fbpx

BERLIN

FESTIVALROTTERDAM

(ENGLISH BELOW!)

Einn rólegan föstudag í september sat ég á skólabókasafninu og var ekki beint með plan fyrir helgina. Tveimur tímum seinna var ég mætt á Schiphol flugvöll í Amsterdam og fimm tímum seinna mætt til Berlínar að hitta nokkra af mínum bestu vinum. Ég er vön því að taka skyndiákvarðanir en ég held að þessi ákvörðun hafi toppað allar hinar. Þau voru mætt til Berlínar til að fara á tónlistarhátíðina Lollapalooza sem var haldin þar í fyrsta skiptið þessa helgi. Hátíðin hefur hingað til einungis farið fram í Bandaríkjunum og S-Ameríku.

Ég hafði ekki kíkt á line-upið á Lollapalooza áður en ég lagði í hann til Berlínar en þessa helgi endaði ég með því að sjá og heyra í Sam Smith, Bastille, Muse, Kygo, Macklemore & Ryan Lewis, Hot Chip og enn fleiri artistum. Og djöfull sem það var gaman.

image

image

image

image

image

image

image

image

image

image

image

image

Processed with VSCOcam with kk1 preset

hehehe…

image   image image

image

image

image

image

image

image

image

image

image

image

image

Þetta var fyrsta skiptið mitt í Berlín, en eftir hátíðina áttum við dag einn í borginni. Það var hins vegar rigning og allir vægast sagt þreyttir. Ég held ég þurfi því að gera mér aðra ferð þangað til að skoða mig um og upplifa Berlínska menningu til hins ítrasta.

Ég fór svo í smá Íslands „heimsókn” síðustu helgi sem var voðalega ljúft – ég á augljóslega mjög erfitt með að halda mig á sama stað í of langan tíma en það er svosem ekkert nýtt. Þessari helgi ætla ég samt að eyða í borginni minni, Rotterdam, sem ég dýrka og fíla betur með hverjum deginum. Kveðja frá nýja uppáhalds kaffihúsinu mínu..

xx

Andrea Röfn

On a Friday in September I sat at the school library not really sure about my plan for the weekend. Two hours later I was at Schiphol Airport in Amsterdam and five hours later I was in Berlin with some of my best friends from Iceland. I’m used to taking last minute decisions but I think this one beat them all. My friends were in Berlin for a music festival named Lollapalooza. It was the first time the festival was held in Europe but until now it’s been held in the USA and South America.

I hadn’t even seen the line-up for Lollapalooza before I was on my way to Berlin, but that weekend I ended up with seeing and hearing Sam Smith, Bastille, Muse, Kygo, Macklemore & Ryan Lewis, Hot Chip, along with many other artists. And damn it was fun.

It was my first time in Berlin, and after the festival we had a day to spend in the city. It was pouring and everyone was tired, so another trip to Berlin with a different purpose is on my to do list, to explore the city better.

I ‘visited’ Iceland last weekend which was really nice – apparently I’m having a hard time staying in one place for too long but that’s nothing new. This weekend I’m spending in my city, Rotterdam. I’ve become to love this place more and more with everyday that passes!

xx

Andrea Röfn

NEW IN - CARHARTT WIP

Skrifa Innlegg