fbpx

WORK: NIKE OUTBURST OG

HÚRRA REYKJAVÍKWORK

Síðustu 10 dögum varði á Íslandi en flaug svo aftur til Malmö í gærmorgun. Ég var ekki með mikið planað fyrir þessa Íslandsheimsókn nema að hitta fólkið mitt og njóta. En óvænt læddust inn þrjár myndatökur, ein sem ég planaði með Höllu vinkonu fyrir bloggið, önnur fyrir Önnu Kristínu og sú þriðja fyrir Húrra Reykjavík. Eins og ég hef sagt áður á blogginu var alls ekki auðvelt að hætta í Húrra Reykjavík þar sem allir þar sem fyrirtækið og allir sem þar starfa eru mér sem fjölskylda. Það eru því forréttindi eða geta unnið aðeins með þeim þegar ég kem til landsins, þó á annan máta en áður. Í þetta skiptið voru það Nike Outburst OG sem ég klæddist, en skórinn kom fyrst út á 10. áratugnum og er í fyrsta skipti að koma út á ný. Ólafur Alexander tók myndirnar.

Skóna getið þið séð nánar hér

Andrea Röfn

OUTFIT

Skrifa Innlegg