fbpx

FALLEGT HEIMA HJÁ SÖGU SIG LJÓSMYNDARA & LISTAKONU

Heimili

Þið sem hafið fylgst með Sögu Sig ljósmyndara og listakonu í gegnum árin vitið að hún er fagurkeri fram í fingurgóma og alveg hreint ótrúlega hæfileikarík í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Nú síðast er hún að brillera með dásemdar listaverk sem hún töfrar fram og þið sem fylgist með henni á instagram @sagasig eða jafnvel hér á Trendnet hjá Elísabetu Gunnars hafið eflaust séð verkin hennar áður – sjá færslu hér. Þegar ég heyrði af því að selja eigi fallegu íbúðina sem hún hefur búið í stóðst ég ekki mátið að fá að deila með ykkur broti af heimili Sögu sem er ævintýralega fallegt og persónulegur stíll hennar nýtur sín vel, vintage húsgögn, listaverk og blóm einkenna stílinn sem er einstakur. Sjá fasteignamyndir og fleiri upplýsingar hér – og opið hús á morgun, mánudag, en íbúðin sjálf er staðsett á Tómasarhaga, 107 Reykjavík.

Stofan er ævintýralega falleg –

Blái bekkurinn er úr Snúrunni og hefur verið lengi á óskalistanum mínum – en bláa fallega mottan í stofunni ásamt stofuborðinu eru einnig úr Snúrunni.

   

Eitt sem við erum eflaust mörg að velta fyrir okkur – blómin segist hún hafa keypt flest í dásamlegu blómaversluninni 4 árstíðir en ég hef sjaldan séð jafn lifandi og grænt heimili og þetta.

Myndir frá fasteignasölunni ásamt af instagram síðu Sögu Sig. 

Listaverkin eru flest eftir Sögu sjálfa en hægt er að hafa beint samband við hana fyrir frekari upplýsingar en ég gæti mjög vel hugsað mér að eiga stórt verk.  ♡

Sjá frekari upplýsingar hér fyrir áhugasama í fasteignaleit.

KARITAS & HAFSTEINN Í HAF STUDIO SELJA HEIMILIÐ!

Skrifa Innlegg