NEW IN – WOOD WOOD

NEW INROTTERDAMSHOP

(ENGLISH BELOW)

Þessi bjúddara derhúfa kom með sendingu frá Íslandi fyrir stuttu og ég hef varla tekið hana af höfðinu síðan. Mamma mín besta valdi hana og keypti fyrir mig í Köben – segið svo að mömmur séu ekki með tískuna á hreinu :-)

Derhúfan er frá danska merkinu Wood Wood, einu af mínum uppáhalds merkjum.

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_7656

Fæst hér

This supercool cap came with the mail from Iceland a short while ago and has been on my head ever since. My mom chose it and bought it for me in Copenhagen – now don’t say moms don’t follow fashion :-)

The cap is from the Danish brand Wood Wood, one of my favorite brands.

Available here

xx

Andrea Röfn

 

BERLIN

FESTIVALROTTERDAM

(ENGLISH BELOW!)

Einn rólegan föstudag í september sat ég á skólabókasafninu og var ekki beint með plan fyrir helgina. Tveimur tímum seinna var ég mætt á Schiphol flugvöll í Amsterdam og fimm tímum seinna mætt til Berlínar að hitta nokkra af mínum bestu vinum. Ég er vön því að taka skyndiákvarðanir en ég held að þessi ákvörðun hafi toppað allar hinar. Þau voru mætt til Berlínar til að fara á tónlistarhátíðina Lollapalooza sem var haldin þar í fyrsta skiptið þessa helgi. Hátíðin hefur hingað til einungis farið fram í Bandaríkjunum og S-Ameríku.

Ég hafði ekki kíkt á line-upið á Lollapalooza áður en ég lagði í hann til Berlínar en þessa helgi endaði ég með því að sjá og heyra í Sam Smith, Bastille, Muse, Kygo, Macklemore & Ryan Lewis, Hot Chip og enn fleiri artistum. Og djöfull sem það var gaman.

image

image

image

image

image

image

image

image

image

image

image

image

Processed with VSCOcam with kk1 preset

hehehe…

image   image image

image

image

image

image

image

image

image

image

image

image

image

Þetta var fyrsta skiptið mitt í Berlín, en eftir hátíðina áttum við dag einn í borginni. Það var hins vegar rigning og allir vægast sagt þreyttir. Ég held ég þurfi því að gera mér aðra ferð þangað til að skoða mig um og upplifa Berlínska menningu til hins ítrasta.

Ég fór svo í smá Íslands „heimsókn” síðustu helgi sem var voðalega ljúft – ég á augljóslega mjög erfitt með að halda mig á sama stað í of langan tíma en það er svosem ekkert nýtt. Þessari helgi ætla ég samt að eyða í borginni minni, Rotterdam, sem ég dýrka og fíla betur með hverjum deginum. Kveðja frá nýja uppáhalds kaffihúsinu mínu..

xx

Andrea Röfn

On a Friday in September I sat at the school library not really sure about my plan for the weekend. Two hours later I was at Schiphol Airport in Amsterdam and five hours later I was in Berlin with some of my best friends from Iceland. I’m used to taking last minute decisions but I think this one beat them all. My friends were in Berlin for a music festival named Lollapalooza. It was the first time the festival was held in Europe but until now it’s been held in the USA and South America.

I hadn’t even seen the line-up for Lollapalooza before I was on my way to Berlin, but that weekend I ended up with seeing and hearing Sam Smith, Bastille, Muse, Kygo, Macklemore & Ryan Lewis, Hot Chip, along with many other artists. And damn it was fun.

It was my first time in Berlin, and after the festival we had a day to spend in the city. It was pouring and everyone was tired, so another trip to Berlin with a different purpose is on my to do list, to explore the city better.

I ‘visited’ Iceland last weekend which was really nice – apparently I’m having a hard time staying in one place for too long but that’s nothing new. This weekend I’m spending in my city, Rotterdam. I’ve become to love this place more and more with everyday that passes!

xx

Andrea Röfn

NEW IN – CARHARTT WIP

NEW INROTTERDAM

Ég var í Berlín fyrir tveim vikum og datt á draumajakkann í Carhartt búðinni. Mig hafði lengi dreymt um jakka í þessum stíl og ég held að sá sem ég fann sé sá flottasti af þeim sem ég hef verið að spá í.

Ekki veitir af regnheldum jakka hérna í Rotterdam því það rignir endalaust. Ég valdi staðsetninguna klárlega ekki veðursins vegna. Var á leiðinni út í búð þegar ég leit út um gluggann og sá að það var eins og hellt úr fötu. Nýtti því tímann þangað til það stytti upp til að taka myndir af outfittinu og jakkanum.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Jakki: Carhartt WIP – Ég veit að vinir mínir í Húrra Reykjavík voru að fá nýja sendingu af Carhartt WIP og þar á meðal eru jakkar í þessum stíl. Endilega kíkið á þá
Skór: Vans / Húrra Reykjavík – ofnota þessa skó þar sem þeir ná uppyfir ökkla sem hentar vel þegar helmingurinn af buxunum mínum eru of stuttar í lengdina!
Peysa: Monki
Buxur: H&M

Hvernig finnst ykkur annars umhverfið á myndunum? Þetta er nefnilega heima hjá mér hérna í Rotterdam! Erum með alls kyns skemmtilega hluti uppi á veggjum hérna úti, m.a. þennan bjórvegg og appelsínugula ljónið. Svo erum við með foosball borð, RISAstórt H&M plakat af Miröndu Kerr og ég veit ekki hvað og hvað. Stelpurnar sem búa hérna eru miklir húmoristar og það endurspeglast í skemmtilegri íbúð. Ég sýni ykkur kannski betur síðar.

xx

Andrea Röfn

// Two weeks ago I was in Berlin and stumbled on my dream jacket at Carhartt. I had dreamt about this kind of a jacket for a while and I’m pretty sure the one I found is the coolest of the one’s I’ve been looking at. In Rotterdam a good rainjacket is a must since it hardly stops raining. I definitely didn’t choose this location based weather.

How do you like the surroundings in the photos? This is my home here in Rotterdam! We’ve got all kinds of funny things up on the walls, e.g. this beer wall and the Orange lion. We also have a foosball table, a HUGE H&M poster of Miranda Kerr and a lot more. The girls who live here have a great humor which reflects in this cool apartment. I might show you more later. Xx Andrea Röfn

OUTFIT

OUTFITROTTERDAM

Uppáhalds flíkurnar þessa dagana sem ég mix-matcha við önnur föt eða klæðist öllum í einu..

Processed with VSCOcam with x1 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with c1 preset

Gallajakki: Weekday
Rúllukragapeysa: & Other Stories
Mesh bolur: Monki
Cat jeans: Monki
Sneakers: Jordan 1

Fékk rúllukragapeysuna í Berlín síðustu helgi og hef varla farið úr henni. Hún er svo mjúk og þægileg og er mjög skotin í peysu+gallajakka tvennunni. Kattarbuxurnar fékk ég í Monki á slikk og finnst þær krúttlegar en samt svo töffaralegar. Jordans eru svo allra uppáhalds, mig langar í annað par en veit ekki alveg hvaða týpu. Aron bróðir minn er búinn að smita mig af Jordan veiki en hann er mikill skósafnari.

Kíkti í heimsókn til Den Haag í gær. Get ómögulega haldið mig í sömu borginni lengur en viku! Hitti þar yndislega vini og borðaði góðan mat. Ómetanlegt að hafa gott fólk alls staðar í kringum sig.

xx

Andrea Röfn

HALLÓ HOLLAND

ROTTERDAM

Þá er ég flutt til Rotterdam. Hér verð ég næstu mánuði í skiptinámi við Rotterdam School of Management í Erasmus University, sem er virtur viðskiptaháskóli. Ég er mjög spennt fyrir þessu öllu saman!

Ég bý með tveimur yndislegum stelpum, frá Belgíu og Hollandi, í stórri og fallegri íbúð nálægt bænum og skólanum. Rotterdam er næst stærsta borgin í Hollandi og hér er mikið mannlíf og menning. Borgin er líka vinsæll áfangastaður námsmanna og skiptinema vegna háskólans og því er mikið af fólki á mínum aldri hér.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Screen Shot 2015-09-10 at 22.21.07

Processed with VSCOcam with c1 preset

Innan við viku eftir að ég kom út mættu foreldrar mínir og Aron bróðir til Amsterdam. Við fórum svo öll saman á landsleikinn gegn Hollandi sem var ótrúleg og ógleymanleg upplifun. Í Amsterdam hitti ég svo fullt af uppáhalds fólki og hefði getað verið duglegri á myndavélinni en ég var of upptekin við að njóta!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

ÞVÍLÍKUR LEIKUR –  vægast sagt!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 presetIMG_6740

Processed with VSCOcam with f2 preset

Helginni eyddu þau svo hér í Rotterdam sem var ekkert nema yndislegt. Borgin er stútfull af góðum veitingastöðum og fallegum búðum. Það er vægast sagt erfitt að halda aftur af sér í fatakaupum hér en mér hefur þó tekist það hingað til, fyrir utan hvítan gallajakka sem stökk á mig í Weekday um helgina.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Hlakka til að segja ykkur meira frá lífinu í Rotterdam

xx

Andrea Röfn