fbpx

BENEDICTA‘S TIMETRAVEL

ÍSLENSK HÖNNUN

Íslenska vörumerkið Sif Benedicta hefur verið starfandi um árabil en merkið var stofnað árið 2017 af fatahönnuðinum Halldóru Sif með línunni Benedicta‘s Room. Lína sem innihélt handtöskur, hálsmen & silki slæður. Síðustu ár hefur merkið þróast og stækkað og inniheldur nú fleiri fylgihluti eins og hárspennur og belti og nú síðast, á Covid tímum, bættist við fatnaður í flóruna. Halldóra sagði okkur frá því hvernig það kom til:

Þegar Covid skall á þá var ég á leiðinni erlendis en þurfti eins og aðrir að breyta plönum. Þá hittumst ég og vínkona mín Brynja Skjaldar i kaffi og fengum þá hugmynd að gera fatalínu saman og sýndum við hana á HönnunarMars á Listasafni Einars Jónssonar. Hún fékk góðar viðtökur og fór ég þá að einbeina mér að framleiða flíkur og finna góða og trygga framleiðendur. En stefna mín hefur ávallt verið að vinna helst með litlum fjölskyldu fyrirtæjum og mynda sterkt og gott samaband við þau.

BENEDICTA‘S TIMETRAVEL er glænýtt í smiðju Halldóru og mér lék forvitni á að heyra og skoða meira og segja ykkur frá. Myndirnar grípa mann og undirrituð er hrifin –

Halldóra kom mér á óvart með vönduðum og innihaldsríkum svörum um sterkar konur og ég hvet ykkur til að lesa lengra, góður lestur yfir kaffibolla sem veitir innblástur – 

Hver er konan á bakvið Sif Benedicta?


Ég heiti Halldóra Sif og er menntaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Ég er þriggja barna móðir og eiginkona. Ég er stofnandi og eigandi Sif Benedicta. Þegar ég stofnaði fyrirtækið fékk ég ómetanlega hjálp frá manninum mínum, vinum og fjölskyldu. Ég rek verslunina Apotek Atelier á Laugavegi 16 með vinum mínum Sævari Markús og Ýr þrastardóttur fatahönnuðum. Við seljum þar okkar hönnun og íslenskar vörur eins og kerti og húðvörur.

Segðu okkur frá nýju fatalínunni og hvaðan þú sóttir innblástur við gerð hennar ..

Þessi nýja fatalína sækir innblástur í brautryðjandi sterkar og hugrakkar konur. Ein þeirra er Natacha Rambova. Hún fæddist árið 1897 og á sínum yngri árum var hún ballettdansari og vann síðar í leikhúsum og við kvikmyndir við búninga- og leikmyndahönnun. Hún var þekkt fyrir nýstárlegar hugmyndir, undir sterkum áhrifum af Art Nouveau og Artdecolistastefnunum. Kærasti hennar var Theodor Kolsoff, frægur leikhúshönnuður og samstarfsmaður hennar. Hann lét hana sjá um alla vinnuna, en stal síðan hugmyndunum hennar og nýtti sér hennar hugmyndir til þess að ná sjálfur frama. Þetta er gott dæmi um hvernig konur þurfa oft að leggja mun meira á sig til þess að öðlast frama og sanna sig fyrir öðrum, á meðan menn taka allan heiðurinn. Önnur fyrirmynd sem mér varð hugsað til er Vigdís Finnbogadóttir, fyrsta konan í heiminum sem var lýðræðislega kosin til forseta.

Natacha Rambova er sterk kona sem veitti innblástur við hönnunina

Til þess að lýsa sem best þeim áhrifum sem línan kallar fram, vil ég deila með ykkur sögu. Þessi saga er fyrir konur sem þurfa að klæða sig öðruvísi en þær raunverulega vilja, til þess eins að tekið sé mark á þeim. Þessi saga er fyrir konur sem unnu heima til þess að ala upp börnin sín og greiddu þannig leið fyrir eiginmenn sína svo þeir gætu elt sína drauma.

Hugrökk kona er ein á ferðalagi með lest. Á ferðalaginu ekur hún bæði framhjá stöðum sem hún hefur heimsótt og minningum sem hún býr að. Lestin staldrar við á nokkrum stöðum og hún ræður því algjörlega hvar hún ákveður að stíga út. Sumir staðir vekja hlýjar og skemmtilegar minningar á meðan henni þykir aðrir drungalegir og vekja jafnvel upp erfiðar minningar. Þessir staðir, sem lestin stöðvast á eru til þess gerðir að fá konuna til þess að huga að því hvað sé raunverulega mikilvægt í hennar lífi, hvað skiptir hana raunverulega máli og hvaða upplifanir hafa mótað hana, í gegnum lífsleiðina.

Þetta er svolítið það sem covid kenndi okkur, þá stöðvaðist í raun tíminn, við fjarlægðumst okkar daglega líf. Þessi tími fékk okkur til þess að hugsa allt upp á nýtt. Mörg hver okkar fengu tækifæri til þess að líta inn á við, staldra við og kunna virkilega að meta fólkið í kringum okkar, kenndi okkur jafnvel hverjir eru raunverulegir vinir okkar og hverjir hafa í raun jákvæð áhrif á okkur. Lestarferðin er í raun ferðalag í gegnum tímann, konan staldrar stutt við þar sem hún vill ekki dvelja en staldrar við á stöðum sem vekja hjá henni jákvæðar tilfinningar. Hjá vinum, fjölskyldu og jákvæðum minningum. Með lestinni heimsækir hún fortíðina til þess að rifja upp minningar allt frá hennar yngri árum til dagsins í dag. Með því móti sér hún hvaða upplifanir hafa mótað hana að þeirri konu sem hún er í dag. Á leiðinni grípur hún þá eiginleika sem hún saknar hvað mest við sjálfa sig og minna hana um leið á góða tíma en heldur síðan ávallt áfram veginn með lestinni. Hún lítur fram á veginn og horfir fram á vit ævintýranna, sem býður upp á ótal mörg tækifæri til þess að skapa fleiri góðar minningar. Það sama má segja með þessa fatalínu, sem sækir innblástur í margvísleg tímabil og fjölmargar kvenkyns fyrirmyndir sem ruddu veginn.

Hvar voru þessar fallegu myndir teknar?

Nýja myndatakan var tekin á fallega veitingastaðnum Monkeys. Ljósmyndarinn er auðvitað hin hæfileikaríka Saga Sig. Stílisti ein mín besta og snillingurinn Brynja Skjaldar, förðunin og hárið gerði hin frábæra Helen Dögg. Módelin eru þær fögru og yndislegu Anna Líf, Jóna G, Eydís Barke og fyrirmynd mín amma mín hún Guðleif Guðlaugsdóttir. Við myndatöku er oft gott að hafa margar hendur því eins og þessi var á stað sem við höfðum bara stuttan tíma eða frá 9-12:30 þá þurftum við að vera búin að skipuleggja öll look-in áður og vinna hratt þannig ég fékk vínkonur mínar Lindu Péturssdóttur, Drífu Líftóru og Sóley Mímisdóttir til þess að aðstoða mig

Áttu þér uppáhalds flík/vöru úr línunni?

Já mín uppáhalds flík er V- silkitoppurinn eftir að hafa prófað að klæðast silki er ekkert annað efni sem er jafn þægilegt. Vegna þess að silki er náttúrulegt efni að þá eru eiginleikar þess að silkiefni kælir þegar manni er heitt og hitar þegar manni er kalt. Einnig Denim sailor settið sem er gert úr endurunnu denim efni. Upphálds fylgihlutur er gold chain hálsmenið og gold hoops.

Hvað er framundan?

Núna fer að líða af einum að uppáhalds mánuðinum mínum, desember , ég er algjört jólabarn. Ég elska að vera að vinna og taka á móti gestum í versluninni okkar Apotek Atelier á Laugavegi 16. Við aðstoðum við að finna rétta jóladressið eða gjöfina fyrir hana. Við erum að fá fullt af nýjum skarti: eyrnalokkum, hárspennum, hálsmenum, handtöskum og fallegum jólakjólum eða jóladressum frá okkur öllum. Við eigum alltaf til kaffi og með því fyrir viðskiptavini.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

NÓVEMBER, VERTU VELKOMINN

Skrifa Innlegg