fbpx

GLEÐILEGA HÁTÍÐ

PERSÓNULEGT

Gleðilega hátíð elsku Trendnet lesendur. Mig langaði að koma hérna inn og kasta smá kveðju á alla sem lesa bloggið. Þetta ár hefur verið endalaust en á sama tíma finnst mér tíminn líða svo hratt. Á árinu varð Aþena Röfn eins árs og pabbi sextugur. Við mæðgurnar áttum dásamlegt sumar á Íslandi, þegar landinn fékk smá pásu frá veirunni, því miður í fjarveru Arnórs sem vann eins og vitleysingur úti í Malmö allt árið. Ég kynnti til leiks tvær skólínur, JoDis by Andrea Röfn, sem hafa gengið framar vonum og gott betur en það. Við eyddum miklum tíma heima hjá okkur í Malmö og ég þrái ekkert heitar en að gera ALLT upp eftir það! Arnór og Malmö urðu sænskir meistarar. Að lokum fengum við covid, en ekki hvað, búandi í Svíþjóð. Við ljúkum svo árinu í faðmi fjölskyldu okkar hérna á Íslandi, sem er svo kærkomið eftir langt og krefjandi ár. Íslensk jól í fyrsta skipti í mörg ár.

Ég hlakka til 2021 og þess sem árið ber í skauti sér. Nýjar týpur af skóm munu líta dagsins ljós og ég hlakka svo til að kynna þær til leiks, á sama tíma og við vinnum í enn fleiri týpum af alls kyns stærðum og gerðum. Ég ætla að halda áfram að vinna í sjálfri mér, rækta fjölskyldu- og vinasambönd og hafa gaman af lífinu. Svo á Arnór bara ár eftir af samningi þannig hver veit nema einhverjar breytingar muni eiga sér stað hjá okkur litlu fjölskyldunni. Við sjáum hvað setur…

Andrea Röfn

instagram @andrearofn

JODIS BY ANDREA RÖFN: DROP 2

Skrifa Innlegg