FATAMARKAÐIR HELGARINNAR

FLÓAMARKAÐURUMFJÖLLUNVERZLÓ

Á morgun fara fram tveir stórir fatamarkaðir í bænum –

14 Verzlunarskólameyjar selja af sér spjarirnar í Hinu Húsinu

Til sölu verður lítið notaður og nýr fatnaður og skór á góðu verði

10931341_10205400997237722_5812590480168271197_n

11138506_10206731136336153_6258623704437971667_n

Hvar: Hitt Húsið
Hvenær: laugardag frá 13-17

Háskólaport – flóamarkaður á Háskólatorgi

Stúdentaráð Háskóla Íslands mun breyta Háskólatorgi í flóamarkaðinn Háskólaport. Háskólanemar munu standa vaktina og selja allt milli himins og jarðar. Básarnir í ár eru gríðarlega fjölbreyttir og skemmtilegir og eru allir velkomnir.

11136943_10206426400364771_930965726_n

11096289_10206426400164766_1684778976_n

11149153_10206426400444773_783120300_n

Hvar: Háskólatorg
Hvenær: laugardag frá 12-16

Mikið finnst mér þetta sniðugir markaðir. Verzlóstelpurnar eru að útskrifast í vor og mun fatasalan eflaust hjálpa þeim að fjármagna útskriftarferðina. Háskólatorg er líka virkilega skemmtilegur staður og skapast alltaf mikil stemning þar þegar margt fólk er á svæðinu. Munið svo eftir Stúdentakjallaranum í HÍ – en þar er hægt að fá sér alls kyns veitingar, kökur, kaffi og brunch.

Ég mæli með rölti milli markaða á morgun. Það er klárlega það sem ég myndi gera ef prófalærdómurinn væri ekki tekinn yfir.

Góða helgi

xx

Andrea Röfn

MELROSE TRADING POST

FLÓAMARKAÐURKALIFORNÍASECOND HAND

Melrose Trading Post er flóamarkaður í Los Angeles staðsettur fyrir utan Fairfax high school, á horninu á Melrose og Fairfax. Markaðurinn er haldinn alla sunnudaga og er þar að finna allt milli himins og jarðar; fatnað, skó, fylgihluti, húsgögn, húsmuni, bækur, bíómyndir, mat og lengi mætti telja. Munið þið þegar ég skrifaði um Brooklyn Flea? Ég var yfir mig hrifin af þeim markaði, en Melrose Trading Post er MARGFALT stærri og veglegri! Bara að hann væri ekki svona langt í burtu frá okkur.

Þar sem ég var ekki ein að dunda mér og skoða hvern einasta bás keypti ég ekki mikið. Mér tókst þó að kaupa mér tvo pelsa á slikk enda lítið notagildi í pelsum fyrir íbúa LA.
IMG_4507

IMG_4504

IMG_4505

IMG_4506

Þessi mynd varð að fylgja með – ég fæ hroll!

IMG_4508

IMG_4510

IMG_4514

IMG_4516

Frábær markaður sem ég mæli með fyrir alla sem heimsækja LA

xx

Andrea Röfn