fbpx

GOLDEN GLOBE KJÓLARNIR

FJÖLMIÐLARVERÐLAUNAHÁTÍÐVIÐBURÐIR

Golden Globe verðlaunin fóru fram á sunnudaginn síðasta í 70. skiptið. Þetta var reyndar í fyrsta skipti sem ég hef verið spennt fyrir viðburði sem þessum og í raun haft tíma til að horfa á þau vegna tímamismunar.

Það voru nokkrar stjörnur sem mér fannst standa upp úr þetta árið. Slúðurpressurnar voru á sama máli með flestar.

Þrjár efstu fannst mér flottastar.

Kate Hudson langflottust fannst mér. Í kjól frá Alexander McQueen.

Kerry Washington gullfalleg í Miu Miu. Alveg ótýpískur kjóll sem mér finnst skemmtilegt.

Nicole Richie í Naeem Khan. Ég sá reyndar ekki mikla umfjöllun um hana og kjólinn eftir hátíðina en mér fannst hún mjög flott og liturinn sjúkur.

Jessica Alba í Oscar de la Renta

Jennifer Lopez í Zuhair Murad

Claire Danes flott í eldrauðum Versace

Anne Hathaway í Chanel

Sally Field stórglæsileg í kjól frá Alberta Ferretti

Jennifer Lawrence í Dior Haute Couture. Hún er klárlega ein af uppáhalds leikkonum mínum um þessar mundir og fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í Silver Linings Playbook. Ég mæli svo sannarlega með þeirri mynd.

Endilega skrifið athugasemd ef ykkur finnst vanta einhverja stjörnu frá hátíðinni!

Andrea Röfn

BARBARA PALVIN - TERRY RICHARDSON

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Hafdís

    16. January 2013

    Kate Hudson á klárlega vinninginn! Mér finnst kjólinn hennar Kerry Washington ótrúlega fallegur að ofan, en síddinn er eitthvað vitlaus finnst mér! Væri mun flottari ef hann væri annað hvort gólfsíður eða aðeins styttri.

  2. Inga

    16. January 2013

    Flottur listi, myndi bæta við Michelle Dockery, Taylor Swift og Heidi Klum :)

  3. Una Dögg

    18. January 2013

    sammála Kate og Nicole (já og Jennifer) en fannst Julianne Hough í geggjuðum kjól líka…

  4. anna

    19. January 2013

    mér fannst kjóllinn sem Eva Longoria klæddist ótrúlega flottur!