fbpx

JÓHANNA GUÐRÚN GEFUR ÚT JÓLAPLÖTU: LÖNGU LIÐNIR DAGAR GEFUR HLÝJU Í HJARTAÐ

FÓLKMUSIC

Vei, loksins jólaplata frá Jóhönnu Guðrúnu, eitthvað sem margir hafa beðið eftir. Til hamingju Ísland.
Fyrsta lagið, Löngu liðnir dagar, kom út í dag: HÉR

Segðu okkur aðeins frá plötunni?
Það hefur lengi verið draumur hjá mér að gefa út nýtt efni og sérstaklega jólaplötu af því að ég ELSKA jólin. Þetta er semsagt 10 laga jólaplata. Það eru 5 ný lög eftir íslenska höfunda og 5 gömul og góð.

Er hún búin að vera lengi í vinnslu?
Hún tók okkur svona 3 mánuði í 150% vinnu. Enda ekkert sparað í útsetningum og dívustælum, hehe  ..

Hvenær fer hún í sölu og hvar getum við eignast hana?
Hún kemur út í heild sinni 19 nóvember, en fyrsta lagið “Löngu Liðnir Dagar”  kemur út í dag, 12 nóvember, á Spotify.
Það er hægt að panta plötuna í forsölu gegnum Alda Music: HÉR og svo verður hægt að fá árituð inntök í gegnum Heimkaup í takmörkuðu magni HÉR ..

Nafnið, Löngu liðnir dagar, heillar, hvað segir það okkur? Það er nafn á nýju lagi á plötunni eftir Jón Jónsson með gullfallegum texta eftir Einar Lövdahl Gunnlaugsson. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þetta lag sem að hitti mig beint í hjartastað þegar ég heyrði Jón spila það fyrir okkur hjónin í stofunni heima.

 

Þú ert æðisleg á bleiku forsíðumyndinni .. Hver tók myndirnar og stíliseraði? Hvaðan er sloppurinn?

Takk fyrir !
Saga Sig snillingur tók myndirnar og ég stíliseraði sjálf og keypti mér sloppinn í netverslun. Ég var líka með drauma teymið mitt í förðun og hári. Elín Reynis farðaði mig og Rakel María Hjaltadóttir gerði hár.

.. eitt að lokum, verða jólatónleikar?
Ég er búin að aflýsa tónleikunum mínum sem áttu að vera í Háskólabíói en er að íhuga hvort að það væri áhugi fyrir því að ég mundi streyma Þorláksmessutónleikunum mínum. Maður þarf að finna nýjar leiðir í þessu furðulega ástandi.

TAKK fyrir spjallið, Jóhanna –  gangi þér allt í haginn .. og er nokkuð of snemmt að segja Gleðileg jól? Leyfum okkur allavega að byrja að hlakka til.


LÖNGU LIÐNIR DAGAR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

LOUIS VUITTON FERÐAST TIL ÍSLANDS Í NÝRRI HERFERÐ

Skrifa Innlegg