fbpx

GOSH COPENHAGEN VISIT & OUTFIT

MAKE UPSNYRTIVÖRUR

English version below

Í síðustu viku fengum við Elísabet skemmtilegt boð um að heimsækja höfuðstöðvar GOSH Copenhagen. Við vorum sóttar á hótelið okkar í Kaupmannahöfn og keyrðar, ásamt Glamour dömunum Rósu Maríu og Hörpu Kára og stelpum frá Dubai og Rússlandi, upp í höfuðstöðvarnar. Þar tók við dagskrá allan daginn sem innihélt kynningu á vörumerkinu, vegan hádegismat, varalitagerð, „treasure hunt“, heimsókn í verksmiðjuna og skál í kampavíni. Veðrið var eins og best verður á kosið og svæðið í kringum höfuðstöðvarnar er draumi líkast svo við nutum okkar í botn.

Last week Elísabet and I were invited to visit the GOSH Copenhagen HQ. The visit consisted of a presentation of the brand, vegan lunch, custom lipstick making, a treasure hunt, a visit to the factory and finally a champagne toast. The weather was perfect and the HQ area is extremely beautiful so we enjoyed the day to the fullest.

Fallegur vinnufélagi og fallegar móttökur!Dream team

..Þá sjáldan sem ég set á mig varalit! Þessi litur heitir 003 ANTIQUE frá Gosh og ég fíla hann í botn.

Outfit dagsins:

Toppur: Style Mafia // Yeoman
Buxur: Levis 501 vintage // Nørgaard på Strøget
Skór: Alexander McQueen
Eyrnalokkar: Sif Jakobs

Verksmiðjuheimsókn – GOSH framleiðir meirihluta varanna í eigin verksmiðju í Kaupmannahöfn. Sérstaða merkisins er að það er ekki selt í Kína, þar sem allar snyrtivörur sem selja á í Kína þarf að prófa á dýrum. Gosh hefur aldrei prófað á dýrum og tók því þann slag að fara ekki til Kína.

Hápunktur dagsins var klárlega að fá að mixa sinn eigin varalit! 

Skál fyrir GOSH <3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

OUTFIT

Skrifa Innlegg