fbpx

OUTFIT

OUTFITSVÍÞJÓÐ

Bæjarrölt með betri helmingnum í vikunni. Ég var að sjálfsögðu allt of illa klædd, kuldinn í Malmö er ennþá svakalegur og ég viðurkenni alveg fúslega að gríska hitans er saknað. Ekki misskilja samt, við elskum Malmö og okkur líður svo vel þar. Get hreinlega ekki beðið eftir að sjá borgina í vor- og sumarbúningnum og kynnast henni betur.

Loðjakki: Armani Exchange
Suede jakki: AllSaints
Skyrta: ZARA
Buxur: Levi’s
Skór: Alexander McQueen

Annars er ég komin til Íslands og verð hér í tæplega tvær vikur. Ég ætlaði að koma á mánudaginn en þar sem Denise besta vinkona mín er á landinu yfir helgina, en hún býr í Hong Kong, ákvað ég að fljúga í gær og koma henni á óvart. Get ekki lýst því hvað það var gott að knúsa hana en við sáumst síðast í klukkutíma á nýársdag og það var í fyrsta skipti síðan í júlí síðasta sumar.

Eigið góða helgi

Andrea Röfn

LOKSINS HEIMA

Skrifa Innlegg