OUTFIT

GRIKKLANDOUTFIT

Sólin skín ennþá hérna í Grikklandi, en haustið er samt farið að banka upp á. Það þýðir bara að ég get farið að klæðast peysum og buxum sem hefur ekki verið möguleiki síðan við fluttum. Hitinn hérna er búinn að vera rosalegur og ég viðurkenni það alveg að það er mikil áskorun að vera á stuttbuxum, pilsum og hlýrabolum alla daga og reyna á sama tíma að heimfæra það á minn eigin stíl. Þannig að, eins ljúfur og hitinn getur verið erum við Arnór orðin smá spennt fyrir komandi árstíðum sem eru samt eiginlega líkari íslensku sumri frekar en týpísku hausti og vetri.

Bolur: Stone Island
Stuttbuxur: Levi’s vintage
Skór: Yeezyboost 350 V2 Cream

Andrea Röfn

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat: @andrearofn

DAY 6-SOMETHING FROM YOUR FAVORITE STORE

Blog ChallengeMy closet

Obbósí, dagur 6 var eiginlega í gær en ég var á ferð og flugi og náði því miður ekki að blogga, pínu leiðinlegt að vera ekki á réttum tíma!

En ég hef sagt það áður að Weekday er ein af mínum uppáhalds búðum og þennan snjóþvegna gallajakka fékk ég í Weekday vintage. Hann er fullkominn fyrir sumarið en fyrir átti ég einn mjög fínan second hand Levi’s jakka sem þið hafið eflaust séð einhvern tímann á blogginu, skemmtileg viðbót!

..

Weekday is one of my favorite stores and I got this acid wash denim jacket from Weekday vintage, perfect summer denim. You might have seen my other beloved denim jacket on the blog but it’s a second hand Levi’s and a bit more oversized, great combo!

PS