SARDINÍA

ANDREA RÖFNTRAVEL

Í framhaldi af deginum okkar Arnórs í París sem ég skrifaði um fyrir stuttu lá leið okkar til Sardiníu. Okkur langaði mikið til Ítalíu í fríinu og til að fá almennilegar ráðleggingar um góðan áfangastað heyrði ég í Ásu Regins sem veit vægast sagt mikið um landið. Hún mælti með Porto Cervo á norðausturhorni Sardiníu og við vorum svo sannarlega ekki svikin. Porto Cervo er einn fallegasti staður sem við höfum komið til og stóðu tærar strandirnar og fallegu sólarlögin upp úr.

Á einkaströnd hótelsins sem tók nokkrar mínútur að komast á með bát
Skór: Nike Mayfly Woven sem ég mæli mikið með. Þetta er annað parið sem ég á af þessari týpu sem fæst til dæmis HÉR
Eyddum einum degi í San Pantaleo en það var akkurat markaður þennan dag og mikið líf og fjör í þessu pínulitla þorpi. Kjóllinn er úr &Other Stories.       Varð að deila með ykkur uppáhalds sólarvörninni minni sem er frá Hawaiian Tropic. Ég hef notað þessa vörn í mörg ár og hún stendur alltaf fyrir sínu. Liturinn helst mjög fallega á manni, sérstaklega ef maður er duglegur að bera á sig after sun frá sama merkinu. Ég hef fengið margar spurningar um sundbolinn en hann fékk ég í Topshop og svarta sjalið er úr Filippa K Ef þið hafið einhverjar spurningar um Porto Cervo ekki hika við að heyra í mér á andrea@trendnet.is eða direct á instagram: @andrearofn

xx

Andrea Röfn

PARIS JE T’AIME

ANDREA RÖFNTRAVEL

Við Arnór fórum loksins í frí í júní. Á leið okkar til Ítalíu stoppuðum við einn dag í París, einni af mínum uppáhalds borgum. Ég hef komið þangað þónokkrum sinnum en Arnór hafði komið einu sinni til að spila leik síðasta sumar og því ekki náð að skoða borgina. Á þessum eina degi tókst okkur að sjá mikið ásamt því að setjast niður inn á milli og njóta veðursins og félagsskaparins.

Kjóll: Libertine Libertine
Skór: Nike Mayfly Woven
Sólgleraugu: Dior

 

París er svo sannarlega borg ástarinnar! Næsta blogg verður svo um fríið á Ítalíu sem var dásamlegt í alla staði.

xx

Andrea Röfn

SAINT TROPEZ

PERSÓNULEGTTRAVEL

Í Frakklandsferð okkar fjölskyldunnar áttum við viðkomu á mörgum fallegum stöðum. Einn þeirra var Saint Tropez, sem liggur við hliðina á Sainte Maxime þar sem við dvöldum lengst. Við gerðum okkur dagsferð til Saint Tropez og tókum þangað bát frá Sainte Maxime, en það tók okkur einungis 10 mínútur. Við röltum um bæinn sem var afar fallegur en lengstum tíma eyddum við þó á bar við bátahöfnina og fylgdumst með snekkjunum og mannlífinu, sem afsakar fjölda mynda sem teknar voru á staðnum. Ég ætla svo að segja ykkur meira frá Frakklandsferðinni á næstunni.

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

OUTFIT

Kjóll: Libertine Libertine
Skór: Nike Mayfly Woven
Sólgleraugu: DIOR

Processed with VSCO with f2 preset

Að lokum vil ég lýsa yfir djúpri sorg vegna atburðanna sem áttu sér stað í Nice í gærkvöldi. Hugur minn og hjarta er hjá Frökkum og öllum þeim sem á nokkurn hátt urðu fyrir áhrifum vegna árásarinnar. Mikið vildi ég að jörðin væri fallegri og friðsælli staður að vera á.

<3

Andrea Röfn  

ÁFRAM ÍSLAND!

ANDREA RÖFNTRAVEL

Ég er stödd í Frakklandi þar sem EM stendur yfir. Við fjölskyldan flugum á mánudaginn og erum með hús í Sainte Maxime í Suður-Frakklandi. Þetta er einn fallegasti staður sem ég hef komið til en húsið okkar er lengst uppi í fjallinu með útsýni yfir bæinn, hafið og Saint Tropez.

Við urðum að sjálfsögðu vitni að stórleik Íslands gegn Portúgal sem fram fór í St. Etienne á þriðjudaginn. Þvílík upplifun!! Það er erfitt að lýsa stemnigunni í stúkunni og í fan zone fyrir leik enda mörgþúsund Íslendingar mættir til Frakklands til að horfa á og styðja liðið í fyrsta skipti á stórmóti. Úrslitin gerðu upplifunina margfalt skemmtilegri og reiður Ronaldo skemmti ansi mörgum þetta kvöld.

IMG_8045 Processed with VSCO with f2 preset Processed with VSCO with f2 preset

Í kvöld mætir liðið Ungverjum í Marseille og við fjölskyldan erum mætt til borgarinnar. Endilega fylgist með gleðinni á snapchat og instagram undir andrearofn! Ég mun líka sýna frá gleðinni á Trendnet snappinu, trendnetis.

Kveðja frá Frakklandi og áfram Ísland!!

xx

Andrea Röfn

 

HÁTÍÐARKVEÐJA FRÁ AFRÍKU

JÓLPERSÓNULEGTTRAVEL

Gleðileg jól kæru lesendur!

Ég held upp á jólin ásamt fjölskyldunni í Cape Town – Suður Afríku og get ekki beðið eftir að segja ykkur betur frá þessum gullfallega stað!

Þangað til njótið jólanna með ykkar nánustu, hvar sem þið eruð stödd í heiminum. Þetta er yndislegasti tími ársins!

Merry Christmas dear readers!

I’m celebrating Christmas along with my family in Cape Town – South Africa. I can’t wait to tell you more about this beautiful country!

Until then, enjoy the holidays. It’s the most wonderful time of the year!

1236926_10153744489565600_3116453110156845070_n

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_0009

IMG_9968  IMG_0584

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_0538

Processed with VSCOcam with f2 preset

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn

Folloq me on instagram: @andrearofn

xx

Andrea Röfn

KALIFORNÍU ÆVINTÝRIÐ PART 2

KALIFORNÍAPERSÓNULEGTTRAVEL

Hér er seinni hlutinn af Kaliforníu ævintýrinu – en fyrri hlutinn er hér.

San Francisco, Los Angeles og Las Vegas, Nevada.

Ég vona að þið hafið gaman af myndunum! Eins og ég sagði í fyrra blogginu, endilega skrifið til mín ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi staðina :-)

IMG_4946

Tók skyndiákvörðun og skellti mér til San Francisco

IMG_4956

Chinatown í San Francisco sem er elsta kínahverfið í N-Ameríku og stærsta kínverska samfélagið fyrir utan Asíu

IMG_4959

Morgunmatur á Mama’s, gömlum fjölskyldureknum stað og margverðlaunuðum. Er nokkuð viss um að þessar pönnukökur verði aldrei toppaðar!

IMG_4961

Fallega borg.. <3

IMG_4971

IMG_4973

IMG_4979

Processed with VSCOcam with c1 preset

Mótorhjólatúr upp og niður brekkur San Fran. Mér leið smá töffaralega þarna!

IMG_5007

Þessar brekkur eru ekkert grín

IMG_5012

Fékk slökkviliðsmanninn til að brosa fyrir myndavélina

IMG_5017

IMG_5020

Processed with VSCOcam with f2 preset

Lombard Street

IMG_5029

Gestgjafarnir frábæru sem voru í San Fran að þróa appið sitt Blend In

IMG_5126

Golden Gate Bridge – virkilega flott

IMG_5150

.. og líka virkilega há! Það örlaði fyrir lofthræðslu hjá mér þegar ég stóð þarna

10245486_10203140927101367_2312454299846040714_n

IMG_5186

IMG_5227

IMG_5244

Komin aftur til LA

IMG_5263

Melrose

IMG_5279

Rúntuðum um Hollywood Hills og skoðuðum risa húsin þar. Rákumst á Tracee Ross, dóttur Diönu Ross, úti að labba með hundinn sinn. Stelpurnar voru mjög starstruck, meira en ég enda hafði ég aldrei heyrt um konuna. Ég var hins vegar ágætlega starstruck þegar við lentum á spjalli við Jake Gyllenhaal á veitingastað seinna um kvöldið. Einhverra hluta vegna voru stelpurnar rólegri yfir því. Ætli ég þurfi ekki að fara að kynna mér Tracee Ross betur!

IMG_5317

City lights

IMG_5336

IMG_5327

The Ivy – óendanlega fallegur veitingastaður í Beverly Hills. Maturinn var líka dásamlegur.

IMG_5232

Elli B-day boy og María Birta buðu í grill og eina ameríska súkkulaðiköku. Ég var í sykursjokki næstu klukkutímana.

IMG_5349

Gömlu vinirnir sameinaðir og á leiðinni til Las Vegas

IMG_5356

IMG_5360

Ótrúleg borg, ef borg má kalla. Mér fannst þetta bara eins og risastór skemmtigarður fyrir fullorðna.

Processed with VSCOcam with m5 preset

Sundlaugin á hótelinu

IMG_5414

IMG_5423

IMG_5446

Ég var í stíl við The Cosmopolitan hótelið þar sem allt glitrar og glansar

IMG_5455

Bellagio gosbrunnarnir

IMG_5525

Ein af u.þ.b. 100 kapellum sem við sáum þegar við keyrðum um Vegas

IMG_5375

Hótelið, MGM Grand

IMG_5513

IMG_5554

Komin aftur til LA og beint á Zuma beach í Malibu.. heaven

IMG_5595

IMG_5235

Umami Burgers

Processed with VSCOcam with c1 preset

James Franco

IMG_5611

Michael Jackson á Hollywood Boulevard

IMG_5633

Skelltum okkur í mjög óvænta göngu upp að Hollywood skiltinu og slógumst í lið við skemmtilega karaktera. Gangan endaði á því að vera um 40 mínútur upp í 37 stiga hita og sem betur fer var eitt okkar sniðugt og skellti sólarvörn með í bakpokann. Þessi mynd er tekin yfir borgina hinum megin við Hollywood skiltið.

IMG_5640 IMG_5646

IMG_5654

Allt í einu stóðum við fyrir ofan hið fræga Hollywood skilti. Mjög skemmtilegt að fara aðrar leiðir og að standa svona nálægt skiltinu. Ég tala nú ekki um útsýnið þarna uppi.

Processed with VSCOcam with m5 preset

Processed with VSCOcam with c1 preset

Beint á the Standard Hollywood eftir erfiða göngu!

IMG_5697

IMG_5699

IMG_5710

Icelandic Music Export og þessar vinkonur sameinaðar

IMG_5725

IMG_5755

Þóttumst þreyttar á öllum pokunum

IMG_5769

Eyglóin mín

IMG_5761

IMG_5786

Fallegur blómagarður á Sunset Boulevard

IMG_5764

IMG_5789

<3

IMG_5778

Síðasta kvöldið og allt komið ofan í tösku

IMG_5803

Á heimleið

5 vikur af eintómri snilld, óvæntum uppákomum, skyndiákvörðunum, skemmtilegu fólki og fullt af sól!

xx

Andrea Röfn

KALIFORNÍU ÆVINTÝRIÐ PART 1

KALIFORNÍAPERSÓNULEGTTRAVEL

Ferðalagið mitt um Kaliforníu var eitt stórt ævintýri. Þar sem lítið sem ekkert var planað gerðust skemmtilegir hlutir hver á fætur öðrum og ég hitti áhugavert fólk á hverjum degi. Eftir 5 vikur af sófa-flakki, heimsókn til þriggja nýrra borga og eina útilegu kom ég heim í rúmið mitt og rútínu og er rétt svo núna að ná sólarhringnum aftur til baka. En minningabankinn er orðinn stútfullur og vinalistinn stærri. Hérna er fyrri parturinn af uppáhalds myndunum mínum úr ferðinni…

IMG_4415

LAX

IMG_4449

Alls staðar voru drykkir í krukkum

IMG_4453

Venice beach er engu öðru lík

IMG_4455

IMG_4482

IMG_4485

IMG_4486

IMG_4499

IMG_4504

Melrose Trading Post – flóamarkaður á allt öðru leveli en aðrir flóamarkaðir sem ég hef farið á. Jiminn eini, hann fær sér bloggfærslu.

IMG_4433

Komst í mini-rækt nokkrum sinnum. Ekkert í líkingu við World Class en þetta varð að nægja!

IMG_4535

3rd street promenade í Santa Monica

IMG_4611

IMG_4647

Þarna eyddi ég mörgum stundum með góðu fólki <3

IMG_4658

Sushi kids á Hollywood Boulevard

IMG_4659

IMG_4679

Uppáhalds máltíðin mín og nýjasta æðið. Avocado með tómötum, basiliku, salti, pipar og olíu. Fæ vatn í munninn við tilhugsunina.

IMG_4684

Þetta fannst mér skemmtileg stjarna á Hollywood Boulevard

IMG_4695

Sigraði Runyon Canyon í frábærum félagsskap. Skemmtilegasta workout sem ég hef gert og útsýnið á toppnum var rosalegt.
IMG_4714

Við vinkonurnar á leiðinni út á lífið

IMG_4745

Road trip í Palm Springs útilegu.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Processed with VSCOcam with c1 preset

IMG_4785

IMG_4770

IMG_4771

IMG_4774

IMG_4778

IMG_4901

Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_4909

IMG_4828

IMG_4852

IMG_4893

IMG_4877

Bara risaeðla á bensínstöð, allt rosalega eðlilegt

IMG_4914

Í mikið notuðum kjól úr Weekday og maxi peysu frá Filippu K

Processed with VSCOcam with t1 preset

TOMS, svo fallegt kaffihús í Venice, tekið í bakgarðinum. Kaffi, djúsar og TOMS vörur til sölu.

Processed with VSCOcam with m3 preset

Morgunæfing á Santa Monica beach

Ég hlakka til að sýna ykkur fleiri myndir! Endilega skrifið comment hér að neðan eða sendið mér póst ef þið hafið einhverjar spurningar eða pælingar varðandi LA – ég ætti að vita sitthvað um borgina eftir 5 vikna dvöl.

xx

Andrea Röfn