fbpx

WHEN IN STOCKHOLM

SHOPSVÍÞJÓÐTRAVEL

Ég skrapp til Stokkhólms í vikunni að hitta mömmu mína. Hún var þar vegna fundar, en hún ferðast mikið til Norðurlandanna í vinnunni, sem ég er svo sannarlega að fara að njóta góðs af eftir að ég flutti til Malmö. Nú getum við hist miklu oftar og átt gæðastundir saman. Þessi stutta Stokkhólmsheimsókn fór aðallega í leit að útskriftardressi, en það er minna en vika í útskriftina mína og því ekki seinna vænna að ákveða hverju ég ætla að klæðast. Ég fór í fjölmargar búðir en fann aðallega flíkur sem mig langaði að eignast til að klæðast dags daglega, sem sagt eitthvað minna af spennandi útskriftarfötum. Leitin endaði svo með því að ég keypti ekki neitt í Stokkhólmi heldur keypti ég dragt í Malmö sem ég hafði þegar mátað þrisvar sinnum og alltaf haft í huga sem útskriftardress. Ég er fáránlega ánægð með hana og hlakka til að klæðast henni á laugardaginn.


Berns Asiatiska – ómæ hvað hann var góður. Sandra snillingur sendi mér nokkra staði sem hún mældi með og Berns fær algjöra toppeinkunn. Acne trefill sem ég er með á heilanum og ætla að kaupa mér um leið og ég kem aftur út. Rodebjer kápa – hér.Ég hef átt eina leopard mynstraða flík yfir ævina og alltaf átt smá erfitt með þetta print. Þessi kemst samt næst því að vera eitthvað sem ég gæti mögulega fílað. Ganni – hér.
Perfect litur – Acne Studios hér.Sandro Paris – hér.Gervipels frá Rodebjer, var á útsölu og núna er ég lítil í mér að hafa ekki keypt mér hann, haha. Mér sýnist vera nokkrir eftir, hér.

Við gistum á hóteli sem heitir At Six. Það er nýtt og ótrúlega fallegt hótel á besta stað í bænum. Hótelið fær mín bestu meðmæli ef þið eruð að spá í að skella ykkur til Stokkhólms á næstunni.

Svo heppin að fá að kalla þessa ofurkonu mömmu mína.

Hlakka til næstu Stokkhólmsheimsóknar!

Andrea Röfn

DRAUMA JAKKINN MINN

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Inga Maren Rúnarsdóttir

  25. February 2018

  Hvaðan er þessi undurfallega rúllukragapeysa sem þú ert í?

  • Andrea Röfn

   26. February 2018

   Hún er frá Stine Goya, AW17 línunni :-)

   • Inga Maren Rúnarsdóttir

    26. February 2018

    Takk :) Berð hana mjög vel

    • Andrea Röfn

     27. February 2018

     Takk kærlega fyrir <3