fbpx

FRÍ ♡

AÞENA RÖFNPERSÓNULEGTTRAVEL

Ég er ennþá í algjörri paradísarvímu eftir að við Aþena Röfn, ásamt Hjördísi vinkonu og stráknum hennar, skelltum okkur í vikuheimsókn til Pöttru okkar. Þið kannist eflaust mörg við Pöttru héðan af Trendnet, en hún býr núna í Izmir, Tyrklandi, ásamt Elmari manninum sínum og Atlasi Aroni stráknum þeirra. Hluta vikunnar eyddum við svo á hóteli tveimur tímum frá Izmir, eins og hefur örugglega ekki farið framhjá neinum sem fylgir mér á instagram! Hótel„herbergið“ var stórkostlegt hús með sjávarútsýni og infinity sundlaug – en til að komast á veitingastaðinn eða ströndina voru golfbílar sem sóttu okkur og skutluðu milli staða. Umhverfið var hreinlega draumi líkast og þetta er staður sem mig langar svo sannarlega að heimsækja aftur.

Aþena Röfn naut sín í sinni fyrstu strandarferð. Þessi fallegi sundbolur er frá Petit.is ♡

Þetta litla frí var yndislegt og félagsskapurinn upp á 10. Við mæðgurnar erum núna komnar heim til Malmö með þakklæti og dýrmætar minningar í farteskinu. Arnór er kominn heim úr síðasta landsliðsverkefni ársins og á bara tvo leiki eftir af þessu svakalega fótboltaári. Svo ætlum við öll saman í langþráð fjölskyldufrí – eftir smá aðventu og nóg af heitu súkkulaði á Íslandinu góða.

x

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram:@andrearofn

GJAFALEIKUR - HILDUR YEOMAN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elísabet

    20. November 2019

    Ég skal koma með næst ♥️ Yndislegu myndir

  2. Guðrún Sørtveit

    21. November 2019

    Yndislegar myndir <3