VIÐTAL: MBL.IS

FJÖLMIÐLARHÚRRA REYKJAVÍK

English below

Góðan daginn og gleðilegan mánudag!

Í gær birtist viðtal við mig á mbl.is en þar er ég spurð út í nýjasta verkefnið mitt, verslunarstjórastöðuna hjá Húrra Reykjavík.

viðtal1

Þið getið nálgast viðtalið HÉR.

Annars er undirbúningur í fullum gangi og ég hlakka til að geta sagt ykkur enn meira frá öllu, merkjunum, staðsetningu, opnunartíma o.s.frv.

// I was interviewed for Iceland’s national newspaper, concerning my new job at Húrra Reykjavík. You can find the interview HERE – and see if Google Translate can help! 

xx

Andrea Röfn

INSTAGRAM VIKUNNAR HJÁ NUDE MAGAZINE

FJÖLMIÐLARINSTAGRAMVIÐBURÐIR

English below

Ég er instagrammari vikunnar hjá NUDE Magazine. Þar svara ég nokkrum tískutengdum spurningum.

Viðtalið má finna HÉR.

Fylgist endilega með mér á instagram: @andrearofn

Bikerjakki-on-point

Screen Shot 2016-03-04 at 09.42.54Sjúkur-leðurjakki Útvítt-er-kúl

I’m featured as instagrammer of the week at NUDE magazine blog, answering some fashion related questions.

You can check it out HERE – hope google translate will help this time!

And feel free to follow me on instagram: @andrearofn

xx

Andrea Röfn

VIÐTAL: SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS

FJÖLMIÐLAR

Um helgina birtist viðtal við mig í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar svaraði ég nokkrum skemmtilegum spurningum um tísku og fatastíl minn. Hér fáið þið spurningar og svör –

Processed with VSCOcam with t1 presetMynd: Styrmir Kári

OUTFIT:
Leðurskyrta: H&M
Skyrta: AllSaints
Rúllukragabolur: NIKE
Buxur: Topshop
Skór: Air Jordan 1
Derhúfa: The North Face

 

Hvað er það sem heillar þig við tísku?
Það sem heillar mig mest er að hver og einn hefur sinn stíl. Maður stjórnar því algjörlega hversu mikið eða lítið maður fylgir helstu tískustraumum. Mér finnst töff hvað tískan gengur í hringi og hlutir sem manni finnast fáránlegir þegar maður hugsar til baka eiga eflaust eftir að vera aðal málið á ný eftir nokkur ár.

Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl?
Stíllinn minn er fjölbreytilegur og afslappaður, gæjalegur í bland við fínni flíkur. Mér finnst gaman að blanda saman ólíkum stílum, til dæmis með strigaskóm við fína efri parta. Ég klæðist mest svörtu og hvítu, en uppáhalds liturinn minn er blár og því er ég alltaf mjög hamingjusöm þegar ég finn falleg blá föt.

Hvað er þitt uppáhalds tískutrend þessa stundina?
Strigaskór hafa verið heitir síðustu misseri og verða það klárlega áfram. Það hefur verið uppáhalds trendið mitt frá fyrsta degi og ég sé ekki fram á að fá nokkurn tímann nóg af flottum strigaskóm. Ég er líka rosalega skotin í rúllukragabolum og sanka þeim að mér þessa dagana, bæði peysum og bolum. Að lokum er ég mikið með alls kyns derhúfur sem hafa komið sterkar inn síðasta árið.

Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum?
Gæði fram yfir magn. Ég hef lært í gegnum árin að ég verð nánast aldrei þreytt á fötum sem eru úr góðum og vönduðum efnum. Þau kosta meira en að lokum borgar það sig alltaf að kaupa færri, dýrari flíkur. Að minnsta kosti í mínum tilfellum.

Er eitthvað ráð sem þú getur gefið varðandi fatakaup?
Ekki kaupa bara til þess að kaupa. Mér finnst lang best að vera handviss um að varan muni koma mér að góðum notum og að hún sé peninganna virði. Einnig finnst mér mikilvægt að gera sér grein fyrir að þó svo að einhver tískubylgja standi yfir þýðir það alls ekki að maður verði að fylgja henni. Aðalmálið er að klæðast því sem manni sjálfum finnst flott, burtséð frá því hvort það sé á öllum síðum tískublaðanna eða ekki.

Hvað kaupir þú þér alltaf þó þú eigir nóg af því?
Skó! Þeir eru alltaf það fyrsta sem ég skoða í búðum og ég vel yfirleitt dress dagsins út frá því skópari sem mig langar að klæðast þann daginn. Ég kaupi mér líka reglulega svartar gallabuxur, en það er aðallega vegna þess að með tímanum upplitast þær og mér finnst mikilvægt að eiga alltaf par af svörtum, nýlegum gallabuxum.

Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl?
Anja Rubik, hún er algjör töffari og við eigum það sameiginlegt að elska svört föt. Ég hef fylgst með henni lengi og alltaf verið hrifin af stílnum hennar. Jourdan Dunn og Elsa Hosk eru líka ofarlega í huga mér.

Hverju myndir þú aldrei klæðast?
Aldrei að segja aldrei, en akkúrat núna finnst mér afar ólíklegt að ég muni ganga í þröngum „bandage” kjól í nánustu framtíð.

Áttu þér uppáhalds flík?
Já, ég á nokkrar uppáhalds flíkur. Ég fæ aldrei nóg af biker leðurjakkanum mínum en hann er úr endurunnu leðri, keyptur í New York fyrir tveimur árum. Þar á eftir koma glimmerbuxur sem ég klæddist í myndatöku fyrir sex árum og fór beinustu leið í Zöru eftir tökurnar til að finna þar síðasta parið af buxunum.  Önnur ofnotuð flík í skápnum er svört silkiskyrta úr All Saints, en hún hentar við öll tilefni og var hverrar krónu virði. Að lokum fer ég varla úr Jökla Parka úlpunni minni frá 66°N þessa dagana.

Áttu þér uppáhalds hönnuð?
Alexander Wang, Donna Karan, Olivier Rousteing og Karl Oskar Olsen. Allt mjög ólíkir hönnuðir með mismunandi stíla.

Hope you like

xx

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn

Follow me on instagram: @andrearofn

FOKK OFBELDI

FJÖLMIÐLARÍSLENSKTUMFJÖLLUN

Þið hafið eflaust mörg tekið eftir herferð UN Women sem ber nafnið Fokk ofbeldi. Erna Hrund fjallaði um herferðina hér en mér finnst hún svo falleg að ég vil líka fjalla um hana.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Herferðin er gerð til að vekja athygli á því að vinna þarf sameiginlega gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum sem er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum. Tölfræði dagsins í dag er sú að

– yfir 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert
– konu er nauðgað á 26 sekúndna fresti í Suður Afríku
– í Brasilíu deyja 10 konur daglega vegna heimilisofbeldis

UN Women vinnur ötullega að því að breyta þessu. Látum þetta verða árið þar sem breytingar eiga sér stað. Árið sem konur eru frjálsar og án ótta við ofbeldi. Landsmönnum gefst nú tækifæri til taka þátt í byltingunni og gefa ofbeldi fingurinn með því að kaupa Fokk ofbeldi armbandið. Með aukinni vitund eiga breytingar sér stað.

Armböndin fást í Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu um land allt og kosta 2000 krónur. Við Aron Kristinn litli bróðir erum bæði komin með armbönd og göngum stolt með þau. Ég hvet ykkur til að styrkja þetta fallega málefni og taka um leið afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Í tilefni Fokk ofbeldi herferðarinnar verður Milljarður rís í Hörpu á morgun, föstudag, klukkan 12. UN Women á Íslandi vilja hvetja alla til að mæta með Fokk ofbeldi armböndin sín og dansa í gegnum hádegið við tónlist frá DJ Margeiri. Saga Garðarsdóttir verður kynnir.

veggmynd

Processed with VSCOcam with f2 preset

Eins og þið sjáið er ég á leiðinni á SÓNAR í kvöld. Leyfi ykkur að fylgjast með bæði hér og á instagram   @andrearofn

xx

Andrea Röfn

GRAMMY VERÐLAUNIN

FJÖLMIÐLARVERÐLAUNAHÁTÍÐ

Tónlistarverðlaunin Grammys fóru fram á sunnudagskvöld. Líkt og ég hef áður komið inn á er fatavalið á Grammys yfirleitt mun frjálslegra og afslappaðra en á verðlaunahátíðum eins og Óskarnum og Golden Globes. Í ár mátti sjá mikið af pallíettum, fjöðrum, feldum, óhefðbundnum sniðum, lituðum kjólum, lituðu hári, mikið hold og lengi mætti telja.

Hér eru dress kvöldsins ásamt nokkrum skemmtilegum mómentum. Sumt fíla ég ekki en finnst alveg þess virði að hafa með enda eftirtektarverð dress og öðruvísi.

Gwen-Stefani-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888

Uppáhalds lúkkið mitt frá kvöldinu. Gwen Stefani í Atelier Versace.

Taylor-Swift-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888Taylor mín í kjól frá Elie Saab. Hún er þekkt fyrir að vera mjög hefðbundin á verðlaunahátíðum en breytti út af laginu í þetta skiptið. Þetta er kjóll sem ég giska á að elskendur hennar elska en þeir sem fíla hana ekki fíla kjólinn ekki heldur. Ég fíla hana og fíla kjólinn – þó að mér finnist skórnir örlítið „off”.

Beyonce-Vogue-9Feb15-Getty_b_592x888Beyoncé í kunnuglegum aðstæðum með verðlaunagripi í höndunum

Madonna-Taylor-Swift-Vogue-9Feb15-Getty_b_592x888Tvær drottningar

Kim-Kardashian-Kanye-West-Vogue-9Feb15-Getty_b_592x888

Hjónin í sínu fínasta pússi. Kanye valdi kjólinn á Kim sem er frá Jean Paul Gaultier. Hann minnir mig því miður smá á ofurfínan baðslopp. En nýja klippingin hennar finnst mér mjög flott.

Nicki-Minaj-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888_1

Nicki Minaj í Tom Ford

Pharrell-Williams-Paul-McCartney--Vogue-9Feb15-Getty_b_1080x720Pharrell og Paul McCartney

463026206_10-1423451982

Þarna sést Kanye í Yeezy 750 Boost skónum sem hann hannaði með Adidas. Ruuuglaðir.

Sam-Smith-awards-Vogue-9Feb15-Getty_b_592x888_1

Sam Smith kom, sá og sigraði

Miranda-Kerr-after-party-vogue-9feb15-Getty_b_592x888

Miranda Kerr í partýi eftir Grammys

Paul-McCartney-Kanye-West-Rihanna--Vogue-9Feb15-Getty_b_1080x720

Paul McCartney, Rihanna og Kanye West

jane-fonda-600x800

Jane Fonda sló öllum við þetta kvöld í samfestingi frá Balmain. Fyrir þá sem ekki vissu þá er hún 77 ára gömulBeyonce-Knowles-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888

Beyoncé í Proenza Schouler

9-2674301-scn090215grammy14_t460

Söngkonan Sia sem kýs oft að láta andlit sitt ekki sjást ásamt dansaranum Maddie Ziegler sem er 12 ára og hefur dansað í tveimur myndböndum SiaRihanna-Vogue-9Feb15-Rex_b_426x639Rihanna í prinsessukjól frá Giambattista Vali sem tók þrjú sæti í salnum. Rihanna-Blue-Ivy-Carter-Vogue-9Feb15-Getty_b_1080x720

Rihanna & Blue Ivy

Miley-Cyrus-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888

Miley Cyrus í Alexandre Vauthier

Madonna-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888

Madonna í Givenchy. Mér finnst því miður ekkert flott við þetta og sýnist flestir fjölmiðlar vera sammála mér.

Charli-XCX-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888

Charli XCX í Ken smókingnum úr Barbie línu Jeremy Scott fyrir Moschino. Hún vill augljóslega ekki týnast í fjöldanum.

Jessie-J-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888

Jessie J í Ralph & Russo

John-Legend-Chrissy-Teigen-Vogue-9Feb15-Rex_b_592x888

Chrissy Teigen í Emilio Pucci og John Legend

ciara-600x800

Ciara í Alexandre Vauthier

1423450500-209c00e90a06f1da7e29389a6d5be99b-1366x1915

Pharrell og Helen Lasichanh

Pharrell-Williams-Jay-Z-Kanye-West--Vogue-9Feb15-Getty_b_1080x720

Pharrell, Jay Z, Kanye West

463013982-1423441243

Ariana Grande í Atelier Versace

463015008-1423441949

Katy Perry í Zuhair Murad

osbourne9f-1-webKelly Osbourne

Það mætti segja að klæðnaðurinn á hátíðinni í ár hafi verið bæði heðfbundinn og mjög óhefðbundinn.

Endilega skiljið eftir skoðun..

 xx

Andrea Röfn

GOLDEN GLOBE KJÓLARNIR

FJÖLMIÐLARVERÐLAUNAHÁTÍÐVIÐBURÐIR

Golden Globe hátíðin fór fram á sunnudaginn fyrir viku eins og hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum. Að venju fylgdist ég með rauða dreglinum og parti af verðlaunaafhendingunni sjálfri. Strax þar á eftir helltist yfir mig flensa og ég er rétt að skríða á lappir að nýju. Ég held þó í hefðina og ætla að fjalla um kjólana í ár.

Kjólarnir í ár voru margir hverjir stórglæsilegir. Eins og ég hef áður talað um er gaman hvað Golden Globe hátíðin er afslappaðri en aðrar hátíðir og stjörnurnar leyfa sér ýmislegt skemmtilegt þegar kemur að fatavali. Í þetta skiptið voru ekki margar sem tóku sénsinn og voru óhefðbundnar, en Emma Stone og Lorde skáru sig þó út úr, báðar klæddar buxum. Ég fíla svona töffara eins og ég hef svo oft áður sagt.

Erna Hrund fór vel yfir make-up og hár hátíðarinnar hér – og hér eru svo mínir uppáhalds kjólar frá sunnudagskvöldinu.

 

Reese Witherspoon Calvin KleinReese Witherspoon í Calvin Klein

Allt flott við lúkkið hennar Reese og hún er að mati margra best klædd þetta árið. Kjóllinn er fallega glitrandi (eitthvað fyrir mig) og ég fíla síddina á honum. Svo finnst mér hárið mjög fallegt, það er ekki út úr spreyjað með hárlakki eins og hjá mörgum.

Amal Clooney ChanelAmal Clooney í Chanel

Ofurkonan og töffarinn Amal hefur verið mikið í umræðunni þessa vikuna. Það eru nefnilega ekki sammála um lúkkið hennar frá kvöldinu. Kjóllinn er fallegur og örlítið dramatískur og eru flestir sammála um það. Svo eru það hanskarnir sem hún klæddist við kjólinn og eru skiptar skoðanir á þeim. Sumir segja vandræðalegt að vera ekki með hanska á rauða dreglinum eftir að Amal mætti með sína en aðrir segja hana minna á Michael Jackson eða Englandsdrottningu.

MichelleMonaghan Jason WuMichelle Monaghan í Jason Wu

Þessi kjóll finnst mér virkilega fallegur, hann er látlaus en samt sker hann sig úr vegna steinanna og mynstursins. Þetta snið fer henni mjög vel og mér finnst  flott hvernig hárið fær að njóta sín svona niðri.

Sienna Miller Miu Miu copy

Sienna Miller í Miu Miu

Þetta lúkk er mitt uppáhalds frá kvöldinu. Mér finnst þessi kjóll alveg ótrúlega fallegur og þá sérstaklega hálsmálið. Rokkaralegt hárið og látlaust make-up gera heildarlúkkið stórglæsilegt og vegur á móti rómantískum kjólnum. Það gæti nefnilega verið auðvelt að líta allt of væminn út í þessum kjól.

Helen Mirren Dolce GabbanaHelen Mirren í Dolce&Gabbana

Drottningin sjálf klikkar ekki þegar kemur að rauða dreglinum. Takið eftir blýantinum sem hún er með nældan í hálsmálið vegna hörmunganna í París, fallegt.

Louise Roe Jenny Packham copy

Louise Roe í Jenny Packham

Þessum kjól gæti ég vel hugsað mér að klæðast og hann fer Louise mjög vel. Ég hefði sleppt bóndakonufléttunni en mjög fallegur kjóll.

Dakota Johnson Chanel

Dakota Johnson í Chanel

 Bling bling bling bling.. Kjóllinn og Dakota eru bæði guðdómleg. Dökka hárið og rokkaður kjóllinn vinna vel saman.

Emma Stone Lanvin

Emma Stone í Lanvin

Yfirtöffari kvöldsins mætti í samfestingi með slaufu á bakinu. OF flott. 10 af 10 mögulegum!

Zuhair Murad copy 2

Jennifer Lopez í Zuhair Murad

Mjög umtalað lúkk á Jennifer Lopez og ég veit ekki enn almennilega hvað mér finnst. En konan er bombshell og 45 ára, ætli hún megi ekki bara allt!

Naomi Watts GucciNaomi Watts í Gucci

Gulur fer Naomi vel og snákahálsmen um hálsinn enn betur! Ég er mjög skotin í þessu lúkki.

  Quvenzhane Wallis
Quvenzhane Wallis 

Aðalleikkonan í Annie varð að fylgja með, sjáiði hvað hún er fín!

       Zuhair Murad copy

 Chrissy Teigen í Zuhair Murad

Liturinn á þessum kjól er fullkominn fyrir Chrissy. Pallíetturnar og mynstrin heilla mig mikið. Svo finnst mér síðermakjólar oft mjög fallegir og það á klárlega við í þessu tilfelli.

Þetta eru uppáhalds kjólarnir mínir í ár. Emma Stone og Sienna Miller fá vinninginn að mínu mati.

Eruð þið sammála eða finnst ykkur vanta einhverja á listann? Hér eru svo færslurnar frá síðustu tveimur árum: 2013 & 2014

xx

Andrea Röfn

GOLDEN GLOBE KJÓLARNIR

FJÖLMIÐLARVERÐLAUNAHÁTÍÐVIÐBURÐIR

Einn fárra Hollywood viðburða sem ég hef áhuga á eru Golden Globe verðlaunin, en þau fóru fram í Beverly Hills í gærkvöld. Ég hafði hvorki tíma né orku til að vaka eftir þeim í þetta skiptið en vaknaði spennt í morgun og skoðaði sigurvegara gærkvöldsins og það sem gerir mig alltaf mun spenntari, kjólana.

Þetta eru flottustu kjólarnir að mínu mati:

Margot Robbie – Gucci

Eitt orð: . Þessi leikkona fór frá því að leika í Neighbours í að fara með stórt hlutverk í The Wolf of Wall Street. Ég er mjög hrifin af kjólnum og hún ber hann einstaklega vel.

Emma Watson – Dior Couture

Ég hef alltaf verið aðdáandi Emmu Watson. Hún kom öllum á óvart í gær íklædd kjól og buxum undir. Þetta lúkk fær 10/10 í einkunn frá mér enda fíla ég alltaf þegar fólk gerir eitthvað aðeins öðruvísi, en þó eru margir sem velta vöngum yfir því hvort hún hafi verið of afslöppuð fyrir rauða dregilin með því að mæta í buxum. Ég efast ekki um að nokkrar stjörnurnar hafi öfundað Emmu í gær enda virðist henni líða nokkuð þægilega í sínu outfitti.

Helen Mirren – Jenny Packham

Eins og alltaf er Helen Mirren ein af þeim flottustu. Myntugrænn kjóllinn og aukahlutirnir fara henni fullkomlega.

Naomi Watts – Tom Ford

Silfur, gull og cut-out – virkilega flott.

Maria Menounos – Max Azria Atelier

Sjúkur bleikur kjóll og með mátulega miklu gegnsæju. Taglið toppar svo lúkkið.

Kerry Washington – Balenciaga

Átti eitt af mínum uppáhalds lúkkum í fyrra og það sama á við í ár. Hún geislar í þessum kjól sem ýtir undir fallegu bumbuna hennar. “I feel like I have the best date of the night” sagði hún í viðtali við Ryan Seacrest.

Olivia Wilde – Gucci

Þetta er ein heit verðandi mamma. Gucci fer bumbunni hennar vel! Liturinn er fáránlega flottur.

Cate Blanchett – Armani Collection

Í svörtum með mjög fallegri hálslínu.

Amy Poehler – Stella McCartney

Amy er meira fyrir að láta húmorinn sinn heilla fólk en í gær heillaði stíllinn líka. Glæsileg í svörtum aðsniðnum kjól.

Lupita Nyong’O – Ralph Lauren

Best klædd að mati margra í “cape dress” frá Ralph Lauren. Mjög glæsileg og liturinn passar henni vel.

Mila Kunis – Gucci

Ég er líka aðdáandi Milu, hún er virkilega flott í þessum kjól. Eitthvað fyrir glysgjörnu mig.

—-

Þetta eru mínir uppáhalds kjólar í ár. Margot Robbie og Emma Watson deila fyrsta sætinu að mínu mati.

Endilega skiljið eftir skilaboð ef þið eruð sammála eða ósammála, einnig ef ykkur finnst ég vera að sleppa einhverri glæsipíu. Hér er svo hægt að sjá færsluna mína um verðlaunin í fyrra.

xx

Andrea Röfn

KRINGLAN – RECENT WORK

FJÖLMIÐLARWORK

Gleðilegt ár kæru lesendur – og takk fyrir lesturinn á árinu sem leið!

Mig langar að deila með ykkur nýrri auglýsingu, fyrir Kringluna

Ljósmyndari: Svenni Speight
Make-up: Fríða María
Hár: Steinunn Ósk
Stílisti: Hrafnhildur Hólmgeirs ásamt Aniku Laufey

Ég verð að viðurkenna að það var skemmtilegt að opna Fréttablaðið á fimmtudaginn og sjá sjálfa mig þar – ég ætla alls ekki að draga úr því. Það er virkilega gaman að fá stór og krefjandi verkefni og góð tilfinning þegar maður er ánægður með útkomuna. Með öllu því fagfólki sem kom að myndatökunni var ekki við öðru að búast en að útkoman yrði góð.

Nýtt ár, ný tækifæri og vonandi fleiri skemmtileg verkefni!

xx

Andrea Röfn

WORK – KRINGLUKAST

FJÖLMIÐLARWORK

 Ætla ekki allir að kíkja á Kringlukast? Og jafnvel fá sér Joe & the Juice í leiðinni..

Þessi auglýsing er í blöðunum þessa dagana

getFile.php

Mynd: Svenni Speight
Förðun: Fríða María
Hár: Steinunn Ósk
Stílistar: Hrafnhildur Hólmgeirs og Anika Laufey

xx

Andrea Röfn

@ANDREAROFN Í SÉÐ OG HEYRT

ANDREA RÖFNFJÖLMIÐLARINSTAGRAMPERSÓNULEGT

 

Nokkrar af uppáhalds instagram myndunum mínum prýða instagram síðu Séð og Heyrt þessa vikuna

Níu myndir eru þó einungis brotabrot af þeim sem ég hefði getað valið enda mikið af ferðalögum og skemmtilegum minningum sem ég hef geymt á instagram síðustu ár

Photo-2

IMG_9048„Í NIKITA myndatökum í suður – Frakklandi í vor. Þessi mynd er tekin eldsnemma morguns þegar við Gabby vorum á leiðinni í sundfatamyndatöku”

IMG_8991„Beðið eftir myndatöku í hengirúmi og góðu veðri, gerist ekki mikið betra en það!”

IMG_1127„Í myndatöku fyrir íslenska fatamerkið Helicopter. Ein af mínum uppáhalds, Anna Kristín Óskars, að laga mig”

IMG_5830„Ásamt bræðrum mínum Aroni og Jónasi og Siggu, mágkonu minni, í Orlando síðustu jól. Þarna voru miklir fagnaðarfundir en Jónas og Sigga höfðu verið á löngu ferðalagi um Bandaríkin, sem þau enduðu með okkur”

IMG_0642

„Á Pike Place Fish Market í Seattle þar sem ég átti spjall við þennan yndislega mann sem gaf mér einni að smakka á krabba, mjög ljúffengt” – mig hafði lengi langað á markaðinn en ég horfði á heimildamynd um hann fyrr á árinu
IMG_0417„Í fyrsta skipti á Þjóðhátíð í sumar” – með Katrínu einni af mínum bestu – þvílík skemmtun

IMG_0035

„Við Bellan mín í sólinni í Nijmegen” <3

579067_10151865501865600_2121793410_n

„Í New York á samt Guðlaugi, unnusta mínum, síðasta sumar. Við bjuggum þar þangað til við fluttum svo til Hollands þar sem við búum í dag”

156534_10151865490735600_1130691936_n„Ég fékk þetta glæsilega hjól að gjöf núna síðsumars. Mig hafði lengi langað í nýtt hjól og ég er virkilega ánægð með það og hef hjólað út um allt á því”

Endilega fylgist með mér á instagram – ég er dugleg að setja inn myndir!

instagram : @andrearofn

xx

Andrea Röfn