fbpx

NIKITA X COPSON STREET

ANDREA RÖFNNIKITAWORK

Síðasta vor fór ég til London í myndatöku fyrir vor/sumarlínu NIKITA fyrir sumarið sem er að koma. Í London skutum við línu sem hönnuð var í samstarfi við Mariu Falbo, team rider hjá Nikita, sem heldur úti lifestyle blogginu www.copsonstreet.com.

Þessi myndataka var með þeim skemmtilegri sem ég hef tekið þátt í. Ekki nóg með að vera með Nikita fólkinu mínu í London heldur tók Saga Sig myndirnar og Ísak Freyr sá um förðunina. Ég veit ég er alltaf að segja þetta en þarna vorum við að tala um sannkallað dream team!! Ég er svo heppin að þekkja allt þetta frábæra fólk.

Myndirnar eru teknar í London og á ströndinni í Brighton. Laid back stemning, hjólabretti, ís, gamalt tívolí, glampandi sól, vindur og mikill hlátur og gleði einkenndu þessa myndatöku.

13 14 16 11 17 1012 18 19 9 8 21 6 7 204 5 3 1 2

Línan er komin í sölu HÉR

Á meðan að tökunum stóð fylgdi okkur upptökuteymi – myndbandið sem þeir settu saman er mjög skemmtilegt. Ýtið á gluggann til að það spilist.

3

xx

Andrea Röfn

TÓNLEIKAR MEÐ TILGANG

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Guðrún Björg

  11. March 2014

  Hver er fallegust á strætóskýlum essaþú? Mikið er gaman að keyra í vinnuna og sjá þig með nokkra metra millibili. lov. guðrúnbjorg

 2. Hildur Ragnarsdóttir

  12. March 2014

  geggjaðar myndir og þú eins og vanalega algjört mega beib

  mig langar í þennan gráa tank sem þú ert í á myndinni – mega nice!

  xx