hennar vel! Liturinn er fáránlega flottur.

Cate Blanchett – Armani Collection

Í svörtum með mjög fallegri hálslínu.

Amy Poehler – Stella McCartney

Amy er meira fyrir að láta húmorinn sinn heilla fólk en í gær heillaði stíllinn líka. Glæsileg í svörtum aðsniðnum kjól.

Lupita Nyong’O – Ralph Lauren

Best klædd að mati margra í “cape dress” frá Ralph Lauren. Mjög glæsileg og liturinn passar henni vel.

Mila Kunis – Gucci

Ég er líka aðdáandi Milu, hún er virkilega flott í þessum kjól. Eitthvað fyrir glysgjörnu mig.

—-

Þetta eru mínir uppáhalds kjólar í ár. Margot Robbie og Emma Watson deila fyrsta sætinu að mínu mati.

Endilega skiljið eftir skilaboð ef þið eruð sammála eða ósammála, einnig ef ykkur finnst ég vera að sleppa einhverri glæsipíu. Hér er svo hægt að sjá færsluna mína um verðlaunin í fyrra.

xx

Andrea Röfn

GOLDEN GLOBE KJÓLARNIR

FJÖLMIÐLARVERÐLAUNAHÁTÍÐVIÐBURÐIR

Golden Globe verðlaunin fóru fram á sunnudaginn síðasta í 70. skiptið. Þetta var reyndar í fyrsta skipti sem ég hef verið spennt fyrir viðburði sem þessum og í raun haft tíma til að horfa á þau vegna tímamismunar.

Það voru nokkrar stjörnur sem mér fannst standa upp úr þetta árið. Slúðurpressurnar voru á sama máli með flestar.

Þrjár efstu fannst mér flottastar.

Kate Hudson langflottust fannst mér. Í kjól frá Alexander McQueen.

Kerry Washington gullfalleg í Miu Miu. Alveg ótýpískur kjóll sem mér finnst skemmtilegt.

Nicole Richie í Naeem Khan. Ég sá reyndar ekki mikla umfjöllun um hana og kjólinn eftir hátíðina en mér fannst hún mjög flott og liturinn sjúkur.

Jessica Alba í Oscar de la Renta

Jennifer Lopez í Zuhair Murad

Claire Danes flott í eldrauðum Versace

Anne Hathaway í Chanel

Sally Field stórglæsileg í kjól frá Alberta Ferretti

Jennifer Lawrence í Dior Haute Couture. Hún er klárlega ein af uppáhalds leikkonum mínum um þessar mundir og fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í Silver Linings Playbook. Ég mæli svo sannarlega með þeirri mynd.

Endilega skrifið athugasemd ef ykkur finnst vanta einhverja stjörnu frá hátíðinni!

Andrea Röfn