fbpx

TRENDNÝTT

Saga Sig fyrir Apple

Ljósmyndarinn hæfileikaríki, Saga Sig, tók þátt í verkefni fyrir Apple þar sem hún sýnir heiminum Ísland á skemmtilegan máta. Hún tekur fyrir menningu okkar og siði yfir hátíðarnar og setur fram á myndrænan og fallegan hátt.  Myndirnar og myndböndin eru að sjálfsögðu tekin á iPhone síma.

Á Instagram TV hjá Apple risanum má finna þessa skemmtilegu kynningu frá Sögu – við hvetjum ykkur til að horfa á tveggja mínútna myndbandið – HÉR.

Samkvæmt okkar heimildum þá fann Apple Sögu á samskiptamiðlum. Heimurinn er orðinn svo lítill og gaman að heyra að þessi stærstu fyrirtæki horfi til hæfileikafólks á okkar litla Íslandi.

Áfram Ísland og áfram Saga!

//
TRENDNET

Michelle Obama geislaði í gulu

Skrifa Innlegg