fbpx

TRENDNÝTT

MIUMIU x LEVIS SAMEINA KRAFTA SÍNA

SJÁLFBÆR TÍSKA

Ítalska tískuhúsið Miu Miu sameinar krafta sína með hinu fornfræga gallabuxnamerki Levi’s! Samstarf sem getur ekki klikkað og við bíðum spennt ..

Miu Miu ætlar sér, eins og svo mörg önnur tískuhús, að leggja meiri áherslu sjálfbærni á næstunni og er samstarfið partur af þeirri vegferð. Í fatalínunni sjáum við lúxusmerkið gefa útvöldum Levis flíkum nýtt líf með vel heppnuðum hætti. Hinar klassísku 501 buxur og Tucker gallajakkinn fá kvenlega yfirhalningu í anda Miu Miu. Handbróderuð blóm, perlur, kristalar og fleiri smáatriði gefa okkur  fíling. Sjón er sögu ríkari.

Fyrirsætan Georgia Palmer i Tucker-jakkanum ..

Leikonan Emma Corrin úr The Crown er ein af þeim sem sýnir okkur samstarfslínuna ..

Því fleiri perlur, því betra. Hér sjáum við Lila Moss, dóttur Kate Moss klæðast kraga sem kallar á okkur ..

//
TRENDNET

HVERJIR VORU HVAR: BLEIKT ÞEMA Í OPNUN HJÁ ANDREU

Skrifa Innlegg