fbpx

TRENDNÝTT

Michelle Obama geislaði í gulu

FÓLK

Geislandi í gulu –

Forsetafrú í fasjón klæðum? Það má segja það um fyrrverandi forsetafrúna og smekkkonuna Michelle Obama eftir að hún fékk nýjan stílista á dögunum. Vogue greinir frá því að stílistinn Meredith Koop sé ítrekað að hitta í mark almennings með áberandi tísku klæðum hennar og að frú Obama elski að taka þátt í því. Eitthvað virðist þetta vera að virka því allstaðar kemst hún í fréttirnar fyrir nýjan og ferskan stíl sinn þessa dagana.

Michelle Obama er á ferðalagi um Bandaríkin fyrir jólin þar sem hún kynnir nýútkomna ævisögu sína. Það var engin önnur en tískufyrirmyndin Sarah Jessica Parker sem tók viðtal við Michelle í New York í gær þar sem hún klæddist Balenciaga frá toppi til táar. Um er að ræða þessi áberandi hnéháu glimmerstígvél og gula silkikjól – að okkar mati lang flottust!

//
TRENDNET

ERU ÞETTA HIN RAUNVERULEGU JÓL FORELDRA?

Skrifa Innlegg