Therma Kōta í NORR11

FASHIONSHOP

Vááá … þessar myndir! Saga Sig heldur áfram að toppa sig með því íslenska draumaútsýni sem hún gefur okkur í nýrri herferð sem unnin er í samstarfi við fatamerkið Therma Kōta.

Therma Köta er kanadískt fatamerki hannað af Mosha Lundström Halbert. Mosha á í íslenskar rætur að sækja þar sem amma hennar var íslensk. Hún er því heilluð af fallega landinu okkar og ætlar sér að kynna hönnun sína í Reykjavík í fyrsta sinn. Einhverjir af mínum lesendum gætu kannast við nafnið þar sem ég bloggaði um hana þegar hún gifti sig á Íslandi fyrir rúmu ári síðan. Það brúðkaup rataði í VOGUE og ég var alveg dolfallin yfir þeirri fegurð. Sjá gamlan póst: HÉR

Saga og Therma hafa tekið höndum saman og bjóða í partý á Íslandi í vikunni og ÞÉR er boðið. Yfirhafna sjúka konan sem ég er (þið vitið það sem hafið fylgt mér lengi .. ) hefði verið mjög spennt fyrir því að mæta. Þetta lítur mjög vel út og það verða goodie bags svo því sé haldið til haga fyrir Íslendinga sem elska slíkt ;) ..
Lesið niður allan bloggpóstinn til að fá frekari upplýsingar.


Mosha Lundström Halbert í Therma Kōta

//

I love these photos taken by the talented photographer Saga Sig for Therma Köta. They will be in Iceland this week showing the full collection of the label in Norr11 on Hverfisgata. More about the event below in the post.
The designer of Therma Köta is Mosha from CANADA, but she have some routs in Iceland – her grandmother was Icelandic. Some of my readers may remember her from older blogpost that I wrote about her Vogue wedding on a cold day in January last year – so beautiful.

Fallegu smáatriði ..
//
Beautiful details ..

Mokka draumur sem hefur notagildi út lífið ..

Þessi er trylltur!
//
Want!

Þessir litir … engu líkt.

Every day coat ..

Æ svo er ég bara svo Íslandssjúk, búsett í útlöndum! Hér skín orka landsins svo vel í gegn ..

Meira HÉR

If you are in Reykjavík: Join Saga Sig, Jóhanna Maggy and Therma Kota’s co-founders Mosha & Sophie Lundström Halbert to see and shop the new Therma Kōta outerwear collection.

 

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÉG BÝÐ MIG FRAM

ANDREA RÖFN

Ég býð mig fram er listahátíð á vegum Unnar Elísabetar Gunnarsdóttur dansara sem frumsýnd verður í vikunni og sýnd í Mengi út nóvember. Unnur hafði samband við 13 listamenn sem sömdu örverk sem hún mun svo flytja. Þeir fengu allir sama bréfið sem byrjaði svona..

Kæri listamaður þú hefur veitt mér innblástur! Mér þykir forvitnilegt hvernig þú hugsar og langar mikið til að fá að gægjast inn í hugarheim þinn…

Allir sögðu já. Listamennirnir eru úr öllum áttum, allt frá dönsurum til tónlistarmanna, ljósmyndara og rithöfunda og sumir höfðu aldrei samið neitt tengt dansi. Þeir eru:

Aðalheiður Halldórsdóttir , Arnór Dan, Bergur Ebbi, Daði Freyr, Kristín Gunnlaugsdóttir, Hannes Þór Egilsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Vala Kristín, Saga Sig, Ólöf Nordal, Margrét Bjarnadóttir, Barði Jóhannsson og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. 

Um Ég býð mig fram sagði hún: „Það sem er búið að vera skemmtilegast við þetta ferli er hvað listamennirnir eru að gera ólík örverk og hvað það er gaman að kafa inn í þeirra hugarheim, kynnast þeim og sjá hvernig þau hugsa. Samstarfið hefur verið einstaklega skemmtilegt og gefandi. Ég er að henda mér í ýmis konar hlutverk og á hlaupum allan daginn í hittingum og á æfingum. Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt ferli og ögrandi þar sem ég henti mér út í djúpu laugina og bauð mig fram til að framkvæma/flytja það sem listamennirnir vildu. Þetta er algerlega ný nálgun.“

Unnur kenndi mér ballett þegar ég var í Listdansskóla Íslands og við ballettvinkonurnar tölum ennþá um það í dag hversu góður kennari hún var og hversu gott formið okkar var undir hennar leiðsögn. Við Unnur höfum svo unnið saman síðan þá en hún hefur verið dugleg við að choreographa tískusýningar og var til dæmis hluti af Eyland sýningunni á RFF 2016 og Swimslow sýningunni á Hönnunarmars í ár.


Myndir: Saga Sig

Frekari upplýsingar um Ég býð mig fram er að finna hér og miðasalan fer fram á Miði.is, hér.

Andrea Röfn

BAK VIÐ TJÖLDIN

H&M

Það var svo skemmtileg myndatakan sem ég tók þátt í með H&M á dögunum. Eins og ég sagði ykkur þá mátti ég ekki vera í beinni á samskiptamiðlum á meðan töku stóð. Ég átti til þónokkuð af baksviðsmyndum sem sýna stemninguna á persónulegri nótunum sem ég vildi gjarnan deila með ykkur.

Seinna í vikunni vel ég ásamt samdómurum nokkra heppna vinningshafa í #hmicelandstyle Instagram leiknum. Vinningurinn er miði í partý ársins sem fram fer þann 24.ágúst – sérstök VIP opnun sem er top secret. Þó hafa einhverjir fuglar hvíslað að mér að þarna verði veglegur afsláttur, matur og drykkur, skemmtiatriði af betri gerðinni og gjafapokar (það elska allir gjafapoka!?). Eitthvað fleira á þó örugglega eftir að koma á óvart. Sé ég ykkur þar? Takið þátt með því að merkja ykkar móment. Ég minni á að þið þurfið ekki að vera klæddi í H&M klæðnað til að eiga möguleika á að vinna.

Ég var svo heppin að fá að vinna með svona frábæru fólki á blíðviðrisdegi. OG Hotel Marina …. þvílík íslenska fegurðin. Verð að prufa að gista þar einn daginn!

//
Some backstage pics from my shoot with H&M the other day. It was forbidden to be live on social media so I wanted to show you the atmosphere on set with these photos.

H&M will have opening party in Iceland the 24th of August and you can get your invitation by putting the #hmicelandstyle hashtag on your photo on Instagram.

 

Hér er ég mætt eldsnemma morguns og þetta er eina myndin sem rataði í story hjá mér –

H&M blazer, H&M jeans og skór frá Veja/Geysir

 

Logi Pedro, nýji besti vinur minn miðað við þessa mynd ;)

Norski stílistinn Susann Leikanger  sem fyllti skápinn af H&M fötum –

Harpa Káradóttir – THE makeupartist!

Yndislegar þessar – Saga og Anna Margrét

Það er svo gott að vinna með Sögu Sig ..

Draumaútsýni!!

Veldu nú það sem að þér þykir fallegt!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GONE

EDITORIALINSPIRATIONMUSIC

 

English Version Below13020525_10153357217211213_860829210_n.png

Er þetta laugardagslagið?

Það er mikið tísku vibe yfir nýju myndbandi söngkonunnar Sylvíu. Ljósmyndarinn Saga Sig tók upp tónlistar myndbandið en það er hennar fyrsta hingað til. Ég elska þegar fólk leggur metnað og ástríðu í sína vinnu og ég hlakka til að fylgjast með þessari efnilegu söngkonu í framtíðinni. Hún á örugglega eftir að gera miklu meira enda aðeins 20 ára gömul.

Meðfylgjandi myndir voru teknar “á setti” og þær seldu mér hugmyndina að það gæti verið gaman að deila myndbandinu með ykkur á blogginu.

Fallegt fasjón ..

13054819_10153357217001213_1158012301_o.pngunspecified-2 13046138_10153357216956213_2019719087_n.png 13023598_10153357216966213_1275858725_n.png

Íslensk Beyonce? ;)

Myndir & Myndband: Saga Sig
Stílisering: Erna Bergmann & Anna Maggý
Makeup: Fríða María
Dans: Stella Rósenkranz

//

Check out the new music video from the young and promising Sylvia. The video is made by the talented photographer Saga Sig, her first music video.

I love the “behind the scenes” photos !

Will Sylvia be the first pop-star from Iceland?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Húsgögn og húsmunir

HEIMILISVÖRURHÖNNUNHÚSGÖGN

Ef þið sjáið Slúbbert með þyrluspaðann á höfðinu þeytast milli verslana þá er það mjög líklega bara ég. Ég hef verið að skoða allt milli himins og jarðar, allt frá gólfefnum yfir í húsgögn og húsmuni. Í um átta ár hef ég ekki keypt húsgagn því ég vildi bíða þar til ég myndi koma mér almennilega fyrir. Þar af leiðandi hef ég verið með tímabundin húsgögn (sum þeirra fengum við gefins, önnur voru hræódýr) í mörg ár. Þar sem við eigum.. tjah, já varla neitt af húsgögnum fór ég rúnt um daginn milli verslana. Ég rakst á ýmislegt sem ég væri ofsalega til í að geta keypt (án þess að finna fyrir því, þetta kostar víst allt sinn skilding).

1 4b9c610eff36ad4f47ceba7f332c0ec5

Caboche veggljós. Birtan frá þessu fallega ljósi er hlý og rómantísk. Að sjá ljósið í versluninni gerir því ekki mikla greiða en þegar það er komið á vegg, stillt upp með stól eða einhverjum statement hlut er það gorgeous! Mér finnst það sérstaklega fallegt þegar veggirnir eru í öðrum lit en hvítum. Fæst í Lumex.

Borðstofuborð frá Happie Furniture. Mér finnst húsgögnin frá þeim algjört æði. Industrial og hrár stíll heillar mig svakalega.. ég er ekki viss hvoru megin ég er, þá á ég við svarta borðplötu eða viðar. Hvort tveggja er æði.

Screen Shot 2016-04-16 at 11.17.43 AM

Nú hef ég aðeins séð þessar tvær myndir eftir Sögu Sig, en þetta eru ný verk eftir hana. Þær komu inn á instagram í gærkvöldi og mér finnst þær alveg yfirburðar. Hlakka til að sjá meira. Sjá instagram Sögu Sig.

Stórir vasar frá Norr11.  Norr11 er btw ofsalega flott verslun og margt þar inni sem höfðar til mín. Mæli með heimsókn á Hverfisgötuna.

12794356_553220304837646_1275254176191308435_n 12963759_10154078213781354_7631437000797338180_n
Veggspjald frá Reykjavik Posters í ljósari litnum. Ég er fædd og uppalin í Keflavík (og Bandaríkjunum að hluta) og væri því til í eitt slíkt. Ég er að taka í FB leik og krossa fingur um að ég vinni.

Sófaborð frá Camerich. Við vinkonurnar fórum rúnt í Heimahúsinu og almáttugur, það er svo margt sem ég væri til í úr þeirri verslun. Ég er þegar búin að taka eitt frá, og er svona að vonast til að það sé enn til. En sófaborð + húsgagnið sem ég rakst á um daginn má vel verða mitt. Eyecandy allan daginn og ótrúlega vönduð húsgögn.

Þá er listinn tómur að sinni… eigið góðan laugardag. Ég hef eytt síðastliðnum dögum ofan í moldarbeði með trjágreinar fastar í skónum og sokkunum. Ætli dagurinn fari ekki í sama verkefni. Ef ég mætti vera önnur en ég er þessa dagana, þá væri það klárlega Edward Scissorhands. Sjáumst!

karenlind

BERGLIND ÓSKARS LOOKBOOK BY SAGA SIG

WORK

Recent work: Lookbook fyrir Berglindi Óskars en línan er útskriftarlína hennar úr LHÍ.

Ég ELSKA litina, sniðin og detailin og leið svo ofur-töffara-kvenlega í hverri einustu flík.

-1 -2

-3 1

2

berglindoskars2 3 12

berglindoskars 13 16 36  berglindoskars1

Photos: Saga Sig
Make up + hár: Flóra Karítas
Assistant: Arlena Armstrong

Ég elska líka fílinginn í myndunum og make-up + hár lúkkið. Eitthvað svo effortless en samt spes.

Er mega mega mega ánægð með útkomuna – eins og þið hafið kannski tekið eftir á instagram síðunni minni!  -> @andrearofn

Endilega kíkið á www.berglindoskars.com, það verður gaman að fylgjast með Berglindi sem er ótrúlega hæfileikarík og yndisleg.

xx

Andrea Röfn

ENGINN ER EYLAND

FASHIONLOOKBOOK

 

eyland39

 Enginn er Eyland, eins og konan á bakvið fatamerkið orðar það. Ása Ninna er ein af sex hönnuðum sem taka þátt á Reykjavik Fashion Festival þetta árið og ein af þeim hönnuðum sem ég bíð hvað spenntust eftir að sjá meira frá. Eyland kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir jólin og ætlar hún sér greinilega stóra hluti með merkið. 

Teknar voru nýjar myndir á dögunum sem sýna klæðin betur en áður. Það var engin önnur en Saga Sig sem tók myndirnar í gamalli skemmu í Reykjavikurborg. Hrátt og heillandi. Línan er mjög töffaraleg, mikið svart og mikið leður. Hvítt og grátt fær að fylgja með og það eru mjög skemmtilegir detail-ar á flíkunum – rennilásar, rendur og tölur.

Ég fékk þann heiður að fá að frumsýna lookbook-ið hér á blogginu – Njótið !

eyland60 eyland40 eyland48 eyland13 eyland4 eyland15 eyland9 eyland50 eyland37 eyland23 eyland10 eyland54 eyland26 eyland34 eyland1 eyland6 eyland2 eyland41 eyland45 eyland8 eyland30 eyland55

 

 

Ljósmyndir: Saga Sig.
Stílisering og listræn stjórnun: Erna Bergmann
Make up & hár: Fríða María Harðardóttir
Módel: Stefanía Eysteins (hjá Eskimó)Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

“SEGÐU SÍS”: DRAUMURINN RÆTIST HJÁ ..

FASHIONFÓLK

Það var vandaverk að fara yfir öll frábæru kommentin sem bárust frá áhugaljósmyndurum þjóðarinnar. Í samráði við RFA og Sögu Sig fór ég í gegnum hvert og eitt þeirra og að lokum valdi eitt úr. Það hefði auðvitað verið lang best ef við hefðum getað glatt alla, en við þökkum kærlega fyrir frábær viðbrögð.

Námskeiðið hefst í næstu viku og það eru ennþá örfá pláss laus. Ef þið hin sem skrifuðuð undir hafið enn áhuga á að komast að þá veitir kommentið ykkur niðurfellingu á staðfestingargjaldi – aukavinningar fyrir alla ; )

Til hamingju Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir (!) þú ert sú heppna að þessu sinni. Þú hefur fengið frítt inn á ljósmyndanámskeið hjá hjá Sögu Sig í RFA – upphaf inn í framtíðardrauminn.

10612783_10152206355691213_5145770578006390601_n

Hólmfríður skyldi eftir sig þessar línur:

“Fyrst af öllu: frábært framlag og tækifæri :) Ég hef haft sturlaðan áhuga á ljósmyndun frá því að ég man eftir mér – mamma var alveg í vandræðum með mig þegar ég var yngri vegna þess að ég vildi alltaf vera fyrir aftan myndavélina en ekki fyrir framan. Ég hef lengi litið upp til Sögu, hún er frábær ljósmyndari (og ekki síst góð fyrirmynd fyrir stelpur sem vilja koma sér áfram í greininni). Ég er búin að láta mig dreyma í nokkrar vikur núna um að fara á námskeiðið hennar á RFA og væri þessi gjöf því meira en fullkomin snilld.

Áhuginn virðist vera til staðar og það er frábært að þú virðist þekkja námið sem þú sækist eftir. Næstu vikur á ljósmyndaáhuginn vonandi bara eftir að verða ennþá sturlaðari eins og þú nefnir svo skemmtilega.
Vinsamlegast hafðu samband á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar. Ég hlakka til að fylgjast með þér í framtíðinni.

Gleðilegan föstudag kæru lesendur, takk fyrir að kíkja stundum við.

xx,-EG-.

HAUSTKLÆÐI JÖR LOFA GÓÐU

ÍSLENSK HÖNNUNLOOKBOOK

jor0a

Ég fæ þann heiður að frumsýna nýtt og glæsilegt lookbook frá Jör by Guðmundur Jörundsson. Dömulúkk fyrir haustið sem við höfum margar beðið eftir (!)

Allar vörurnar hér fyrir neðan eru nú þegar komnar í sölu og bíða eftir okkur á Laugavegi 89. Loksins alvöru úrval af kvenfatnaði innan um fallegu herrafötin.  LACAUSA er nýtt merki í versluninni sem er vel stíliserað saman við íslensku hönnun JÖR. Hattarnir eru síðan punkturinn yfir i-ið frá Janessa Leone.

Freistingar … F A L L E G T.

jor16 jor14 jor13a jor13 jor8 jor6 jor4 jor15 jor11 jor12 jor10a jor10 jor9 jor7 jor5 jor3 jor2 jor1

Saga Sig tók myndirnar af fallegri Eydísi Evensen. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir stíliseraði, Harpa Káradóttir sá um förðun og Steinunn Ósk um hár.

Efst á óskalista hjá mér er teinótta dragtin, rúllukragapeysan og að sjálfsögðu eitt stk hattur (!) takk fyrir – hann er musthave.

Spennandi tímar framundan hjá JÖR verslun. Hlakka til að koma í heimsókn og berja þessi notalegu haustklæði augum!

xx,-EG-.

LÁTTU LJÓSMYNDADRAUMINN RÆTAST

FASHIONFÓLKINSPIRATIONÍSLENSK HÖNNUN

Hæfileikaríka og jafnframt yndislega Saga Sigurðardóttir er orðin þekkt nafn í ljósmyndaheiminum, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum. Saga útskrifaðist með B.A. gráðu í tískuljósmyndun frá London College of Fashion árið 2011 og hefur síðan þá notið mikillar velgengni í sínu fagi og unnið með mörgum af strærstu aðilum tískugeirans.
Þessa dagana er hún stödd á klakanum þar sem hún mun vera leiðbeinandi á ljósmyndanámskeiði í Reykjavik Fashion Academy.

Saga hefur einblínt á tískuljósmyndun og mun deila sinni kunnáttu og einstaka auga með nemendum haustannar ásamt Ellenni Lofts sem mun stýra stílistanámskeiði á sama tíma.

Í samráði við RFA ætla ég að standa fyrir smá leik fyrir námskeiðið sem hefst í næstu viku. Það kostar peninga að hefja ljósmyndanám og því ætla ég að verðlauna einn heppinn lesenda með frábærri hjálp inní draum sinn að verða ljósmyndari. Sjáið hvernig þið takið þátt neðst í færslunni –

Það sem mér finnst sérstaklega áhugavert við þetta tiltekna námskeið er meðal annars tengslanet við “geirann” en einnig hversu persónulega kennslu hægt er að fá frá fagmanneskju sem er á sínum hæsta tindi ennþá í dag.

Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhalds myndum eftir Sögu. Þó aðeins brotabrotabrot af hennar verkum. Innblástur fyrir okkur sem áhuga höfum á þessu fagi. Ég viiildi að ég gæti sjálf skráð mig í námskeiðið, þar sem ég hef mikinn áhuga á fallegum myndum og finnst fátt skemmtilegra en að munda linsuna. En vegna búsetu í útlöndum … þá .. kannski seinna.

pers
Persónulegt – Tinna Bergs

saga sig 9
Saga Sig x Hildur Yeoman

Topshop

Topshop

PLEASE MAGAZINE
PLEASE MAGAZINE

Personal
Persónulegt

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Saga Sig x Hildur Yeoman

RFF
Reykjavik Fashion Festival

RFFed
Reykjavik Fashion Festival

BJORK
Björk Guðmundsdóttir

ADOLFO DOMINGUEZ CAMPAIGN
ADOLFO DOMINGUEZ CAMPAIGN

Nikewomen_is
Nike Women

tankonlineed
Tank Online Editorial

jor

Jör by Guðmundur Jörundsson

saga_ss13_kron1
Kron by KronKron

PULZ CAMPAIGN
PULZ CAMPAIGN

REVS MAGAZINE EDITORIAL
REVS MAGAZINE EDITORIAL

Nikewomen

Nike Women

harid

Hárið

ELL & CEE CAMPAIGN

ELL & CEE CAMPAIGN THREADS PERSONAL_
Persónulegt / Lokaverkefni

THREADS PERSONAL saga_thingvellir_inspiredbyiceand_10

Inspired By Iceland

galvan12
Galvan

_

Ef þú hefur ekki áhuga sjálf/ur þá bið ég þig að koma þessu á framfæri til einhvers sem gæti haft áhuga. Það eru jú svo margir áhugaljósmyndarar til á litla skapandi landinu okkar.

Ég ætla að gefa heppnum lesenda þáttökugjald á einu námskeiði (Að verðmæti 289.000 kr !!), til að komast í pottinn gerið þið eftirfarandi:

1. Deilið þessum póst á Facebook (niðri í hægra horninu)
2. Skrifið nafn og eina línu í komment hér að neðan, afhverju þú?

Meira um námið: HÉR

Ég dreg út fyrir helgi.

xx,-EG-.