fbpx

NÓVEMBER, VERTU VELKOMINN

LÍFIÐ

Fyrsti dagur nóvember mánaðar lofar góðu en ég hef verið svo sérstaklega þakklát fyrir íslenska haustið sem hefur sýnt sína bestu hlið þetta árið. Ég sagði einhverstaðar að október væri nýji uppáhalds mánuðurinn minn en áður en að litla daman mín kom í heiminn þá hefði ég ekki trúað því að ég fengi að sitja utandyra með barni og bolla. Sú varð þó raunin, nokkrum sinnum og aftur í dag, á þessum fyrsta degi nóvembermánaðar. Sjáum hvert þetta leiðir okkur, en þetta lofar góðu fyrir nýbkaða mömmu sem vill komast í göngutúr alla daga.

Dúðuð dúlla á leiðinni út í göngutúr.

Þetta er ekki auglýsing en ég elska elska þessa snilld, burðarrúm, sem ég átti ekki með hin börnin mín en nota endalaust með Önnu Magdalenu, minnstu mús – ferða babynest sem ég tek úr og set í vagninn og get þannig verið frjálsari á ferðinni.
Ég er með þetta að láni frá vinkonu en þetta er sænsk snilld sem fæst HÉR og á Íslandi fæst þetta hjá Petit HÉR 

Mætt í mömmó!

AndreA var svo sniðug þegar hún gaf mér þessa dásamlegu skó í sængurgjöf. Ég hef ekki farið úr þeim, enda er það eins og að labba á skýi að labba í þessum. Fást: HÉR

Sloppur: Spútnik/Vintage, Buxur: Zara, Skór: EMU/AndreA 

Eigið góðan og fallegan dag.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ÞESSI FALLEGI DAGUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    3. November 2022

    Æ hvað þetta eru dásamlegar myndir! Hlakka svo til að sjá ykkur fallegu mæðgur:*