fbpx

BESTU GALLABUXURNAR

DRESS

Bestu gallabuxurnar að mínu mati & mitt uppáhalds snið er frá LEVIS.

LEVIS 501 eru þær sem ég hef notað mest.  Þær eru háar í mittið og rassvasarnir eru 100% rétt staðsettir, flottir í laginu og gera afturendann x-tra flottann, hver er ekki til í það ;)

Levis 501 vintage (fást td. í Spúútnik & Wasteland).
Ath! ef þú kaupir þér 501 vintage þá gætir þú þurft aðra stærð en venjulega, ég mæli með að máta alltaf vintage.
Levis 501 cropped eru sennilega þær gallabuxur sem ég hef notað mest.  Þær eru svipaðar þessum sem ég er í á myndunum hér að neðan, nema niðurmjóar.
RIBCAGE STRAIGHT (þessar sem ég er í á myndunum).
RIBCAGE er nýtt snið frá Levis sem ég er að elska.  Þær eru mjög svipaðar Levis 501 að ofan nema aðeins hærri í mittið og skálmarnar eru víðari að neðan.  Þær eru líka stuttar, eða cropped.
Ég sá Mayu vinkonu mína í þessu sniði á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í janúar & fór beint í næstu búð og keypti mér eins :)
Hér heima veit ég að þetta snið var að koma í verslanir Gallerí 17.

Það sem ég er að elska við þessar gallabuxur er þetta cropped dæmi eða stuttar gallabuxur sem henta lágvöxnum konum eins og mér ótrúlega vel og það er bara frekar langt síðan að ég hef þurft að stytta gallabuxur :)

Gallabuxur: Levis Ribgace straight / Galleri 17
Hlýrabolur: AndreA (gamall) 
Golla: Soft Rebels 
Kápa: Notes du Nord
Hálsmen: AndreA
Skór: Zara
Sólgleraugu: Gucci

Buxurnar koma í nokkrum litum/þvottum,  hvítar eru á mínum óskalista <3

xxx
AndreA

IG: @andreamagnus

BLÓM & LUNCH Í HVERAGERÐI

Skrifa Innlegg