fbpx

SPA WEEKEND

PERSÓNULEGT

Helginni eyddum við hinum megin við brúna – á hóteli tæpum hálftíma frá Kaupmannahöfn. Sænska deildin fór strax aftur í gang meðan HM var ennþá í fullu fjöri og þar af leiðandi vorum við komin heim til Svíþjóðar innan við viku eftir síðasta leik Íslands. Um helgina var svo pínulítið frí sem við nýttum vel. Planið var að fara á hótel hér í suður Svíþjóð en þau voru bókstaflega öll uppbókuð og við enduðum í síðasta lausa herberginu á Kurhotel Skodsborg. Allir að njóta í botn hérna í skandinavíska sumrinu. Á hótelinu er spa sem við nýttum okkur og fórum í bæði nudd og andlitsmeðferð þar sem notaðar voru eingöngu BIOEFFECT vörur – íslendingnum til mikillar gleði.

Vonandi eruð þið öll að njóta verslunarmannahelgarinnar

Andrea Röfn

LÍFIÐ Í GEGNUM SONY LINSUNA

Skrifa Innlegg