NEW IN – NIKITA

ÍSLENSKTNIKITAOUTFIT

NIKITA Clothing er eitt af mínum uppáhalds merkjum og á sér sérstakan stað í hjartanu mínu. Þegar ég var 18 ára byrjaði ég að vinna með NIKITA og í kjölfarið ferðaðist ég til Mexíkó, Miami, Frakklands, Spánar, Ítalíu og London, ásamt því að eyða ófáum klukkustundum í NIKITA myndatökur hér á Íslandi. Á þessum tíma kynntist ég fólki sem skipta mig mjög miklu máli í dag.

Heiða Birgisdóttir er yfirhönnuður og stofnandi NIKITA. Hún hannar hérna heima en höfuðstöðvar NIKITA eru í Portland. Ég fór um daginn til hennar að sækja brettaföt og sá í leiðinni þennan guðdómlega jakka hangandi á slá. Þegar ég var komin í hann sagði Heiða mér að taka hann með mér heim, það yrði einhver að nota hann og hann væri aðeins of stór á hana sjálfa. Ég hef varla farið úr honum síðan enda finnst mér standa Andrea (og Heiða) utan á honum. Ég fæ aldrei jafn mörg hrós eins og þegar ég klæðist jakkanum og það gleður mig alltaf jafn mikið að segja fólki að þetta sé Nikita jakki :-)

 Processed with VSCOcam with g3 preset Processed with VSCOcam with g3 preset Processed with VSCOcam with g3 presetProcessed with VSCOcam with g3 presetJakki: NIKITA
Skór: Adidas Tubular

xx

Andrea Röfn

NIKITA X COPSON STREET

ANDREA RÖFNNIKITAWORK

Síðasta vor fór ég til London í myndatöku fyrir vor/sumarlínu NIKITA fyrir sumarið sem er að koma. Í London skutum við línu sem hönnuð var í samstarfi við Mariu Falbo, team rider hjá Nikita, sem heldur úti lifestyle blogginu www.copsonstreet.com.

Þessi myndataka var með þeim skemmtilegri sem ég hef tekið þátt í. Ekki nóg með að vera með Nikita fólkinu mínu í London heldur tók Saga Sig myndirnar og Ísak Freyr sá um förðunina. Ég veit ég er alltaf að segja þetta en þarna vorum við að tala um sannkallað dream team!! Ég er svo heppin að þekkja allt þetta frábæra fólk.

Myndirnar eru teknar í London og á ströndinni í Brighton. Laid back stemning, hjólabretti, ís, gamalt tívolí, glampandi sól, vindur og mikill hlátur og gleði einkenndu þessa myndatöku.

13 14 16 11 17 1012 18 19 9 8 21 6 7 204 5 3 1 2

Línan er komin í sölu HÉR

Á meðan að tökunum stóð fylgdi okkur upptökuteymi – myndbandið sem þeir settu saman er mjög skemmtilegt. Ýtið á gluggann til að það spilist.

3

xx

Andrea Röfn