fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR // FYRIR HEIMILIÐ

Íslensk hönnunListÓskalistinn

Biðin styttist og aðeins 4 dagar til jóla!

Í tilefni þess tók ég saman nokkrar fallegar jólagjafahugmyndir fyrir heimilið, eins og ég hef komið inn á áður þá er ég hrifin af því að gefa sameiginlega jólagjöf fyrir heimilið sem má þá vera ögn veglegri. Ég hef undanfarnar vikur verið með hugann við íslenska list og reynt að sanka að mér meiri fróðleik í þeim málum og er komin með nokkrar sýningar á lista sem ég hef mikinn áhuga á að heimsækja. Ég er spennt að kynnast betur íslenskum listamönnum og listaflórunni og kem vonandi til með að geta deilt áfram með ykkur spennandi verkum.

Hér má sjá 25 jólagjafahugmyndir, ég vona að þær komi ykkur að góðum notum.

// 1. Gylltur Stjaki, Haf store. // 2. Essence kampavínsglös, sölustaðir iittala. // 3. Flos IC veggljós, Lumex. // 4. Raawii skál á fæti, Epal.  // 5. Listaverk eftir Kristinn Má Pálmason, ég held mikið uppá verkin hans og dreymir um að eignast eitt einn daginn.  // 6. Astep, Model 548 lampi, Lumex.  // 7. Gyllt hnífapör, Dimm. // 8. Beoplay Multiroom hátalari, Ormsson. // 9. Stelton hitamál, Kokka. // 10. Hör munnþurrkur, Kokka. // 11. Blómavasi, Snúran. // 12. Marmara kertastjaki, Ferm Living, Epal. // 13. Gyllt vatnskanna, Bast og Dúka m.a. // 14. Keramík snjókorn, Haf store. // 15. Eftirprent, Skjaldbreið eftir Kjarval, Safnbúðir Listasafns Reykjavíkur. // 16. Kinfolk bók, Dimm. // 17. Kaffivél, Sjöstrand. // 18. Kristalskertastjaki Reflections, Snúran. // 19. Marmarakertastjaki, Fólk, Kokka og Epal m.a.

Listamaðurinn Leifur Ýmir á heiðurinn af þessum snilldar grafík verkum “Nenniru að leggja inná mig” og “Við reddum þessu” ásamt mörgum öðrum, en núna stendur yfir sýning á verkum hans í Listamenn Gallerí sem ég er spennt að kíkja á.  

Litríku verkin eru eftir Sögu Sig listakonu og ljósmyndara, ég hrífst mikið af stílnum hennar og þessum litríka heimi sem hún hefur sökkt sér í. Algjör dásemd.

Svart-hvíta verkið er Lazerprent 1/15 eftir listakonuna Þórdísi Erlu Zoega – hún er mjög spennandi og gerir mjög flott grafísk verk.

Hvernig lýst ykkur á að ég komi meira inná íslenska list hér á blogginu? ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

EINSTÖK ÍSLENSK HÖNNUN Í JÓLAPAKKANN // FORKAUPSTILBOÐ Í DESEMBER

Skrifa Innlegg