fbpx

TÓNLEIKAR MEÐ TILGANG

ÍSLENSKTTÓNLISTVIÐBURÐIR

Annað kvöld fara fram í Hörpu „Tónleikar með tilgang” á vegum Samtakanna ’78, Amnesty International og nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði.

Fram koma Retro Stefson, Sykur, Hinsegin kórinn, Páll Óskar og Sigga Beinteins & Stjórnin.

Tónleikar með tilgang

Miðaverð er 2000 kr og hægt er að kaupa miða HÉR. Allur ágóði rennur óskiptur til hinsegin fólks í Úganda en mannréttindi þeirra eru fótumtroðin og á dögunum var frumvarp sem kveður á um lífstíðarfangelsi við samkynhneigð í landinu samþykkt.

Þetta er því málstaður sem vert er að leggja lið og ég hvet alla til að kaupa sér miða og skella sér á tónleika annað kvöld!

Hvar: HARPA
Hvenær: 6. mars
Klukkan: 20:00

xx

Andrea Röfn

KJÓLARNIR Á ÓSKARNUM

Skrifa Innlegg