fbpx

BLÆTI TÍMARIT NR 3

DAGSINSLÍFIÐ

Ég er mikill aðdáandi tímaritisins Blæti sem ofurkonurnar Erna Bergmann og Saga Sig standa á bak við. Blæti kom út í fyrsta sinn árið 2016 og ég hef alltaf fylgst vel með, aðstoðað þær við að auglýsa verkefnið og svo auðvitað lesið það fram og tilbaka og geymi á stofuborðinu hjá mér (sjá fyrstu færsluna sem ég skrifaði um Blæti HÉR)

Mér þykir eiginlega ekki passa að kalla þetta tímarit því þetta er hin veglegasta bók. Tímarit/bók sem þú skoðar oftar en einu sinni, það samanstendur af tísku,list og menningu og þarna finna allir eitthvað við sitt hæfi og kosturinn er að Blæti er líklega eins tímalaust og mögulegt er í svona útgáfu.

Það er nýja vinkona mín Kristín Lilja sem prýðir forsíðuna á þriðju útgáfunni sem inniheldur meðal annars viðtal við sjálfa Vigdísi Finnbogadóttur (næg ástæða til að fjárfesta!) sem settist niður með Álfrúnu Pálsdóttur. Í Blæti flettum við í gegnum nokkra flotta tískuþætti, íslenska og erlenda, lesum ljóð, fáum innblástur frá allskonar fólki og markaðsnördar (eins og ég) geta skoðað óhefðbundnar auglýsingar í allskonar listrænum formum. Undirliggjandi þema þriðja tölublaðsins er framtíðin og er tímaritið 400 blaðsíður.

Í gær beið ég spennt eftir mínu eintaki sem skilaði sér svo inn um lúguna hjá okkur í morgun – frábær tímasetning því það er íslenskur frídagur og ég ákvað að vinna heima í dag. Bolli og Blæti er útsýnið í augnablikinu og nei sko hver er hér .. ?

Myndir: Berglaug Petra (meira síðar)

Ég er stolt af því að hafa fengið að taka smá þátt í útgáfunni í ár undir síðunum “karakter”.  Lifum og lærum eftir orðunum hér að ofan, verum dugleg, jákvæð og góð! Þannig verða okkur allir vegir færir.

Ég vona að Blæti lifi að eilífu, held með þeim! Eigið góðan (verkalýðs)dag.

 

xx,-EG-.

SUNDAYS ..

Skrifa Innlegg