fbpx

GOLDEN GLOBE KJÓLARNIR

FJÖLMIÐLARVERÐLAUNAHÁTÍÐVIÐBURÐIR

Golden Globe hátíðin fór fram á sunnudaginn fyrir viku eins og hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum. Að venju fylgdist ég með rauða dreglinum og parti af verðlaunaafhendingunni sjálfri. Strax þar á eftir helltist yfir mig flensa og ég er rétt að skríða á lappir að nýju. Ég held þó í hefðina og ætla að fjalla um kjólana í ár.

Kjólarnir í ár voru margir hverjir stórglæsilegir. Eins og ég hef áður talað um er gaman hvað Golden Globe hátíðin er afslappaðri en aðrar hátíðir og stjörnurnar leyfa sér ýmislegt skemmtilegt þegar kemur að fatavali. Í þetta skiptið voru ekki margar sem tóku sénsinn og voru óhefðbundnar, en Emma Stone og Lorde skáru sig þó út úr, báðar klæddar buxum. Ég fíla svona töffara eins og ég hef svo oft áður sagt.

Erna Hrund fór vel yfir make-up og hár hátíðarinnar hér – og hér eru svo mínir uppáhalds kjólar frá sunnudagskvöldinu.

 

Reese Witherspoon Calvin KleinReese Witherspoon í Calvin Klein

Allt flott við lúkkið hennar Reese og hún er að mati margra best klædd þetta árið. Kjóllinn er fallega glitrandi (eitthvað fyrir mig) og ég fíla síddina á honum. Svo finnst mér hárið mjög fallegt, það er ekki út úr spreyjað með hárlakki eins og hjá mörgum.

Amal Clooney ChanelAmal Clooney í Chanel

Ofurkonan og töffarinn Amal hefur verið mikið í umræðunni þessa vikuna. Það eru nefnilega ekki sammála um lúkkið hennar frá kvöldinu. Kjóllinn er fallegur og örlítið dramatískur og eru flestir sammála um það. Svo eru það hanskarnir sem hún klæddist við kjólinn og eru skiptar skoðanir á þeim. Sumir segja vandræðalegt að vera ekki með hanska á rauða dreglinum eftir að Amal mætti með sína en aðrir segja hana minna á Michael Jackson eða Englandsdrottningu.

MichelleMonaghan Jason WuMichelle Monaghan í Jason Wu

Þessi kjóll finnst mér virkilega fallegur, hann er látlaus en samt sker hann sig úr vegna steinanna og mynstursins. Þetta snið fer henni mjög vel og mér finnst  flott hvernig hárið fær að njóta sín svona niðri.

Sienna Miller Miu Miu copy

Sienna Miller í Miu Miu

Þetta lúkk er mitt uppáhalds frá kvöldinu. Mér finnst þessi kjóll alveg ótrúlega fallegur og þá sérstaklega hálsmálið. Rokkaralegt hárið og látlaust make-up gera heildarlúkkið stórglæsilegt og vegur á móti rómantískum kjólnum. Það gæti nefnilega verið auðvelt að líta allt of væminn út í þessum kjól.

Helen Mirren Dolce GabbanaHelen Mirren í Dolce&Gabbana

Drottningin sjálf klikkar ekki þegar kemur að rauða dreglinum. Takið eftir blýantinum sem hún er með nældan í hálsmálið vegna hörmunganna í París, fallegt.

Louise Roe Jenny Packham copy

Louise Roe í Jenny Packham

Þessum kjól gæti ég vel hugsað mér að klæðast og hann fer Louise mjög vel. Ég hefði sleppt bóndakonufléttunni en mjög fallegur kjóll.

Dakota Johnson Chanel

Dakota Johnson í Chanel

 Bling bling bling bling.. Kjóllinn og Dakota eru bæði guðdómleg. Dökka hárið og rokkaður kjóllinn vinna vel saman.

Emma Stone Lanvin

Emma Stone í Lanvin

Yfirtöffari kvöldsins mætti í samfestingi með slaufu á bakinu. OF flott. 10 af 10 mögulegum!

Zuhair Murad copy 2

Jennifer Lopez í Zuhair Murad

Mjög umtalað lúkk á Jennifer Lopez og ég veit ekki enn almennilega hvað mér finnst. En konan er bombshell og 45 ára, ætli hún megi ekki bara allt!

Naomi Watts GucciNaomi Watts í Gucci

Gulur fer Naomi vel og snákahálsmen um hálsinn enn betur! Ég er mjög skotin í þessu lúkki.

  Quvenzhane Wallis
Quvenzhane Wallis 

Aðalleikkonan í Annie varð að fylgja með, sjáiði hvað hún er fín!

       Zuhair Murad copy

 Chrissy Teigen í Zuhair Murad

Liturinn á þessum kjól er fullkominn fyrir Chrissy. Pallíetturnar og mynstrin heilla mig mikið. Svo finnst mér síðermakjólar oft mjög fallegir og það á klárlega við í þessu tilfelli.

Þetta eru uppáhalds kjólarnir mínir í ár. Emma Stone og Sienna Miller fá vinninginn að mínu mati.

Eruð þið sammála eða finnst ykkur vanta einhverja á listann? Hér eru svo færslurnar frá síðustu tveimur árum: 2013 & 2014

xx

Andrea Röfn

ÁRIÐ MITT

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  19. January 2015

  Ég stend við mitt val, finnst Chrissy Teigen æði sem og Jennifer Lopez:)
  En jiminn það eina sem ég sé við Amal Clooney eru maðmabeinin hennar sem stingast útúr kjólnum, ofsalega finnst mér hún vera orðin grönn.

 2. Guðrún Björg Birgisdóttir

  21. January 2015

  Fyrsta skipti sem mér finnst frú Clooney ekki flottust.