fbpx

SAGA SIG Á VEGGINA

FÓLKHOME

Ég heimsótti listakonuna Sögu Sig á heimili hennar í 107 Reykjavík fyrr í sumar. Um var að ræða fund vegna myndatöku í brúðkaupi okkar Gunna seinna í mánuðinum. Við ræddum þó meira um önnur verkefni því á móti mér tóku öll hennar dásemdar málverk sem hún hefur verið að vinna að síðustu árin og ég komst ekki hjá því að fá að vita meira um þessa nýju hlið ljósmyndarans. Ég heyrði á henni að hvert og eitt verk skiptir hana miklu máli og hún gefur sig greinilega alla í hverja mynd, eins og hún gerir líka sem ljósmyndari. Það er draumur minn að skreyta heimili mitt einhvern daginn með myndlist eftir Sögu á veggjunum. HÉR getið þið skoðað meira.

Mig langar að eignast stórt verk sem gæfi hvítum vegg litríkt líf. Ég setti svona verk á óskalistann minn fyrir brúðkaupið svo spurning hvort ég eyði peningagjöfum í eitt slíkt …. en þá verður erfitt að velja á milli. Eigið þið ykkar uppáhalds hér að ofan?

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GETAWAY: HRAUNSNEF

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. AndreA

    19. July 2018

    Sjúklega fallegt hjá henni <3