fbpx

WHEN IN STOCKHOLM VOL. 2

PERSÓNULEGTSVÍÞJÓÐTRAVEL

Í vikunni átti mamma leið til Stokkhólms vegna vinnu og ég skellti mér með henni. Hún kom fyrst til Malmö í tæpan sólarhring áður en við hoppuðum upp í lest sem tók okkur á leiðarenda. Í Stokkhólmi sátum við í sólinni, borðuðum ótrúlega góðan mat, löbbuðum út um allt og kíktum á Fotografiska ljósmyndasafnið. Það er svo dýrmætt að geta knúsað mömmu svona oft þegar maður býr ekki í sama landinu – en við vorum líka í Stokkhólmi í janúar sem ég skrifaði um hér. Við gistum á Nobis Hotel í þetta skiptið sem er ótrúlega flott hótel og vel staðsett á Norrmalmstorg í miðbæ Stokkhólms. Hótelið er staðsett í húsi sem var áður Kreditbanken. Árið 1973 var fjórum starfsmönnum bankans haldið í gíslingu í bankahvelfingu í sex daga. Á meðan gíslatökunni stóð þróaðist jákvætt tilfinningasamband milli gíslanna og gíslatökumannsins og neituðu þau öll að bera vitni eftir að hafa losnað úr prísundinni. Þvert á móti stóðu þau þétt við bakið á manninum. Út frá þessu atviki varð Stokkhólmsheilkennið (e. Stockholm Syndrome) til sem við höfum flest lært eða heyrt um áður. Mér finnst þetta svo mögnuð staðreynd að ég varð að deila henni með ykkur.Ég pantaði mér nýtt par af Air Force 1 um daginn. Þetta eru skór sem ég nota meira en aðra og finnst nauðsynlegt að eiga ferskt par af þeim.Okkur hefur lengi langað að fara á Fotografiska og létum loks verða af því. Við tókum okkur eftirmiðdag í að rölta úr miðbænum og að safninu með smá kaffistoppi á Grand Hotel Stockholm. Fotografiska er ljósmyndasafn þar sem um 20-25 sýningar fara fram á hverju ári. Það voru fjórar sýningar í gangi í þetta skiptið sem voru allar gjörsamlega truflaðar. Hjá okkur mömmu var það sýning Ellen von Unwerth sem stóð upp úr – „Devotion! 30 years of photographing women“.

Hans Strand – „Manmade LandÉg tók mér langan göngutúr meðan mamma var á fundi og ómeðvitað labbaði ég í átt að Balettakademien, ballettskóla sem ég og Katrín vinkona vorum nemendur í sumarið 2008. Þvílíkt nostalgíukast sem ég fékk. Rútínan þá var alls ekki flókin, við tókum lestina á morgnanna í ballett, spiluðum skítakall milli æfinga, borðuðum óteljandi margar kókoskúlur og McDonald’s og spiluðum ennþá meiri skítakall. Svo fengum við að vita að við hefðum komist inn í Verzló. Yndislegar minningar sem rifjuðust upp!Morgunmatur á Pom och Flora

Ég er svo heppin að hafa þessa konu í lífinu mínu. Hún kennir mér endalaust af hlutum en eitt af því mikilvægasta sem hún hefur kennt mér er að njóta, við gerðum það svo sannarlega í þetta skiptið.

Myndavélin sem ég er að nota er SONY A6000 frá Origo Ísland. Ég segi ykkur betur frá henni fyrr en síðar!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

OUTFIT & NEW IN

Skrifa Innlegg