ÁRIÐ MITT

ANDREA RÖFNPERSÓNULEGT

Þvílíkt ár! Ég get farið sátt inn í nýja árið enda hefur árið sem er að líða einkennst af ævintýrum, ferðalögum og nýjum vinum.

Ég ákvað að taka saman uppáhalds myndirnar mínar frá árinu og eins og sjá má er ég nokkuð mynda-óð. Það þýðir ekki að festa ekki svona skemmtileg móment á filmu og hvað þá að láta myndirnar dúsa á tölvunni frekar en að deilda þeim með ykkur.

Ég vona að þið hafið gaman af!

Árið 2014…

Fór til Barcelona að heimsækja vini –

 

Sýndi á RFF  fyrir JÖR, Magneu, Siggu Maiju og Hildi Yeoman

 

Fór í 5 vikna ferðalag til Los Angeles með lítil plön. Endaði á því að eiga ævintýralega dvöl þar og eignast yndislega vini. Gisti á fullt af sófum og steig út fyrir þægindarammann, gekk upp að Hollywood skiltinu, fór í ekta LA poolparty, fór í útilegu í Palm Springs, labbaði Runyon Canyon, hljóp á Santa Monica beach og fylgdist með lífinu á Venice beach. Klárlega það sem stendur upp úr á árinu! –

 

..hoppaði svo yfir til San Fransisco og þar hafði ég líka lítil plön. Endaði í mótorhjólatúr um brekkur borgarinnar, fékk túr um borgina frá Davíð og BlendIn strákunum, gisti á sófanum þeirra sem var í fullkominni stærð fyrir mig og hélt upp á páskana með þeim –

 

..svo keyrði ég með Magga vini mínum til Vegas þar sem við vorum í menningarsjokki eina helgi –

 

Vann mikið og kynntist nýju yndislegu fólki í gegnum vinnuna –

 

Varð ástfangnari og ástfangnari af uppáhalds borginni minni New York og upplifði hana bæði með stóra bróður mínum og bestu vinkonum –

 

Fór í fyrsta skipti í Seljavallalaug í fríðu föruneyti. Besti íslenski sumardagurinn –

 

Átti alls kyns falleg og skemmtileg moment í íslenska sumrinu

Verslaði –

 

Fór til Seattle, Toronto og Boston

 

..og Washington með sálufélaganum mínum –

 

Tók mömmu með mér til Boston og hún tók mig með sér til London

 

Byrjaði í Háskólanum í Reykjavík og átti fullt af skemmtilegum stundum í haust með eldri vinum og nýjum skólafélögum –

 

Eignaðist nýja vinkonu sem ég elska að knúsa <3 –

 

Naut aðventunnar og jólanna í Köben og á Íslandi

Gleðilegt ár elsku lesendur og takk fyrir þau gömlu. Ég hlakka til komandi Trendnet-árs og vona að þið gerið það líka!!

Skemmtið ykkur fallega í kvöld.

xx

Andrea Röfn

BEYONCÉ & JAY Z X ÍSLAND

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  1. January 2015

  Vá þvílíkt viðburðarríkt ár! Þú ert svo yndisleg Andrea, vonandi verður 2015 ennþá betra hjá þér:)

 2. Reykjavík Fashion Journal

  1. January 2015

  Yndisleg færsla! Gleðilegt ár vinkona – hlakka til að búa til fleiri minningar með þér árið 2015***

 3. Elísabet Ýr

  11. January 2015

  Jii hvað þetta er skemmtilegt blogg og flottar myndir! <3